Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Háskólatengsl við Brasilíu

Ég lýsi hérmeð eftir frekari upplýsingum um Ingvar Elíasson haffræðing (held að það sé nafn hans) sem gerði garðinn frægan í Brasilíu og byggði upp öfluga haffræðideild við Háskólann í Sao Paulo um miðbik síðustu aldar.

Er í skýjunum af því að ég fæ líklega að skoða verksmiðjuna sem vinnur eldsneyti úr babassahnetunum (sjá umfjöllun fyrr í þessu bloggi).

Hér er tengillinn við Háskóla-tilraunastofuna í Ríkisháskóla Campinas (Universidade estadual de Campinas) sem ég verð við. Hún er innan skipulagsverkfræðideildar háskólans og er helguð sjálfbærri þróun (samspili félagshátta, skipulags og tækniþróunar). 

 


Aðgengilegt viðskiptasvæði

Gaman að sjá að nú á að gera skurk í að tengja eyjaríkin í Karabíska hafinu við Ísland, viðskiptalega, og þróunarsamvinnulega með Barbados sem útgangspunkt. Við eigum margt sameiginlegt með þessu fólki en það er líka annað sem er verulega frábrugðið. Barbados er vænlegur útgangspunktur bæði tungumálalega en líka sögulega þar eð eyjan er gömul bresk nýlenda og viðskiptamenning því ekki ólík þeirri sem við þekkjum þó með afrískum afbrigðum sé.

 Ég held að þar liggji bæði heilmikil tækifæri fyrir Íslendinga og "Bajans" (þeir eru kallaðir það á Barbados) ásamt fleiri Karíbahafs-svæðum.

Það er alveg öruggt að hægt er að virkja sólarorku, sjávarorku og fleira á eyjunum, þó ég geri mér ekki grein fyrir hvort Íslendingar hafi neina sérþekkingu á því sviði. 

Ég er mjög spennt fyrir því að við leggjum lóð á vogarskálarnar til að uppræta heimilisofbeldi og skapa börnum einstæðra mæðra meiri möguleika en nú er, stuðlum að auði í krafti kvenna meira en arfleifð nýlenduveldis breta þarna á eyjunni stuðlar að nú. Fjölskyldustrúkturinn þarna er víða sérstakur.

Þar býr og starfar íslensk kona sem ég held að eigi framtíðina fyrir sér. Hún heitir Hildur Fjóla og er að vinna við Unifem. Hún var með mjög fínan fyrirlestur rétt eftir áramót um ástand mála á þessum slóðum.

 Það er aldeilis hægt að gera margt. Ég hlakka til dæmis til að fá almennilegan hrásykur þegar þeim viðskiptatengslum er komið á, og múskathnetur (ég er að verða búin með birgðarnar frá því ég var þar í sumar)...., elstu rommtegund Karabíska svæðisins , mangó og fleira. Ég er þó ekki viss um að við föllum fyrir "breadfruit".Wink

Svo er líka verulega áhugaverður flötur á menningarsamskiptum af ýmsum toga. Mæli t.d með verkum Ras Ilix Heartman frá St.Andrews.  Hann er með heimasíðuna www.diaspora-now.com

eða dreifþjóð nú! 


mbl.is Utanríkisráðherra til Barbados í lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt Euroinvestor um Krakk kaupþings

Danskur vinur minn sem kaupir hlutabréf endrum og sinnum sendi mér upprunalegu fréttina sem hefur valdið fjaðrafoki meðal yfirmanna Kaupþings. Ég ætla ekki sjálf að taka afstöðu til hennar. Mér finnst fjölmiðlar hér hafa fjallað um fréttina en ekki um raunverulegt innihald. Veit bara að Kaupþing hefur verið áhættusækin fjármálastofnun, en veit líka að þungamiðja viðskipta þeirra er ekki á Íslandi lengur (heldur erlendis).

Hér er hin upprunalega frétt sem olli fjaðrafoki.

Hún gengur út á að smá banki á Fjóni (sem ég held að sé uppspuni hins magnaða ráðgjafa sem vitnað er í) þar sem spilling hefur farið fram sé mun skárri en Kaupþing banki. Svolítið sérkennileg framsetning og samanburður.

Sem viðskiptavinur bankans er manni auðvitað ekki alveg rótt í kjölfar svona spekúlasjóna. En svo, þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta kannski eins og boomerang - spákaupmennskan spekúlasjónirnar berast á milli og hver fjármálaspekúlantinn spáir hinum dauða - út frá konseptinu: Jú við höfum verið svolítið djarfir en sjáið Jóa hann hefur verið miklu djarfari og hvar er hann nú staddur.

Humm, maður veit ekki alveg hvað maður á að hugsa þegar svona er komið. 

Væri ekki bara einfaldara og ódýrara að taka sandkassa-slaginn á einhverjum niðurlögðum róluvellinum? 


Sótspor skipafélagsins Mærsk meiri en alls Danaveldis

Mærsk fánaberi danskrar fyrirtækjaflóru, eitt stærsta flutningafyrirtæki heims stendur fyrir meiri útblæstri kolefnis (Co2) á ársgrundvelli en allt danaveldi og ólíkar athafnir borgara þess. Þetta er hálf lygilegt að einstaka fyrirtæki geti verið meiri mengunarvaldar en heilu þjóðríkin, þó ekki þegar litið er til alþjóðasamsteypumyndunar og hnattvæðingar efnahagslífs.

Danir sem voru fyrsta þjóðin til að stofna umhverfisráðuneyti og hafa jafnan talið sig í fararbroddi í Norður Evrópu hvað varðar þennan málaflokk eru orðlausir yfir þessu, eru að átta sig á umfangi málsins eftir að bresk dagblöð flettu ofan af því að fyrirtækið stendur fyrir um 5% útblásturs kolefna á heimsvísu (á ársgrundvelli). Það er allnokkuð þegar um aðeins eitt fyrirtæki er að ræða.

Umhverfisráðherra dana, Connie Hedegaard hótar nú að setja ný lög. Málið er að útblástur fyrirtækisins er ekki reiknaður í útblásturskvóta þjóðarinnar, en eins að skipaumferð er ekki tekin með í viðskipti um kolefniskvóta samkvæmt tillögu Evrópuráðsins (EU-commission). Útreikningar á sótsporum eru því villandi í heildina ef flutningastarfsemi heimsins (sem er allnokkur) er ekki tekin með í reikninginn.

Þetta umtalaða magn útblásturs er meira en blæs út í álfunni Afríku á ársgrundvelli. 

Ætli umhverfisráðherrann leggji útblástursgjöld á fyrirtækið? Ætli alþjóðaflutningsgjöld hækki þegar að þetta mál verður í deiglunni innan ríkisstjórna sem og á yfirþjóðlegum vettvangi á komandi misserum? 

Eina jákvæða sem ég sé í hugsanlegri hækkun alþjóðaflutningsgjalda er að það gæti breytt að mínu mati öfugsnúnum reiknilíkönum sem sjá hagnað í því að flytja út hráefni(t.d fisk og margt annað) til Kína og skipa því aftur fullunnu til Evrópu og Ameríku ódýrar en ef varan hefði unnist á heimaslóð. 

Þessi umfjöllun kom fram í sunnudagsblaði Berlinske. Sunnudaginn 10.febrúar.2008, á baksíðunni Back2business 


Arfa-lélegar ferðaauglýsingar! Part I

Ég skil hreinlega ekki hvaða auglýsingastofur vinna fyrir sumar ferðaskrifstofur. Það eru greinilega ekki frjóustu hausar þeirra sem fá að krafsa í ferðaauglýsingar.

Ein þessara arfalélegu auglýsinga birtist frá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn í blöðum í morgun. Það er eins og skrifstofan telji mögulega viðskiptavini og ferðamenn á þeirra vegum einhverja grasasna. Eins gefa þeir sig ekki út fyrir að vita allt of mikið um áfangastaðinn sem þeir eru að auglýsa ferðir á samanber mynd að neðan.

Sjá baksíðu fréttablaðsins

Hið athyglisverða er að titill auglýsingarinnar er framandi fegurð í Tyrklandi. En ekkert á myndinni gefur til kynna framandi fegurð. Stelpan sem er voða flott í bikini virðist nýstiginn út úr brúnkukremssprautun og hið ægilega spennandi land sem á að fara til birtist í klettagarði við strönd, það er allt. Stelpan hrukkar sig meira að segja á nefinu á meðan hún heldur á skilti sem á að sýna hvað það eru mikil kostakaup í að fara til Tyrklands. Andlitsviprurnar gefa til kynna að hún sé að blöffa, plata viðskiptavininn til að fara á auðnulega strönd þar sem ekkert er nema ef vera skyldi einmana pálmatré, stórskorinn brúnkusprautaður norðurlandabúi og ef til vill ævintýramaður í fallhlíf við sjóndeildarhringinn. Mér sýnist meira að segja bakgrunnurinn bara vera lélegt leiktjald sem aumingja stúlkunni hefur verið komið fyrir framan á meðan á myndatöku stóð.

Ekki beinlínis til þess fallið að freista fólks - eða fá það til að taka spennu-andköf..Váaa! 

En hvernig ætli Tyrkir sjálfir auglýsi Tyrkland?

Turkeyimage Turkish Airlines auglýsir Tyrkland á fornum siðmenningum, arfleifð og horfna tíma (annars staðar). Verið er að vísa til þess að tíminn hafi staðið í stað og þannig verið að höfða til nostalgíu fólks um friðsæld, anda horfinna tíma. Horfðu aftur í tímann - Turkey welcomes you.

        Tyrkietimage                                   Eitthvað annað en brúnkusprautuð stelpa frá Íslandi í forgrunni.

Danir auglýsa meira að segja Tyrkland í ljósi þess að þar sé hægt að næra andann. Soulferie, segja þeir.

Ferðamálaráð Tyrklands leggur meira uppúr menningu, innviðum, náttúru en trash-túrisma sem íslenskar sólar-ferðaskrifstofur virðast vera svo hrifnar af.

Velkomin til Tyrklands

Hvað er eiginlega að íslendingum og lítið björtum hausum auglýsingastofa. Er þetta kuldinn og veðrið úti sem gerir auglýsingamenn svona bjartsýna á að neytendur muni bara gleypa við feiklegri freistingaauglýsingu!

Standið ykkur betur í framtíðinni! Neytendur sjá í gegnum svona húmbúkk! Sýnið ferðaskrifstofur að þið búið yfir þekkingu í staðinn fyrir svona skrum. Vekjið áhuga fólks með innihaldi fremur en yfirborði.

Auglýsendur vinnið vinnuna ykkar betur!


Karlmenn haga sér betur í návígi við konur!

 Ég var stödd á athyglisverðum hádegisverðarfundi rannsóknarstofu í kvenna og kynjafræðum þar sem Alyson J.K Bailes gestakennari í stjórmálafræði við HÍ var með erindið:  New Dimensions of Security - are they good for women and are women good for them?

Þó stjórnarseta kvenna í fyrirtækjum væri ekki viðfangsefnið var einn spyrjenda úr sal að velta þessu fyrir sér í tengslum við norsku leiðina og vildi fá álit Alison.

Þar kom fram að eftir fremur hávær mótmæli um kvótaleiðina í Noregi hefðu flestar raddir hljóðnað strax um ári eftir að lögin voru innleidd, einfaldlega vegna þess að hagnaður fyrirtækja með aukin fjölda kvenna við stjórnvölinn hafði aukist að meðaltali um 15-20%.

Þetta var athyglisvert og tilgáta stjórnmálafræðingsins sem mér finnst bráðsniðug, var að karlmenn reyna að standa sig betur þegar að konur eru í návígi og þeir haga sér betur, leyfa sér síður að verða kærulausir og fara á fyllerí saman eða horfa á fótbolta á stjórnarfundum.

Þetta var auðvitað sagt í gríni en það er eitthvað um þetta samt! Mér fannst þetta allavega bráðsniðugt. Eins og Alyson sagði, þetta er ekki spurning um að konur þurfi ekki á karlmönnum að halda, það þurfum við svo sannarlega eða að minnsta kosti ég, þetta er spurning um að vinna saman.


mbl.is Kynjakvóti bundinn í lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætli Kaupangur hafi upprunalega keypt lóðirnar á?

232 milljónir er mikið fjármagn. Ég fagna þó því að húsin verði friðuð. Ætli þetta séu eignalóðir?

Fór bara að pæla í þeim litla tilkostnaði sem kaupangur ehf. hefur haft af lóðinni. Varla hefur kostað fleiri tugi milljóna að láta menn mæta með kúbein og láta teikna hótel. Bara að spá....!!


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rífum morgunblaðshöllina!

Einhvern veginn svona munu hvatningarorð hljóma meðal íslenskra borgara eftir um tvo áratugi þegar að húsið við Ingólfstorg verður álitinn orðinn kumbaldi einn, þar sem hýst hefur verið svo fjölbreytilegri starfsemi í gegnum tíðina að lítið sé orðið eftir af upprunalegu sixties/seventies looki hennar.

Morgunblaðshöllin skyggir á eina helstu perlu miðborgarinnar sem gerir húsasögu Reykjavíkur skil - Grjótaþorpið, sem einmitt tókst að bjarga á sínum tíma með virkum mótmælum borgara þegar stórvirkar vinnuvélar fóru að byggja hina sömu morgunblaðshöll og ryðja gömul hús á reitnum. Þetta munu væntanlega verða rökin!

Menningarlandslag. Borgarlandslag er og mun alltaf verða "palimpsest". Uppskafningur öðrum orðum.

Hugtakið er upprunnið í skrifum miðalda. Vísar til þess er sama skriftaflan var notuð oft án þess að vera þrifin almennilega á milli skrifta. Þannig mynduðust með tíð og tíma  lög eftir lög af skrifum. Hugtakið er því notað sem myndlíking og stendur fyrir ferli breytinga á landslagi, þar sem notendur/ábúendur þess ,,skrifa í það”/ laga það að sér án þess þó að eyða ummerkjum fyrri notkunar.

Það krefur okkur samt um að forgangsraða og eitt er víst að nýbreytni í borgarlandslaginu er nauðsynleg í bland við verndun gamalla mannvirkja.

Mér finnst rökin sem hníga að því að húsin á laugaveginum sem á að rífa eða flytja vegna þess að þar hafi hvort eð er í gegnum tíðina verið svo voðalega fjölbreytileg atvinnustarfsemi sem breytt hafi ásýnd húsanna, afar léleg rök. 

Ef við hugsum um húsaröðina í heildstæðu samhengi þá eru það afar léleg rök, líka þegar við hugsum til annarra borga sem risið hafa uppúr öskustónni að miklu leyti vegna þess að gamlar hnignandi byggingar hafa gengið í gegnum endurnýjun líftíma með því að þau voru gerð upp og urðu þannig lifandi minjar í notkun.

Fréttamennska af málinu um byggingarnar er reyndar afar sérkennileg, faðir minn sem býr við Klapparstíg, benti mér á þetta. Hann sagði: Af hverju er verið að fela hverjir eru þessir lóðaeigendur sem ætla að byggja þarna hótel. Afhverju eru þeir ekki nafngreindir. Eru stjórnmálamennirnir í ráðhúsinu að ganga erinda þeirra?  

Afhverju eru LÓÐAEIGENDURNIR aldrei spurðir hvaða hagsmuni þeir hafi og hverjar fyrirætlanir þeirra séu. Eru þetta einhverjir huldumenn?

Mér fannst þetta nú eiginlega svolítið góð spurning.


Að tryggja innlit!

Alveg eins og í bloggheimum eru ferðaskrifstofur á netinu í meira og meira mæli að standa fyrir ýmiskonar kosningum eða þrautum til að tryggja innlit á síðurnar sínar. Ferðaskrifstofan IgoUgo stendur fyrir skemmtilegum spurningakeppnum um staði sem heitir off the map. Þar er skoðendum/viðskiptavinum boðið að bera kennsl á staði. Hér er t.d ein skemmtileg. Spurt er hvar er þessi jarðlög að finna?

Off_the_Map_Two-L Ég myndi giska á að þau væru á eyjunni Gabriola í eyjabeltinu undan strönd Bresku Kólumbíu en ég er ekki alveg viss þó. Kannski geta einhverjir jarðfræðingar svarað þessu betur en ég.

Hér er önnur sem allavega nemendur mínir ættu að geta svarað!!

Hvar eru þessar stúlkur staddar?

stulkurstaddar Annars má líka skoða þetta á slóðinni.


Sannfærð um að um millibilsástand sé að ræða!

Þó ég sé engin fjármálaspekingur (og svo langt frá því) er ég samt orðin vön að lesa í hagrænt landslag, og sé að miklu fleiri vísbendingar eru um að ólgan á hlutabréfa- og fjármálamörkuðum er millibilsástand sem ég vona svo sannarlega að stóru fjárfestarnir sem þeir smáu hér á Íslandi (ég er auðvitað ekki óhlutdræg þegar kemur að hagrænni landfræði) beri gæfu til þess að koma ekki of illa út úr ólgusjónum, það verður logn eftir stórviðrið. Þetta er liður í uppstokkun sem á sér stað í öllum greinum efnahagslífs og atvinnulífs eftir ákveðin tíma. Um aldamótin (fyrir örfáum árum) sáum við væntingavísitölu falla mjög hratt í hugbúnaðargeiranum. Hann náði að reisa sig við á nýjum forsendum eftir uppstokkun geirans víða um heim. Þetta er að gerast í fjármálageiranum í augnablikinu. En það mun rofa til...fyrr eða síðar.
mbl.is Markaðurinn að jafnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband