25.3.2009 | 22:26
Common sense
Ég er mjög stolt af frammistöðu Ögmundar Jónassonar í hlutverki heilbrigðisráðherra. Hann er klár maður en oft er slíkt ekki nóg til að taka á refjaskák pólítískra hagsmuna. Hann er dæmi um mann sem að sífellt beitir brjóstvitinu og hlustar á umhverfið og lætur þannig ekki afvegaleiðast af buzzinu (hávaðanum í áróðri mismunandi hagsmunaaðila). Ég var stoltust af honum um daginn þegar hann spurði í kjölfar frétta um hugmyndir Róberts Wessmanns um hugsanlega stórfelldan innflutning á bandarískum sjúklingum íslensku heilbrigðiskerfi til handa - hvað héngi á spýtunni. Það er gaman að verða vitni að stjórnmálamanni sem að lætur ekki fagurgala villa fyrir sér sýn. Því öll viljum við jú leita leiða til að styrkja íslenskt atvinnulíf og ef að við höfum eitthvað sérstakt að bjóða fram í íslensku heilbrigðiskerfi sem gæti verið eftirspurn eftir í hinum stóra heimi er það jú æði. En eftir t.d reynsluna af stórfelldu framlagi ríkisins til ábyrgða á lánum við framkvæmdir við virkjanaframkvæmdir svo koma mætti upp álveri/vinnustað fyrir 400 manns, og í kjölfar hruns fjármálakerfis, eftirstöðva og óreiðu í öllu efnahagskerfinu - er ekkert eðlilegra en að spyrja - Hvað hangir á spýtunni. Lof sé stjórnmálafólki sem lætur ekki uppþyrluðu ryki byrgja sér sýn.
Ögmundur fær ekki ráðherralaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, ég er einnig ánægður með Ögmund.
Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 23:29
Þrymur - þetta getur þú ekki meinað alvarlega!
Anna Karlsdóttir, 26.3.2009 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.