13.3.2009 | 17:14
Rétt hjá Kötunum tveimur og Ragnheiði
Mikið innilega er ég sammála þingkonunum þremur, Katrínu Júlíusdóttur, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Það er kominn tími til að karlar og konur taki til jafns þátt í endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta er land með nokkuð jöfnu hlutfalli kynjanna og það á svo sannarlega að endurspeglast í svo mikilvægri endurskoðun á stoðum laga landsins þó að hlutfall kvenna á þingi hafi ekki enn náð að vera jafnt á við karla.
Sjónarmið kvenna skera sig hugsanlega ekki mikið úr varðandi þessar stoðir en reynslubanki kvenna og uppbyggilegt framlag þeirra til endurskoðunar af þessu tagi er ekki síðri en karla sama í hvaða stjórnmálaflokk þær skipast....og hananú!
Þingkonur mótmæla karlanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér Anna. Mjög mikilvægt er að jafnrétti kynjanna sé gætt alls staðar í þjóðfélaginu. Því fagna ég þessum mótmælum.
Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.