12.3.2009 | 17:59
Það þarf samstöðu þjóðríkja í alþjóðasamfélaginu...
Upplýsingaskiptasamningur norrænu ríkjanna við Cayman Eyjar vekur upp vonir um að aukinn þrýstingur þjóða á skattaskjól, vegna efnahagskreppunnar, muni leiða til þess að ríki sem hafa byggt atvinnuþróun sína á vistun fyrirtækja með skattaívilnunum muni smám saman vera knúin til að veita upplýsingar til að skapa sér traust gagnvart alþjóðasamfélaginu.
Margir hafa miklar væntingar til næsta fundar 20 stærstu iðnvelda heims sem ætla nú í annað skiptið að hittast á nokkrum mánuðum til að ræða aðgerðir til að stemma stigu við spákaupmennsku og hamla að grafið sé ennfrekar undan fjármálakerfi hins samtengda heimshagskerfis.
Ég verð því miður að lýsa yfir að ég ber ekki miklar trú í brjósti til að það takist miðað við hvað menn ætla sér skamman tíma í slíkar viðræður. Þegar að hist var fyrst í Sao Paulo á undirbúningsfundi, og síðan í Washington um miðjan Nóvember spjölluðu fulltrúar þjóðanna saman í hálfan dag. Það er allt of skammur tími til að ná nokkru öðru en einhverskonar yfirborðskenndum sáttmála um markmið. Slíkar viðræður þurfa miklu lengri tíma til að sameinast verði um beinar aðgerðir sem flestir geta fallist á og unnið saman að.
Sem dæmi tók um fimm daga að móta Bretton Woods samkomulagið á sínum tíma og það var örugglega frekar strembið og hálf stuttur tími.
Ríki heims þurfa að ná samstöðu um nýja ramma fyrir fjármálageirann til að alþjóðavætt viðskiptalíf geti orðið hreinsað af tortryggni og til að traust skapist á ný.
Samþykkt að veita upplýsingar um skattaskjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:07 | Facebook
Athugasemdir
Það er ánægjulegt að nú taki þjóðir heims þá ákvörðun að upplýsa um skattaskjól en það mun að nær öllu leyti koma í veg fyrir fjárglæfrastarfsemi í framtíðinni. Sérstaklega verður fróðlegt að sjá hvaða Íslendingar eiga reikninga á Cayman eyjum.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.