Stöðugur og gegnsær fjármálamarkaður!

Poul Nyrup kallar hina nýja fjármála-verkfræði kasínóhagfræði og gerir greinarmun á henni og því sem hann kallar hið raunverulega hagkerfi. Það má að því leyti færa til sanns vegar að sú bókfærslu kúnst sem hefur verið stunduð í nýju fjármálaverkfræðinni er áhættusæknari að markmiðiði og leitast er í fæstum tilfellum við að ná gegnsæi eða stöðugleika. Alþjóða lánamarkaður er gott dæmi um að fjármálageirinn er ekki beinlínis gegnsær, lánamarkaðurinn er fullur af ógegnsæjum afleiðum (derivatives) og endurskilgreindum lánum (re-packaged debt).

Samkvæmt alþjóða gjaldeyrissjóðnum er magn útistandandi lána afleiða (kann ekki íslenska orðið, afsakið það - hið enska er credit derivatives) ein megin ástæða fjármálaóróans í augnablikinu þar eð upphæð útistandandi lána á alþjóða grundvelli 25 faldaðist á tíu árum (frá 1997-2007) og frá árinu 2004-2007 tífaldaðist upphæð lána í 620.200 milljarða bandaríkjadala. Allir sem að hafa lært lagið á sandi byggði hygginn maður hús (úps eða var það öfugt, á sandi byggði heimskur maður húsBlush) átta sig á að slík þróun getur aldrei orðið sjálfbær eða viðvarandi. 

Anatómía núverandi "kreppu" liggur því í samspili einkahlutafélagssjóða (private equity funds), fjárfestingarbanka og félaga sem lánað hafa áhættufé, vogunarsjóða, greiðslumats og svo gikknum sem hljóp af skotinu og sprengdi væntinga-sápukúluna, allskyns sub-prime lánum sem ameríski markaðurinn var víst fullur af (og reyndar fjármálamarkaðir mun fleiri þjóða) (þeir eru enn að auglýsa í dönsku sjónvarpi frá GE og einhverjum öðrum um lán eins og það sé bara hið besta mál).  

Í slíku ástandi er auðveldara að álykta að kenningar Joseph Stiglitz um mishverfar upplýsingar eigi betur við en nýklassískar hagfræðikenningar um fullkomið upplýsingaflæði. Stiglitz taldi að markaðshagkerfi einkenndist af mishverfum upplýsingum (sumir hefðu meiri upplýsingar en aðrir), markaðs óhófi (market abuse), innherjaviðskiptum og vöntun á trausti.

Þa er umhugsunarvert að við erum í þeirri stöðu í dag að stóru leikmenn hnattvæðingarinnar einkahlutafélagasjóðir eru svo voldugir í dag að fimm stærstu eru jafnvirði Rússneska og indverska þjóðhagkerfisins til samans.

Einkahlutafélagasjóðir Evrópu eru jafnvirði cirka 2000 milljarða danskra króna  og gætu því í raun keypt 20 Evrópusambandslönd tvisvar sinnum eða svo.

Vandinn við einkahlutafélagasjóðina er að þeir eru ógagnsæir á sama tíma og þeir eru um helmingur af hinum hnattvædda fjármálamarkaði.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Fín og áhugaverð skrif hjá þér.

Hagbarður, 24.4.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband