Færsluflokkur: Bloggar

Lærum af mistökum úr öðrum borgum.

Ég er ein þeirra íhaldsömu sem vil gjarna að gamlar byggingar fái að halda sér í miðbænum. Við höfum séð mistök gerast víða þar sem byggingarverktakar hafa farið að spekúlera of mikið í fermetrum og fermetra verði og þannig byggt uppávið, og vissulega er það reynslan víða í öðrum borgum. Nýjar húsbyggingar geta verið flottar, engin spurning, en eins og nýbyggingar eru nú byggðar í miðbænum er lítið sem bendir til að reynt verði að halda í notalega byggð. Lærum af mistökum annara borga áður en það er orðið of seint. Reykjavík hefur ávallt verið kaotísk í byggingarstílnum það má hún gjarna halda áfram að vera, en ekki á kostnað gömlu húsanna í skuggahverfi og við laugaveginn!
mbl.is Rætt um niðurrif í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð byrjun en það erfiðasta eftir!

Frábært. Til hamingju með þetta. Þetta er sögulegt að allar aðildarþjóðir Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjamenn og kínverjar með, skuli hafa samþykkt Bali-vegvísinn. Þetta er þó einungis góð byrjun. Bali-vegvísirinn eins og hann er kallaður er einungis samkomulag um að samningaviðræður um aðgerðir í loftslagsmálum milli þjóða eigi að eiga sér stað og unnið verði í því. Það er því einungis hálfur sigur. Það erfiðasta er eftir, og verður í raun mun mikilvægara að fylgjast með þeirri framvindu. Það er að skipta byrðum milli ríkja.

 baðtúrinn sem brást

Fulltrúar yfirvalda sem munu standa í þeim viðræðum og samningaumleitunum eru ekki öfundsverðir. Þetta er svona svipuð staða og við lok síðustu heimstyrjaldar, að allir voru sammála um að leggja niður vopnin og ljúka stríðsátökum í Evrópu, en síðan var erfiðara að verða sammála um í hvaða áttir samfélagsuppbygging í kjölfar stríðs ætti að fara. Það leiddi meðal annars til byggingar Berlínarmúrsins.

Mig langar ekki til að vera svartsýn nú þegar þessum áfanga er náð. En....gerum okkur grein fyrir að það erfiðasta er eftir.Asíubúum fjölgar, ísbjörnum fækkar


mbl.is ,,Sögulegt samkomulag”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mælikvarði á velmegun?!

Vitringurinn í fjölskyldunni kom til mín fyrir nokkrum dögum og kvað bekkjarbróður sinn all-ríkan, fjölskyldu hans ríka og foreldra. Og hvernig mældir þú það vinur, spurði ég í forundran. Jú, þau eiga súkkulaði gosbrunn!!!!

Ja, það er spurning nú þegar að alda trampolín-innkaupa er liðinn og þau hvort eð er fokin út í veður og vind, hvort að það eru súkkulaði-gosbrunnar (sem auðvitað brýnasta nauðsyn hverrar fjölskyldu) er mælikvarði á velmegun vorra daga??

Ég bara velti þessu svona fyrir mér.

P.s ef einhver á aflögu gamalt fótanuddtæki, þigg ég það gjarnan. Var hvort eð er að sauma mér jólakjólinn úr gömlum gardínum!!


Spaugilegri hliðar skrifræðisins!

Blessuð kerlingin - þetta eru hrakfarir.

Ég lenti í spaugilegum rökræðum við tollverði og lögreglu Boston flugvallar í fyrra þegar ég dró unglingsson minn með til Ameríku. Hann hafði ekki verið í álfunni síðan að við bjuggum í Kanada 1998, og einhverra hluta vegna hafði hann samkvæmt upplýsingum tollayfirvalda týnst í Bandaríkjunum það ár.

Nú þarna stóð ég með soninn sem lifandi sönnun þess að hann hefði bara alls ekki týnst í Bandaríkjunum 1998.

Það sem augsýnilega hafði gerst var að hann hafði aldrei verið skráður út úr Bandarikjunum inn í Kanada einhvern fleiri tuga skipta sem við keyrðum yfir landamærin.

Tollverðirnir voru nú ekki alveg sáttir við þessi málalok, að drengurinn væri hinn hraustasti og hefði hug á að berja land guðs augum aftur. Þannig að við áttum að rekja okkur í gegnum allar landamærastöðvar sem við hefðum hugsanlega farið yfir það ár (8 árum áður) svo hægt væri að finna blóraböggul í kerfinu sem ekki hefði verið að standa sig.

Ég þurfti að beita mig verulegum aga og hunangsætri rödd, áður en þeir sáu að þetta var auðvitað galematias.

En þetta segir okkur auðvitað að hið ótrúlega skrifræði kanans, boðbera frjálsra óheftra viðskipta, alþjóðvæðingar og óhefts flæðis í ferðum fólks um heiminn !!! getur brugðist og í afleiðingum þess tekið á sig spaugilega mynd.


mbl.is Fangelsuð í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilega orðuð frétt!

Já máttur mannsins er mikill, eða svo halda greinilega þýsku sérfræðingarnir samkvæmt fréttinni, að þeir geti mælt þolmörk loftslagsins hverju sinni. Eru þeir ekki með einhvern guða kompleks? Ég bara spyr. Vísindamenn eru enn að takast á í velígrunduðum niðurstöðum rannsókna sinna um að hversu miklu marki mannskepnan er valdur loftslagsbreytinga samtímans. Þannig að mér finnst þessi millimetra vitneskja Þjóðverjana saga til næsta bæjar.  En titill fréttarinnar er líka svolítið sérkennilega orðaður, og minnir mig svolítið á sögurnar úr Astrid Lindgren bókunum um hann Emil í kattholti þegar gamla konan hljóp um og hrópaði: Heimsendir í nánd, loftsteinn á leiðinni!
mbl.is Líklega farið yfir hættumörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær ár frá Kúbuferð

Ég fór allt í einu að hugsa að það er nær ár frá því að ég dvaldi í Havana á Kúbu mér til heilsubótar og ánægju. Rifjaði upp að þar var sólin miklu sterkari en hér á þessum árstíma. Bragðið sterkara, litirnir sterkari og Fídel upp um alla veggi, þó ósýnilegur væri á opinberum fundum og skjám. Ég bjó við höfnina hjá ungum manni sem ég átti langar samræður við á minni hálfhöltu spænsku um þjóðfélag, líf og störf. Hann var háskólanemi og blaðamaður og leigði út herbergi til að halda sér uppi.

Íslendingarnir í ferðinni voru alveg mát yfir að ég skyldi þora að búa svona hjá heimamanniWoundering.

Ég hef sjaldan verið eins örugg og þarna niður við höfnina þó skuggsælt væri víða á kvöldin og stundum einn eða tveir menn sem gengu og fylgdust vel með mér einni með sjálfri mér, smá vegspotta.

Pepe kynnti mig að sjálfsögðu fyrir allri götunni og um leið átti ég tugi vina sem fylgdust með mér og pössuðu upp á mig.  Hann vildi helst láta alla halda að ég væri framandleg ástkona hans (það var bara upphefð fyrir mig og hálf-fyndið, hann var einstaklega myndarlegur) - og svolítið sætt, en auðvitað var ég vestræn og rík í hans augumFootinMouth (ruppinn ég). Við vorum þó góðir félagar.

Eitt kvöld man ég eftir að maður gekk þannig á eftir mér að ég var viss um að ég væri féþúfa í höfði hans, en þegar ég beygði inn götuna mína áttaði hann sig á að ég var á kunnum slóðum, og sneri við.

19000001

Ég með listamanninum. 

Í útjaðri Havana býr stórkostlegur mósaík-listamaður að nafni Fuster. Ég vil endilega fá þennan mann í heimsókn til Íslands með verk sín. Hann er merkis-listamaður fyrir þær sakir að hann hefur gert fátæktarhverfi að yndisreit með mósaík-verkum sínum. Þegar ég fór að heimsækja hann tók hann mér afar hlýlega og leiddi mig upp um allt hús á vinnustofur sínar og um hverfið. Hann kynnti mig fyrir fólki sem að sat í stofunni hans (ég veit ekki hvað þau voru að gera, sjálfsagt bara í Siesta). Ég var mjög hrifin að kúbisma hans og fígúratívum verkum, í skúlptúrum, mósaík, flísum og málverkum þó nokkuð hafi borið á endurtekningum. Enda fjármagnar hann hverfisfegrunina algjörlega sjálfur, svo hann þarf að selja verk til þess. Ég varð vör við að hann var mjög dáður og flestir Havana-búar líta mjög upp til hans enda náttúrulega enginn venjulegur maður á ferð. Allstaðar voru kunningjar hans að dytta að verkum hans í hverfinu. Þetta var eins og að vera mættur í miðja hippanýlendu - frábært. Við spjölluðum saman um verkin hans og hverfið og hugmyndir hans um hvernig hægt er að glæða vonir fólks og auka hamingju þess með myndum og listaverkum í nánasta umhverfi.

Garður Fuster

Ég ætla að blogga um þessa skemmtilegu viðburði og margt annað sem ég varð fyrir í Havana á Kúbu fyrir um ári síðan til að hlýja mér í kuldanum hérna á ylhýra ástkæra.


Sannfærð um að um millibilsástand sé að ræða!

Þó ég sé engin fjármálaspekingur (og svo langt frá því) er ég samt orðin vön að lesa í hagrænt landslag, og sé að miklu fleiri vísbendingar eru um að ólgan á hlutabréfa- og fjármálamörkuðum er millibilsástand sem ég vona svo sannarlega að stóru fjárfestarnir sem þeir smáu hér á Íslandi (ég er auðvitað ekki óhlutdræg þegar kemur að hagrænni landfræði) beri gæfu til þess að koma ekki of illa út úr ólgusjónum, það verður logn eftir stórviðrið. Þetta er liður í uppstokkun sem á sér stað í öllum greinum efnahagslífs og atvinnulífs eftir ákveðin tíma. Um aldamótin (fyrir örfáum árum) sáum við væntingavísitölu falla mjög hratt í hugbúnaðargeiranum. Hann náði að reisa sig við á nýjum forsendum eftir uppstokkun geirans víða um heim. Þetta er að gerast í fjármálageiranum í augnablikinu. En það mun rofa til...fyrr eða síðar.
mbl.is Markaðurinn að jafnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól í hjarta!

Þegar myrkrið byrjar að verða yfirþyrmandi og einmana sálir fá útrás í niðurrifsstarfsemi af mismunandi tagi, annað hvort gagnvart sjálfum sér eða öðrum er mikilvægt að senda hlýja hugsanir til þeirra sem eiga um sárt að binda, reyna að senda þeim varma í sálina og meiri skímu í hjarta með telepati.   

Ég beini öllum fallegum hugsunum til nokkurra í kringum mig í augnablikinu - vona að það virki!


Til hamingju Háskóli Íslands og Íslendingar allir!

Til hamingju með daginn. Fyrir okkur starfsfólk HÍ er gleðidagur í dag. Með háskólatorgi fáum við fyrsta almennilega veitingastað háskólasvæðisins (ég ´vona það) og auðvitað stórbætta aðstöðu fyrir svo marga sem hafa mátt sitja þröngt.  Í dag er auk þess aðalhátíðisdagur brottfluttra íslendinga í Kaupmannahöfn (expats). Þetta er helsti hátíðisdagur stúdentafélagsins í höfn. Mikið sakna ég þess að geta ekki verið með íslendingunum að skemmta mér í kvöld í minni gömlu og yndislegu heimaborg. Skemmtið ykkur vel!
mbl.is „Í raun og sann nýr háskóli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttur SKYPE og alþjóðlegir endurfundir vina úr öllum heimsálfum.

Jedúddamía. Ef ég hefði verið uppi fyrir 10 árum, 15 árum eða fyrr og ekki í dag hefði ég ekki upplifað mátt skype. Gamall vinur minn frá Brasilíu hafði allt í einu samband við mig í dag. Ég hef ekki talað við hann í fimm ár eða síðan að við eyddum viku saman í höll Rockefeller í Bellagio við Como vatnið á Norður Ítalíu. Það var hópur fólks frá 23 löndum sem hittust þá en öll áttum við það sameiginlegt að vera að vinna í verkefni um grænkortagerð. Ég skammast mín verulega er ein af fáum sem ekki hef enn gefið út kortið mitt, en ég hef notað það og aðferðina í kennslu. Aðal markmið verkefnisins er svo sem ekki að gefa út kort, heldur fremur að eiga þátt í að breyta hugsunarhætti fólks um borgarumhverfi sitt.

Leon er frá Sao Paulo og hefur notað verkefnið til að kenna börnum í fátækrahverfum sem sum hver eru ekki læs, að horfa á nærumhverfi sitt með væntumþykju-augum, fá fólk til að rækta jörðina. Allt út frá hugsuninni um að elski maður eitthvað, þá vill maður bæta það og passa uppá. Við vorum einmitt að ákveða að skrifa saman greinar á nýja árinu, það verður gaman.

Nú ætlum við félagarnir að blása til endurfundar í gegnum skype. Þetta er hreinlega frábær tækni. Við munum vera frá Íslandi, Brasilíu, Japan, Bandaríkjunum, Kanada, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Rúmeníu, , Austurríki og fleiri löndum að tala saman.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband