Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Það þarf samstöðu þjóðríkja í alþjóðasamfélaginu...

Upplýsingaskiptasamningur norrænu ríkjanna við Cayman Eyjar vekur upp vonir um að aukinn þrýstingur þjóða á skattaskjól, vegna efnahagskreppunnar, muni leiða til þess að ríki sem hafa byggt atvinnuþróun sína á vistun fyrirtækja með skattaívilnunum muni smám saman vera knúin til að veita upplýsingar til að skapa sér traust gagnvart alþjóðasamfélaginu.

Margir hafa miklar væntingar til næsta fundar 20 stærstu iðnvelda heims sem ætla nú í annað skiptið að hittast á nokkrum mánuðum til að ræða aðgerðir til að stemma stigu við spákaupmennsku og hamla að grafið sé ennfrekar undan fjármálakerfi hins samtengda heimshagskerfis. 

Ég verð því miður að lýsa yfir að ég ber ekki miklar trú í brjósti til að það takist miðað við hvað menn ætla sér skamman tíma í slíkar viðræður. Þegar að hist var fyrst í Sao Paulo á undirbúningsfundi, og síðan í Washington um miðjan Nóvember spjölluðu fulltrúar þjóðanna saman í hálfan dag. Það er allt of skammur tími til að ná nokkru öðru en einhverskonar yfirborðskenndum sáttmála um markmið. Slíkar viðræður þurfa miklu lengri tíma til að sameinast verði um beinar aðgerðir sem flestir geta fallist á og unnið saman að. 

Sem dæmi tók um fimm daga að móta Bretton Woods samkomulagið á sínum tíma og það var örugglega frekar strembið og hálf stuttur tími.

Ríki heims þurfa að ná samstöðu um nýja ramma fyrir fjármálageirann til að alþjóðavætt viðskiptalíf geti orðið hreinsað af tortryggni og til að traust skapist á ný.

g20_map3


mbl.is Samþykkt að veita upplýsingar um skattaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar þrengir að er erfiðara að feika ársreikningana

Nýlega uppkomið mál IT factory og viðskiptaflóttamannsins Stein Bagger setur ýmislegt misjafnt úr viðskiptalífinu í skýrara samhengi. Eins og oftlega hefur komið fram í umræðum að undanförnu er auðveldara að stýra skútu í lygnum sjó en mun erfiðara að stýra fyrirtæki þegar á móti blæs. Danskir sérfræðingar eru nú uggandi um að mál IT-factory og Stein Bagger sé bara hið fyrsta í röð margra sem eiga eftir að vera flett ofan af á næstunni í dönsku þjóðlífi, í afar athyglisverðri grein um persónuleikabresti forstjórans fræga og stjórnunarhætti hans.

Svo virðist sem að Stein Bagger eigi sér tvífara í íslensku viðskiptalífi. Aðal strategía hans við stjórnun var að halda upplýsingum og mannaforráðum aðskildum. Hann varð brjálaður ef að hann upplýsti t.d starfsmann um einhverjar fréttir innan fyrirtækisins og starfsmaður sagði öðrum samstarfsmönnum frá. Þannig byggði hann upp ógnarstjórn þar sem að hann gat stýrt og stellað með starfsmenn sem væntanlega bara hafa verið hræddir og hann gat manipulerað með upplýsingar, t.d tókst honum nánast óaðfinnanlega að halda stjórn fyrirtækisins í skugganum þannig að þeir sem þar sátu og voru í raun ábyrgir fyrir glæpsamlegu atferli forstjórans höfðu ekki raunverulega innsýn í hvað átti sér stað í fyrirtækinu. Ég veit t.d um forstjóra eins ferðaþjónustufyrirtækis að hann heldur uppi slíku ógnarvaldi, reyndar kannski ekki vegna þess að hann sé að svindla á bókhaldinu (það veit ég ekkert um) en vegna þess að hann er með brókarsótt (það er alvarlegur sjúkdómur þegar maður er stjórnandi).

Hann heldur starfsfólki í fyrirtækinu í gíslingu með því að gera það paranoid, hvíslar í eyra þeirra að ef hann heyri um þá að þeir séu að tala með gagnrýnum hætti um daglegan gang fyrirtækisins fái það að fjúka. Þannig verða starfsmenn meðvirkir því í raun hafa þeir ekkert val. Svona starfshættir leiðtoga lýsa best óhæfum stjórnanda.

Svo virðist einnig sem að reikningshald IT-factory hafi verið óaðfinnanlegt, en stjórnin hafði ekki komið sér upp bókhaldsnefnd sem voru tengiliðir við endurskoðendafyrirtækið. En slíkt getur rekið varnagla í svindlstarfsemi ef hún á sér stað en þá eru það fulltrúar stjórnar og ekki bara forstjórinn sem er í beinum tengslum við endurskoðendur. Í greininni er vitnað í hagfræðinginn Kenneth Galbraith sem sagði í danskri þýðingu "Det regnskaberne ikke fanger, fanger recessionen".

Greinin er í Information og hér að neðan eru bútar úr henni. Það er spurning nú hvort að við lifum einnig á svipuðum borgarísjaka og danir hvað varðar bókhaldssvindl fyrirtækja?

- Så bestyrelsen gjorde alt, hvad denne kunne op til IT Factorys konkurs?

"Ja, det mener jeg faktisk. Man skal huske på, at Stein Bagger ikke nogensinde før har lavet noget lignende, alle revisionsrapporter var pletfrie, og når prokuraen (underskrifter og lign., red.) samtidig udadtil var i orden, så var der ikke mere, vi kunne have gjort før i dag."

Professor i selskabsret på CBS, Steen Thomsen, er enig i, at det umiddelbart ser ud til, at bestyrelsen formelt set har gjort, hvad der står i dens magt.

"Om økonomidirektøren kan man måske tale om, at der er et skærpet ansvar, hvis hun virkelig ingenting har sat sig ind i. Men bestyrelsen kan ikke gardere sig mod alle sager," siger han, men tilføjer samtidig, at bestyrelser meget nemmere kan undgå erhvervsskandaler som IT Factory, hvis de nedsætter et revisionsudvalg, der står for kontakten til revisionsfirmaer.

"Så kan bestyrelsen tage sig af strategi og langsigtet planlægning, mens revisionsudvalget tager sig af de tidskrævende juridiske implikationer," siger han og peger på, at kun omkring 10 procent af de børsnoterede virksomheder i dag har et revisionsudvalg.

Det får også Steen Thomsen til at forudse, at de kommende år vil byde på flere erhvervsskandaler med virksomheder, der må lukke og slukke, fordi de har bevæget sig på kanten af - eller som IT Factory - på den anden side af loven.

"I lavkonjunkturer som den, vi går ind i nu, sker det altid. For i højkonjunkturer kan kriminelle handlinger og dårlige dispositioner. Men når det strammer til som nu, hvor det er sværere at låne penge, sværere at sælge og mange virksomheder komme i økonomiske problemer, så blive de uforsigtige beslutninger også meget tydeligere. Mange virksomheder er i risikozonen lige nu, og derfor vil vi også i den nærmeste fremtid se flere virksomheder med problemer a la de, IT Factory har lige nu," siger Steen Thomsen og slutter af med et citat af økonomen John Kenneth Galbraith:

"Det, regnskaberne ikke fanger, fanger recessionen."

 

 


mbl.is Rúmlega 1100 tilkynningar á þremur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurskoðum endurskoðendur!!!!!

Fagheitið löggiltur endurskoðandi er lögverndað starfsheiti. Ég hef ekki kynnt mér sérstaklega hvaða hæfniskröfur aðrar en sérstaka viðskiptafræðilega menntun á háskólastigi þurfi að hafa til að geta starfað sem endurskoðandi, hvorki í dönsku né íslensku samfélagi.

Hitt er annað mál og lítið hefur verið vikið að því að með öllum þeim spilaborgum af fyrirtækjum sem eru að hrynja þessa dagana vegna svindls og svínarís hefur lítið verið spurt út í þátt endurskoðendanna sem ár eftir ár undirskrifuðu ársreikninga og svei mér jafnvel hjálpuðu til með að láta bókhaldið líta vel í ýmsum tilfæringum.

Hippókratesasareiðurinn er velþekktur í læknasamfélaginu. En ætli löggiltir endurskoðendur þurfi að fara í votta viðurvist með eitthvað svipað.

Ég tel það þarft. 

Jafnframt því sem ég tel þarft að skoða nánar í saumana á starfsemi alþjóða endurskoðenda fyrirtækja eins og KPMG því þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir verða hugsanlega uppvísir að rotnum viðskiptaháttum, sbr. hrun Andersen Consult fyrir rúmum áratug.

 


mbl.is Danskur forstjóri stakk af með 12 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira að segja auðug olíuríki með góðar innistæður mega vara sig!

Fréttir um að hremmingar á fjármálamörkuðum séu ekki yfirstaðnar óma víða og hafa ýmsa birtingarmynd eftir því hvað um er fjallað.

Bankar fara á hausinnn vegna kæruleysislegra (lemfældige) útlánastefna, bankar reyna að fjármagna sig í meira mæli við að hvetja til sparnaðar og fá þannig innlán.

En þeir sem eiga peninga og leggja peningana sína inn eiga líka  í vök að verjast eins og fréttin Börsen um tap Norsku olíuþjóðarinnar á 166 milljörðum norskra króna, sýnir.

Norski olíusjóðurinn er sparifé Norðmanna og hingað til hefur þjóðin sýnt mikla forsjá í að geyma frekar en eyða arðinum af aðal fjármagnsuppsprettu þjóðarinnar.  Ástæða hrakfarana! Erlendar fjármálastofnanir, nánar tiltekið Fannie Mae og Freddie Mac haga sér eins og spilavíti með peninga annarra.

Sjá frétt

Í kjölfar svona frétta má spyrja sig: Hvernig á fólk eiginlega að treysta fjármálastofnunum fyrir peningunum sínum ef það á einhvern sparnað? Er hægt að líkja fjármálaspekingum og bankafólki sem að veitir ráðgjöf um meðferð fjár annara við annað en krókódíla í fenjum sem að vaða þarf yfir?


mbl.is Hremmingar ekki yfirstaðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskir bankar byrja að riða til falls

Vinur minn hringdi í mig í morgun með skelfilegar fréttir. Roskilde bank, bankinn hans búin að gefast upp og hann með innfrosnar eignir í fjármálastofnuninni. Hann sagði marga borgara bæjarins ganga um framlága, mikið af eldra fólki búið að missa fleiri miljónir í ævintýri bankans. Einhverju hafði honum tekist að ná út þó en allur lífeyrissparnaður hans væri þar og hann væri hræddur um að missa hann. Við göntuðums með að spádómar hans um að íslensku bankarnir yrðu fyrstir hefði víst ekki gengið eftir. Hann taldi fleiri danska banka muna fylgja í kjölfarið og aðallega þá minni sem hefðu tekið mikla áhættu í húsnæðis og byggingaútlánum. Amager bank hafði til dæmis lánað mikið í uppbyggingu Islands brygge en þar stæðu nú gapandi tóm sem enginn eða fáir vildu fjárfesta í.

Þar eð ég held að ríki eins og Danmörk séu ekki á vonarvöl þrátt fyrir fjármálakreppu sem blæs þar eins og annars staðar tel ég að hann þurfi nú ekki að óttast að missa lífeyrissparnaðinn sinn. Statens garantifond mun örugglega hlaupa undir bagga. Engu að síður er viðburður sem þessi alvarleg áminning fyrir borgara um að treysta ekki um of innlánum sínum hjá bönkunum ef að hrina bankagjaldþrota blasir nú við.

Information hafði þetta um málið að segja

Berlinske telur að aggressivir smábankar fylgi í kjölfarið 

Danir hafa löngum spáð íslendingum óförum í fjármálum í tengslum við fjármálakreppuna sem nú geisar, en sá hlær best sem síðast hlær. 

Fáar fjármálastofnanir hvort sem þær eru í Danaríki, Íslandi, Bandaríkjunum eða annars staðar, eru óhultar um þessar mundir - það sýnir dæmi Roskile bank best fram á. 


Munur á -jónum og -jörðum!

Það er eitthvað misræmi í þessari frétt. Morgunstund gefur gull í mund. Ætla að gera sólaræfinguna eins og kínverjarnir nágrannar mínir sem opna gluggann til austurs og fagna sólaruppkomu.Smile
mbl.is Hagnaður Glitnis 5,9 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugur og gegnsær fjármálamarkaður!

Poul Nyrup kallar hina nýja fjármála-verkfræði kasínóhagfræði og gerir greinarmun á henni og því sem hann kallar hið raunverulega hagkerfi. Það má að því leyti færa til sanns vegar að sú bókfærslu kúnst sem hefur verið stunduð í nýju fjármálaverkfræðinni er áhættusæknari að markmiðiði og leitast er í fæstum tilfellum við að ná gegnsæi eða stöðugleika. Alþjóða lánamarkaður er gott dæmi um að fjármálageirinn er ekki beinlínis gegnsær, lánamarkaðurinn er fullur af ógegnsæjum afleiðum (derivatives) og endurskilgreindum lánum (re-packaged debt).

Samkvæmt alþjóða gjaldeyrissjóðnum er magn útistandandi lána afleiða (kann ekki íslenska orðið, afsakið það - hið enska er credit derivatives) ein megin ástæða fjármálaóróans í augnablikinu þar eð upphæð útistandandi lána á alþjóða grundvelli 25 faldaðist á tíu árum (frá 1997-2007) og frá árinu 2004-2007 tífaldaðist upphæð lána í 620.200 milljarða bandaríkjadala. Allir sem að hafa lært lagið á sandi byggði hygginn maður hús (úps eða var það öfugt, á sandi byggði heimskur maður húsBlush) átta sig á að slík þróun getur aldrei orðið sjálfbær eða viðvarandi. 

Anatómía núverandi "kreppu" liggur því í samspili einkahlutafélagssjóða (private equity funds), fjárfestingarbanka og félaga sem lánað hafa áhættufé, vogunarsjóða, greiðslumats og svo gikknum sem hljóp af skotinu og sprengdi væntinga-sápukúluna, allskyns sub-prime lánum sem ameríski markaðurinn var víst fullur af (og reyndar fjármálamarkaðir mun fleiri þjóða) (þeir eru enn að auglýsa í dönsku sjónvarpi frá GE og einhverjum öðrum um lán eins og það sé bara hið besta mál).  

Í slíku ástandi er auðveldara að álykta að kenningar Joseph Stiglitz um mishverfar upplýsingar eigi betur við en nýklassískar hagfræðikenningar um fullkomið upplýsingaflæði. Stiglitz taldi að markaðshagkerfi einkenndist af mishverfum upplýsingum (sumir hefðu meiri upplýsingar en aðrir), markaðs óhófi (market abuse), innherjaviðskiptum og vöntun á trausti.

Þa er umhugsunarvert að við erum í þeirri stöðu í dag að stóru leikmenn hnattvæðingarinnar einkahlutafélagasjóðir eru svo voldugir í dag að fimm stærstu eru jafnvirði Rússneska og indverska þjóðhagkerfisins til samans.

Einkahlutafélagasjóðir Evrópu eru jafnvirði cirka 2000 milljarða danskra króna  og gætu því í raun keypt 20 Evrópusambandslönd tvisvar sinnum eða svo.

Vandinn við einkahlutafélagasjóðina er að þeir eru ógagnsæir á sama tíma og þeir eru um helmingur af hinum hnattvædda fjármálamarkaði.   

 


Á tímum græðginnar!

Kæru samlandar!

 Ég hitti fyrrverandi landsföður og forsetisráðherra dana á mánudagsmorgun Poul Nyrup Rasmussen þar sem hann rakti með eigin orðum framgang fjármálaspekulanta í skjóli  frjáls hnattvædds hagkerfis þar sem beinar erlendar fjárfestingar og ekki síst ný fjármálaleg verkfræði (keine hexerei) þróaðist. Poul Nyrup hefur skorið upp herör gegn sérstaklega fjármagnssjóðum (capital funds). 

 Ég ætla að fjalla frekar um bæði nýja bók sem hann var að gefa út um málefnið, nýtt frumvarp sem hann hefur lagt fyrir Evrópusambandsþingið um málið og fyrirlesturinn á næstu dögum.

Ég ber mikla virðingu fyrir Björgólfi vegna þess að hann er sannur en eftir stendur samt smá vandamál þegar hann heldur fram að þjóðin eigi nú að koma sér upp þjóðarsjóð, í ljósi yfirstandandi kreppu. Vandamálið er að íslendingar hafa verið að upplifa að gömlu fyrirtækin sem á vordögum lýðveldisins urðu einmitt til vegna krafta og hlutabréfakaupa almennings voru tæmd af verðmætum í sameiningum og yfirtökum, stokkuð upp í minni hluta rekstrarstarfsemi og eitthvert fjárfestingarfélag að baki starfseminni (group eitthvað). Icelandair er gott dæmi og svo væri hægt að halda áfram. Allt þetta hefur orðið til þess að allir með smá reynslu og eitthvað milli eyrnanna ættu að vera skeptískir.

Það sem eftir stendur er að með löggiltri bókfærslu með kreatívum töktum hafa mörg stoðfyrirtækja íslendinga verið tæmd að auði á síðastliðnum misserum. Hvernig er hægt að endurvekja trú almennings á samhug á þeim forsendum? 

 

 


mbl.is Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hliðstæða við fjármálakreppuna í Asíu 1996/7

Ég hef ekki trú á að núverandi fjármálakreppa muni standa lengur en eitt, tvö ár - en í millitíðinni getur jú margt færst á verri veg fyrir samkeppnisstöðu Íslendinga í hnattvæddu efnahagskerfi, því miður.

Eitt einkenna nútíma frelsis í alþjóðafjármálum er uppspretta nýrrar atvinnustéttar fjármálaspekúlanta sem ekki eru allir vel innrættir eins og sannast hefur. Það er fyrir tilstuðlan manna eins og Hugh Hendry og fleiri að almenningur hér í þessu landi hefur alla ástæðu til að hafa varann á gagnvart orðum og yfirlýsingum bankafólks, jafnvel yfirlýsingu stjórnvalda sem með fjármálapólitík fara í landinu.

Vörum okkur á apaeðli bindiskallanna. Margar Asíuþjóðir þurftu að súpa seyðið af viðlíka öpum fyrir rúmum áratug. Mér finnst einhvern veginn þetta lykta af svipaðri framvindu og þá.

Ég hitti einmitt í Brasilíu á dögunum mann af japönskum ættum sem að sagðist vera að upplifa góssentíð í ýmiskonar fjárfestingum í Evrópu þessa dagana. Hann elskaði svona óöryggi á alþjóða-fjármálamörkuðum, sagði hann, því þá væri windows of opportunity opið, eins og hann sjálfur orðaði það.

Í sjálfu sér skil ég alveg að fólk leiti sér viðurværis við að leita tækifæra í spekúlasjónum á fjármálamörkuðum, auk þess sem spákaupmennsku hefur ekkert smá verið hampað síðastliðinn áratug um allan heim.

Einhverra hluta vegna fæ ég eitthvað óbragð í munninn - fæ svona afætu-tilfinningu þegar ég les frétt um sérvitringinn Hugh Hendry og það sem mótíverar hann í lífinu. 


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir ekki máli hvort íslendingar eða erlendir aðilar eiga fyrirtækin!

Þetta er athyglisvert. Eftir að menn hafa í þjóðrembu barið sér á brjóst að íslendingar eigi svo og svo mikið í útlöndum, hahaha, þá eru þetta skilaboðin til almennings í landinu.

Arðsemin af fjárfestingum og starfsemi erlendis byggðar á lántökum m.a úr íslenskum bönkum flæðir ekki inn í íslenskt samfélag alias íslenskt skattkerfi.

Mörgum finnst ekki ákjósanlegt að alþjóðasamsteypur taki hér yfir atvinnulíf og fyrirtækjarekstur. Það er byggt á þeim rökum að mun meiri hætta sé á hagrænum leka þar sem slíkar aðstæður eru fyrir hendi.

...en mér er spurn - hversu verra er það þegar að íslendingar sjálfir flýja með fjármagn sitt annað og staðhæfingarnar um að velmegun þeirra sé samfélaginu til góða almennt eiga ekki við rök að styðjast.


mbl.is Segir útrásina hafa lítil áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband