Mikilvægt að almenningur komist um þjóðgarðinn og fái notið hans án trafala!

Drög að nýjum reglum um sumarhús í þjóðgarðinum á Þingvöllum banna nýbyggingar og girðingar um einkalóðir. Ný glæsihús eru í byggingu og þyrlur flytja steypu fyrir verkamennina, segir í frétt mbl.is.

Í gömlu reglugerðinni er leyfileg hámarksstærð húsa 90 m2 en nú rísa þar risavillur svipað og sjá mátti í Skorradalnum fyrir nokkrum árum. Það er gott hjá  Bjarna Harðar og Þingvallanefnd að vekja athygli á hvernig einstaka aðilar byrja að éta sig inn á almenning með framkvæmdagleði. Aðalmálið fyrir almenning er þó helst að þar sé aðgengi til að ganga niður við vatnið en eins og er, er ekki auðfært.

Mér er minnisstætt þegar að Madonna hélt sig hafna yfir enskt almenningsstíga skipulag sem gilt hafði í aldir af því  að einhverjir blaðasnápar eltu hana á röndum meðal annars við heimili hennar í Englandi. Hún vildi girða af þannig að ekki yrði stætt á að ganga lengur þjóðleið. Hún lét byrja á framkvæmdum svo til ama varð. Mig minnir að bresk stjórnvöld hafi ekki látið hana ganga yfir sig.

Svipað virðist gilda um einstaka aðila nema þeir eru ónefndir Íslendingar sem að eru andlitslausir gagnvart almenningi og virðast nýta sér tækifærið að verið sé að gera nýjar reglur sem ekki eru enn samþykktar.

Þetta er alkunn íslensk ósvífni, svosem. Stjórnvöld - látið ekki græðgi einstaklingsframtaksins yfir ykkur ganga ef það er á kostnað almannahagsmuna!


mbl.is Þyrlur sveima yfir þjóðgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband