Af hverju er Svandís svona hljóð?

Mér er óljúft að færa stjórnmál, meira að segja sveitarstjórnar-stjórnmál niður á persónulegt plan. Ég er sérdeilis ósammála Stefaníu stjórnmálafræðingi. Ég á mjög erfitt með að sjá Björn Inga öðruvísi fyrir mér en sem sérdeilis útsmoginn stjórnmálamann. Og þegar öllu er á botninn hvolft eru það oft slíkir karakterar sem að verða ofan á í stjórnmálum. Hann er bíræfinn skákmaður. Ég veit ekki betur en að hann hafi í aðkomu sinni að málum REI og orkuveitu Reykjavíkur verið mjög hlynntur ævintýramennsku í viðskiptum með orkumál. Mér fannst ræða hans í gær bera þess merki og verð mjög hugsi yfir viðsnúningi hans í málum með sölu REI til Green Energy.  Ég er sannfærð um að meira liggur að baki. Formaður flokks hans hefur örugglega talað hann til. Framsóknarflokkurinn er í vörn eftir útreið síðustu alþingiskosninga og á harma að hefna við sjálfstæðisflokkinn, það er gjörsamlega rakið. Mér hefur alltaf þótt Dagur hafa leiðtogahæfileika en spyr nú sjálfa mig hverju það sæti, að Svandís Svavarsdóttir sem hefur verið leiðtogi umræðunnar um álitamál sem leiddu til stjórnarrofsins er einungis staðgengill. Hún er hljóð. Hvað veldur. Ég held að Vilhjálmur hafi verið gerður að blóraböggli tækifærissinnanna á meðan að samstarfsmenn eins og Björn Ingi hafa nýtt tækifærismennsku sína til að lifa af.

Íslenskir stjórnunarhættir í opinberum stofnunum jafnt sem pólitík bera þess jafnan merki að það þarf að slökkva elda. Ég hef verið í starfi á slíkum stað og ég tel að margir landar mínir hafi og upplifað slíkt. ÉG get ekki varist að kinnka kolli yfir staðhæfingum Gísla Marteins um að slíkir starfshættir hafi verið viðhafðir.  Ég óska nýjum meirihluta velgengni í starfi sínu fyrir Reykjavíkurbúa og trúi á að réttlætiskennd oddvita þeirra verði höfð að leiðarljósi í starfi þeirra. En hvernig væri nú í eitt skipti fyrir öll að uppræta "slökkva elda" stjórnunarstefnu sem allt of lengi hefur fengið að lýðast, flestum til ama. Látum verkin tala og verum einlæg.


mbl.is „Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er svo sammála þínum pistli

þú sagðir sem ég er einmitt að hugsa

ég finn til með Vilhjámi hann var aflífaður og á sér ekki neina framtíð í pólitík meir.

Kristín (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Dagur er einfaldlega oddviti stærsta flokksins í samstarfinu og þar sem sjálfkjörinn borgarstjóri.  Hann hefði þurft að vera mjög hæfileikalaus til að fá ekki borgarstjórastólinn við þessar aðstæður.  Hann er hins vegar klár strákur og mun örugglega leggja sig allan fram.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.10.2007 kl. 23:21

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Dagur er flottur fulltrúi sammála því. Fyrir utan að vera myndarlegur er hann málefnalegur sem skiptir höfuðmáli.

Anna Karlsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:39

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Gamli góði Villi lét Björn taka sig í bólinu.  Eitt verð ég að segja um málflutning Villa.  Hann stenst ekki nánari skoðun.  Villi og vinir stofna REI til að flytja út íslenska þekkingu og hjálpa bágstöddum.  Villa og öllum finnst þetta frábær hugmynd.  Stuttu seinna koma nokkrir duglegir bankastrákar og biðja Villa að hætta þessu.  Þeir séu líka í svona hugleiðingum og geti ekki hugsað sér ríkisstyrkta samkeppni. 

Villi er vænsti kall og samþykkir sameiningu við fyrirtæki strákanna.  Topparnir í OR sjá þarna tækifæri til að græða (kaupréttarsamningar) og eru til í þetta.  Allt verður þetta að fara mjög hljótt til að Svandís fari ekki með málið í fjölmiðla og Gísli Marteinn má heldur ekki vita neitt því bankastrákarnir eru ekki hans vinir. 

Svo þegar allt kemst upp á nokkrum huggulegum fundum verður Gísli Marteinn fúll og vill bara selja allt saman.  Villi segir það stóð alltaf til og vill bara líka selja strax.  Selja og græða 10 milljarða handa borgarbúum.  Ekki slæm jólagjöf það.  

Það stóð sem sagt alltaf til að Villi seldi eigur borgarbúa einhverjum vinum sínum.  Halló Ráðhús Reykjavíkur, jörð kallar.   

Björn Heiðdal, 11.10.2007 kl. 23:55

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Dagur er 2+1.

Björn Heiðdal, 11.10.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband