Aukin þjóðremba og einangrunarstefna helsta ógn Íslands

Við á Íslandi,  í fortíð og samtíð höfum aldrei og munum aldrei geta algjörlega reitt okkur á okkur sjálf þó að sjálfsbjargarviðleitni á ýmsum sviðum sé af hinu góða.

Það særir réttlætiskennd mína að heyra að ungur maður sem hér hefur starfað og borgað til samfélagsins sé meðhöndlaður af kerfinu á þann hátt sem hér er lýst. Ég hef sjálf starfað erlendis í mörg ár og hef þar ákveðin réttindi ef ég vildi í krafti þess.

Aukin þjóðremba er það sem þjóðinni stafar helst ógn af um þessar mundir. Við erum íbúar á eyju út í ballarhafi og við erum háð viðskiptum og samstarfi við aðrar þjóðir. Það þýðir einfaldlega líka það að við fáum til okkar gesti og nýa íbúa í krafti fjölþjóðlegra samninga sem við höfum gengist undir.

Ég yrði sorgmædd í hjarta mínu ef að vitsmunastigi þjóðarinnar hrakar í efnahagslegum hamförum sem við erum að ganga í gegnum. Það er því miður margt sem bendir til þess að við getum lent í því, bæði þegar að fera að verða vart stórfelldra búferlaflutninga héðan en ekki síst þegar að hámenntað fólk af erlendu bergi brotið sem hefur þolað okkur í vinnu hér sem er langt undir faglegri getu margra þeirra, gefst upp á hrokanum í landanum og hverfur héðan.

Ég talaði við vinkonu sem að er menntaður sálfræðingur og er að vinna hér á leikskóla. Hún sagðist verða vör við vaxandi andúð meðal foreldra sem birtist í að sumir ignoreruðu hana í daglegu starfi, neituðu að yrða á hana - vildu eiga orð við íslenska starfsmenn. Ég hef heyrt svipað gefið í skyn af fleirum sem ég þekki til af erlendu bergi hér. Sem betur fer hef ég raunar líka heyrt að stutt sé vel við bakið á erlendu fólki hér. Svo þetta er ekki alveg einhlýtt.

Ég skammast mín ekki fyrir þetta fólk sem lætur svona, ég er leið yfir að á þessu guðsvolaða skeri lifi svona þröngsýnt og skammsýnt fólk....og stundum verð ég að viðurkenna að mér finnst fólk sem hefur annan bakgrunn en íslenskan hreinlega skemmtilegra og heiðarlegra fólk í samskiptum.

Þegar hinsvegar opinberar stofnanir fara að ákvarða í málum sem hróplega eru í ósamræmi við alþjóðlegar skuldbindingar okkar er alvara komin í málið. Ég þekki auðvitað aðeins málið útfrá viðtalinu hér...en mér finnst margar blikur á lofti um aukna þjóðrembu íslendinga og það hreinlega fer um mig. Ég er ekki viss um að ég hafi áhuga á að búa og starfa  í landi á miðaldastigi.


mbl.is Farðu heim, góði minn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta!  Takk fyrir mig. 

Róbert Björnsson, 24.2.2009 kl. 08:43

2 identicon

Enn einu sinni kemur upp mál sem full ástæða virðist til að athuga en ég hef ekki enn séð málefnalega fjallað um það í fjölmiðlum. Getur einhver bent mér á hvaar slíka umfjöllun er að finna?

Agla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:59

3 identicon

Ég skil ykkur svo vel þó ég skilji málið ekki oníbotn. Googlaði  Jonas Moody  en það hjálpaði lítið.

Agla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:02

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir innlitið Róbert og Agla. Agla þér bendi ég á að skoða http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2515 en þar er talað um rétt til atvinnuleysisbóta sem hugsanlega hefur verið breytt nú eftir hrinu atvinnuleysis. Ekki er talað um þjóðerni í þessu sambandi en það er eitthvað bogið við að borga í sex ár í atvinnuleysistryggingasjóð hlutfall af launum sínum en hafa síðan ekki rétt til að njóta þeirra ef á þarf að halda. Ég held það hljóti að brjóta í bága við mannréttindasáttmálann. Evrópuborgarar geta flutt atvinnuleysisbótarétt sinn milli landa en það er örugglega ekki reglur milli BNA og Íslands um slíkt hið sama. Það á þó vart við í þessu tilfelli þar sem maðurinn er einungis að leita réttar síns á landi þar sem hann hefur borgað opinber gjöld af launum sínum í meira en hálfan áratug.

Anna Karlsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:46

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta virðist því miður vera það sem gerist þegar harðnar í ár, sömu sögu er að segja frá fjöldann allan af löndum sem að sjálfsögðu réttlætir ekki það sem gerist á íslandi.

ég er sjálf útlendingur í öðru landi, verð sem betur fer ekki ennþá vör við að ég sé óvelkomin.

kærleiksknús

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.3.2009 kl. 12:02

6 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Ég þekki því miður fleiri svona dæmi, og eitt þekki ég vel, en það er kona sem vann af miklum dugnaði en síðar kom í ljós að atvinnurekandin hafði gert einhver mistök, þannig að hún var ekki með löglegt atvinnuleyfi. Henni er gert að hætta að vinna, og nú fær hún ekki bætur þar sem hún var ólögleg, hún fær ekki vinnu af því að hún er ekki með atvinnuleyfi og ýmislegt bendir til þess að hún fái ekki atvinnuleyfi þar sem hún vann áður ólöglega. Hún var samt ekki að vinna á svörtu, greiddi öll sín gjöld í kerfið.  Þessi kona er gift og á nokkur börn, og ég veit að það er ansi hart á dalnum á því heimili með eina fyrirvinnu.

Guðrún Vala Elísdóttir, 2.3.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband