Vodafone og sveitarfélögin á landsbyggðinni lækka eldsneytisverð niður í O kr.

Ég sá heilsíðu auglýsingu í dag í blaðinu frá Vodafone um að þeir láni fólki reiðhjól því að kostnaðarlausu við sundlaugarnar á Akranesi, Akureyri, Bolungarvík, Borgarnesi, Dalvík, Egilsstaði, Húsavík, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sauðárkrókur, Selfoss og Vestmannaeyjar. Um 400 reiðhjólum hefur verið dreift á þessum stöðum. Notendur sækja lykla á lásana inn í sundlaugarnar og skila þeim aftur eftir notkun. Þetta átaksverkefni er mikilvægt og á eflaust eftir að vekja lukku ekki síst meðal ferðamanna á stöðunum og svo vakandi Íslendinga sem eru að átta sig á gildi hjólsins og hjólreiða.

talsmadur-hjolin

Þá er bara að vona að hin alræmda íslenska skemmdarfýsn fái ekki náð taki sínu á þessu þarfa og góða átaki. Trúum því, trúum að á Íslandi sé batnandi fólki best að lifa. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband