Færsluflokkur: Bloggar

Samskipti kynjanna sífelld áskorun.

ýmislegt í samtölum kvöldsins fengu mig til að hugsa farin veg. Samskipti kynjanna þegar kemur að tilfinningalegum tónum er sífelld áskorun. Ég hef upplifað ýmislegt í þeim efnum, örugglega ekkert meira eða merkilegra en hver annar, en hef auðvitað ekki farið varhluta af blekkingum, ástar tilburðum, óhreinskiptum samskiptum og svikum líkt og væntanlega margir aðrir.

Þegar maður blindast af ástarsorg er erfitt að skilja milli þess sem er og þess sem var, hvað var sagt, hvernig hegðunin í samskiptunum var ef til vill í hrópandi ósamhengi við staðhæfingar. Það er segin saga. Stundum finnst mér eins og lífið og það sem ég verð vitni að í samskiptum kynjanna í raunverulegu lífi sé mun kryddaðra en nokkur skáldsaga.

Við erum öll tilfinningaverur og ef eitthvað er særandi er það þegar ástvinir sem treyst var á koma illa fram við mann, eru ekki heiðarlegir, fara á bak við mann. Ástin er flókin en ef hún er sönn fer maður alla leið og engar refjar (sorrý, ég er pínulítið frumstæð hvað þetta varðar). 

Ég er sem betur fer ekki í þeirri aðstöðu í dag en hlusta auðvitað á vini og vandamenn sem eiga í slíku. Maður á að hugga og styðja þá sem manni þykir vænt um. Annað er aumingjaskapur.

Við erum auðvitað fyrst og fremst tilfinningaverur þegar kemur að tilfinningamálum. Það er einungis heilbrigðisteikn að gráta þegar maður hefur verið særður, örvænta þegar maður skilur ekki. Það er miklu betra að hreinsa út, tala en að byrgja innra með sér, verða bældur og skorpinn.

Tölum um hlutina, hreinsum til, lifum í reisn og leyfum okkur að vera manneskjur meðal manneskja.

En umfram allt verum einlæg og sönn, jafnvel þó það geti verið sárt - en þá er líka búið að stinga á helv.meinið. 


Glefsur heimspekings - gripnar úr samhengi.

Fyrir nokkrum árum síðan hélt náttúruheimspekingurinn Peter Senge fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Það vildi ekki betur til en að ég var einungis með bónusstrimil að skrifa nótur á. Héreftir fara nótur mínar af fyrirlestrinum. Þær eru viðleitni mín til að taka til á skrifborðinu heima á nýju ári. 

þær eru glefsur sem ég fæ nánast ekkert út úr að lesa yfir í dag vegna þess að þær eru ekki í samhengi við minnið. Ég man hreinlega ekki í hvaða samhengi prófessorinn vísaði í marga þessa hluti. Var að pæla í hvort þetta gæti ekki gegnt hlutverki nýárs-ljóðs.

Uniqueness

Central to the heritage of the nature...

Human lack of looking long term - impacts

Economists..

Value assessment - cost benefit...

When scarcity of wilderness is more obvious.

Focusing on human centered arguments.

To ensure the survival of future generations.

We don't know exactly what future generations will value.

Western tradition is that a tradition that is ethically making sense?

If you really believe that divine made the world for the people in the argument.

Underpinnings of Aristoteles and Darwin.

PURPOSE VIEW OF THE HIEARARCHY OF (LIFE) BEINGS.

Descartes and the idea that the humans are the only ones with mind and consciousness.

We now have a civilization and remnants of wilderness...

Building a dam

Not like erecting a statue in Times Square

Rebouncing against.....employment how long will it last?

We can not predict fair opportunity.

Two generations that's the benefits.

Compare to what national treasures are precious.....

Icelandic Sagas (more than two generations old?)

Commercial value

bits and pieces to tourists......

Og svo er það auðvitað ykkar að meta hvort það er nokkur heil brú í þessu? Ég velti stundum fyrir mér hvernig nótur nemenda minna líta út. Hef oft spáð í hvernig ég sjálf tek niður nótur úr fyrirlestrum. Stundum gefa þær mynd af því sem fram fór. Stundum eru þær óskapnaður sem ég finn ekki nokkuð útúr eftirá. Svona er lífið, við reynum að ná því, höndla hugmyndir og upplýsingar en nóturnar sem skrifaðar eru verða bara eftirstöðvar af blekburðum nema við nýtum þær úr sarpinum sem safnast við samspil heila og handar.


Verum kurteisari og komum fram við fólk af virðingu!

Ég ætla að gera orð forseta vors að mínum einkunnarorðum þetta árið "hefjum að nýju til vegs hófsemi og aðrar dyggðir sem byggðar eru á mannlegum gildum."

Ekki það að í því felist meiriháttar breyting, en samt. Þetta eru uppbyggileg einkunnarorð.

Mér finnst sumt geta farið betur í fari fólks.

Sérstaklega í hvernig fólk kemur fram við hvert annað. Mér finnst margir Íslendingar ókurteisir, eins og þeir kunni ekki mannasiði í mannlegum samskiptum eða geti ekki sýnt að þeir beri virðingu fyrir fólki.

Margir Íslendingar hafa það fyrir sið að svara hranalega í síma án þess að nefna nafnið. Maður bara nánast fýkur úr tólinu. Svo hranalegir geta samlandar mínir verið.

Ég bauð til dæmis frænku minni í leikhús um daginn og hún sagði ekki einu sinni takk, eða þakka þér fyrir þetta var skemmtilegt. Ég skil ekki svona! Ég er einfaldlega of frumstæð til að átta mig á þessu.

Margt samstarfsfólk mitt í Öskju náttúrufræðihúsi hefur það fyrir sið að heilsa manni aldrei jafnvel þó maður heilsi þeim. Þetta finnst mér vera hrein og klár ókurteisi. Svo eru aðrir sem eru mun lægri í stöðustiganum í húsinu sem eru mjög kurteisir og koma alltaf fram af virðingu, t.d skúringafólkið. Þetta finnst mér umhugsunarvert.

Gleðilegt 2008 - göngum inn í nýtt ári með stæl!


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósk um farsælt komandi ár!

Allsherjar stjörnuspá dagsins er að þetta getur orðið býsna góður dagur bæði fyrir konur og karla, til sjávar og sveita, nær og fjær.

Elsku allir! Innilega vona ég að allir eigi friðsælt og gott kvöld og gangi heilir og reistir inn í nýja árið.

Megi árið 2008 verða ár friðar!

nyarskort Takk Sonja fyrir sovéska nýárskortið!


Vindurinn í þögninni!

Hann segir fíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,shhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh,fúúuuuuuuuuuuuuuuuuuuu inn um gluggana hjá mér.  Það er náðugt að sitja inni í hlýjunni þegar rokið beljar fyrir utan. Fór og keypti mér tvær ljóðabækur í tilefni dagsins.

Ætlaði að hreppa bókina eftir Kristínu Sóleyju Tómasdóttur sem ég hef miklar mætur á eftir að hafa lesið spaltana hennar og er viss um að hún er spennandi skáld. 

Náði að hreppa síðustu bók Gerðar Kristnýjar vinkonu minnar - Höggstaður -  í Eymundsson (haha rétt nappaði henni fyrir framan nefið á annari konu sem leit vonsvikin á mig!). Ég er líka viss um að ég er með góðan grip í höndunum þar. Afgreiðslustúlkan sagði við mig: "Þú veist að þú getur ekki skilað henni, því þetta er sýningareintak!". TIL HVERS ætti ég að skila henni, sagði ég þá. Ég held að aumingja starfsfólk bókabúðanna þurfi að fara komast í frí. Maður getur alveg keypt bækur fyrir sjálfan sig.

Greip síðan bókina hans Þórarins Eldjárns, Fjöllin verða að duga. Líst vel á hana. Ætla að hjúfra mig í stól og kveikja á kertum. Kósý!

Oj, þarna sprakk flugeldur! PÚFF - PANG! 

Fyrir akkúrat ári síðan lést frænka mín af slysförum, af völdum flugeldasprengingar. Hún var á hestbaki blessunin og datt af baki þegar hesturinn fældist, fékk högg beint á banakringluna. Búið - bless!

Eftir þetta setur að mér leiða í hvert skipti sem ég heyri hvellina. Ég veit ekki hvenær ég get aftur farið að líta flugelda réttum augum. En finnst í raun að banna ætti sprengingar fram að gamlársdag, jafnvel þó veðurspáin væri óhagstæð.

Bið ykkur vel að lifa, líka yfir áramótin!


Nánast allt staðir sem eru á hverfandi hveli!

Þetta er merkileg kosning fyrir nokkurra hluta sakir. Travelocity er Bandarísk samsteypa og höfðar mest til Norður Ameríkana sem eins og allir vita eru lítið ferðavanir utan landsteinanna (Kanadamenn frátaldir). IgoUgo er samstarfsaðili í sömu eigu, einn þeirra nýju ferðaskipuleggjenda og söluaðila á netinu sem að býður upp á "vistvænni" og sérhæfðari ferða-tilboð svipað og responsible travel gerir í Bretlandi. Eins og sjá má eru tengingarnar í ferðum ansi enskuslegnar...en allar svona kosningar endurspegla auðvitað gildi og heimsmynd kjósenda háð uppsetningu kosningar að sjálfsögðu (og hér er kjósendahópurinn amerískur).

Það sem vakti athygli mína var að staðirnir sem hlutu kosningu eru allt staðir sem eru í hættu eða hafa lág vistfræðileg þolmörk gegn ágangi ferðamanna eða vegna annara umhverfis-ógna. Þannig hefur Geysissvæðið í Haukadal verulega látið á sjá þó að því sé haldið nokkurn veginn, þannig eru kórallasvæðin við Jómfrúreyjar í hættu vegna breytinga á efnainnihaldi sjávar sem meðal annars má rekja til loftslagsbreytinga og breytts vistkerfis, losunar frá skipum og svo mætti lengi telja. Nú eins og hér eru rekaviðarstrendur í Alaska að verða gisnari vegna þess að Rússar í Chukotka passa betur upp á viðinn. Þannig að samkvæmt þessari kosningu er allt það sem er hnignandi eða á hverfandi hveli sérstaklega spennandi fyrir ferðamanninn. Hvaða boðskapur liggur í því ?


mbl.is Stórkostlegur Strokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíð lýðræðis í Suðvestur Asíu?

Þetta er harmafregn. Nú er ég hrædd um framtíð lýðræðis í þessum heimshluta, og innilega sammála utanríkisráðherra Ingibjörgu Sólrúnu að afleiðingar þó óljósar séu geta orðið talsvert víðtækar í álfunni. Fyrst Myanmar, svo þetta! Það er ekki beysið fyrir Indland eða önnur ríki þar um slóðir. Nú er hætt við að bylting geti orðið, og það blóðug. Þessi öfga karlaveldi Pakistan sigruðu í þetta sinn á ósvífinn hátt en það er ekki víst að sá sigur verði endilega neitt langvarandi eða sætur.
mbl.is Benazir Bhutto látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar og hermikrákur

Þessir draumar Hollendinga minna mig óneitanlega á olíufursta-framkvæmdir í Dubai í Sameinuðu Arabísku furstaveldunum. Túlipanahugmyndin er lítið frumlegri en pálmatréð.

palmaeyjur   Það er auðvitað draumur fasteignasalans að fá landfyllingar úr að moða sem í ofanálag hafa táknrænt gildi eða höfða sterkt myndrænt til fólks. Eitt aðalviðfangsefni fólks í samtímanum er að komast yfir status af einhverjum toga. Landfyllingar, táknmyndir, staðsetningar og fasteignir eru þar á meðal. 

Olíufurstarnir í Dubai eru hreinlega í kapphlaupi um kennileiti í formi landfyllinga sem hafa skírskotun í eitthvað stórkostlegt (það sem Lenín kallaði Superhuman og Sovétmenn höfðu miklar mætur á).

Þannig urðu áformin um bæði Hydropolis (neðansjávarhótelið) og Örheiminn til.300eyjalandfylling

Auður gerir stórhuga fólki kleyft að framkvæma drauma sína. Það er svolítið langt síðan að hollendingar voru voldugt heimsveldi þó ítök þeirra séu víða allnokkur í gömlu nýlendunum. Hollendingar eins yndislegt fólk og þar er að finna eru upp til hópa nískir og mjög passasamir á auð sinn. Þess vegna held ég að túlípaninn verði einungis skemmtilegur draumur eða hugmynd. Allavega bara lítið og sætt minnismerki um landbúnaðarþjóð.

Allavega er ekki víst að hann verði eins mikilfenglegur og byggingaverk araba í miðausturlöndum af þessu taginu. 

hydropolis

 

Hér áður fyrr byggðu stórvesírar sér glæsihallir. Bæði Loðvík 14 og Kristján 4. gerðu ríki sín nánast gjaldþrota vegna byggingagleði sinnar. Nú er ekki nóg að byggja glæsihallir. Það verður að vera annað hvort turn sem er nógu frumlegur til að vekja athygli (t.d tilfinningaturninn í Hollandi sem skiptir litum eftir því hvaða tilfinningar fólk kýs á vefsíðu turnsins). Eða nógu hár turn (t.d TV-Tower í Shanghai). ......Nú eða landfyllingar sem hafa myndræna skírskotun! 


mbl.is Eyja í laginu eins og túlípani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hengja sig í hefðirnar!

Það var ekki að ástæðulausu að Leif Panduro skrifaði á sínum tíma Rend mig i traditionerne. Ég er farin að aðhyllast lífsspeki tannlæknisins danska, um að hefðirnar geti verulega þvælst fyrir fólki og eyðilagt annars góða afslappaða stemningu.

Ég átti skemmtilegt kaffibolla-spjall við gamlan vin, við eigum bæði börn sem eru skilnaðarbörn. Hann er ekki alinn upp á Íslandi og finnst íslensk stífni í samskiptum við hefðirnar geta verið fólki fangelsi fremur en þörf friðarstund. Ég er eiginlega svolítið sammála því.

Þegar maður á börn sem eiga foreldra sem búa á sitthvorum staðnum, er viðbúið að maður er ekki með þau á hverjum jólum. Þess vegna er það versta sem foreldrar skilnaðar-barna geta gert er að hengja sig í hefðirnar í of háu mæli.

Sem foreldri verður maður bara aðeins að sýna auðmýkt gagnvart lífinu og gangi klukkunnar og leggja meira í góða samveru eða friðarstund með sjálfum sér og öðru fólki en akkúrat börnunum sínum.

Ég er alltaf að verða meiri hippi með aldrinum og er búin að skippa öndinni og flestu öðru sem áður skipti mig máli.

Ég met meira vellíðan sem vaknar innra með mér við að sjá falleg ljósin, yndislegar híacinturnar, kertaljós í húminu, hlusta á góða tónlist og handleika góða bók.

Ég er svo heppin þessi jól að hafa börnin mín í kringum mig, og hlakka auðvitað til, en tek jólin ekkert allt of alvarlega annars, finnst þessi árstími hér á þessum breiddargráðum fallin til þess að fara í smá dvala og vera í afslöppuðum gír.

Ætla ekki að viðhafa neinar fastar hefðir nema þær sem börnin óska sér, ætla að forðast þær í lengstu lög í ár...og hver veit kannski tek ég upp á því á næstu jólum að elda fyrir heimilislausa eins og rokkarinn Robbie.

GLEÐILEG JÓL!

Megi ykkur líða sem best!
mbl.is Robbie Williams eyðir jólunum með heimilislausum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg ábyggilega "acquired taste"!

Skata er minn uppáhaldsmatur og gæti borðað hana allt árið um kring. Ég girnist þessa kæstu svo mikið að ég er löngu búin að þjófstarta, enda á maður ekki að láta sér nægja að borða hana aðeins einu sinni. Þegar ég var krakki kepptist ég við að verða ekki síðust í matinn á Þorlák, því þá var voðinn vís og ég sæi á eftir góðgætinu niður um hálsa annara fjölskyldumeðlima. Ég fór á sjávarbarinn í vikunni með vinnufélögum og fékk bæði skötustöppur, tindabikkjuskötu og alvöru skötu...og át auðvitað yfir mig af græðgi.

Þetta er skemmtileg hefð og það er algjör skylda foreldra að innræta börnum sínum smekk fyrir skötu. Hvort að sú félagslega tilraun tekst er svo annað. Sumir verða öfgafólk með eða á móti. Aðrir verða væntanlega dempaðri í væntingum sínum fyrir skötunni.

Leiðinlegasta fólk í heimi, og sem er svo sannarlega ekki þess virði að eiga samskipti  við eru kverúlantarnir sem kvarta yfir lyktinni og vilja gera skötuveislur útlægar úr fjölbýlishúsum. Ég skil bara alls ekki svoleiðis talíbana! 


mbl.is Skatan smökkuð í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband