Naglasúpa getur verið hollmeti

Með bakgrunn frá Norður Afríku þar sem atvinnuleysi ungs fólks er nær 50% er kannski ekki skrýtið að menn grípi til örþrifaráða til að vekja á sér athygli með því að borða nagla og annað sem venjulega er ekki tengt manneldi.

Alveg á hinum enda rófsins eru Norðurlönd hin (allavega áður) velmegandi velferðarlönd sem að nú ætla að flauta til átaks um hollar matvörur og markaðssetja sérstöðu sína á þessu sviði  með fulltingi norrænu ráðherranefndarinnar.

...og ég gæti vel hugsað mér að Íslendingar tækju þátt í þessu þó ég viti svo sem ekki nema MATÍS eða aðrir hafi þegar tekið þátt. Leiðin er merking á matvörum sem uppfylla ákveðin skilyrði hollustu.

Merkið, sem til stendur að setja í notkun á þessu ári á að auðvelda neytendum að velja hollar matvörur.

Skráargatið hefur verið notað í Svíþjóð í 20 ár og nýtur mikils trausts meðal sænskra neytenda. Með því að ákveða viðmið fyrir ákveðnar fæðutegundir hefur skráargatið orðið merki um matvæli sem innihalda minni fitu, salt, sykur og meira af heilu korni og trefjum.

Þörfin fyrir sameiginlegt hollustumerki er til komin vegna þess að matar- og kaupvenjur í Skandínavíu eru afar líkar. Þrátt fyrir að margt sé líkt í löndunum hefur komið í ljós að nokkur munur er á þeim. Norræna ráðherranefndin hefur fjármagnað rannsókn á Skráargatinu, en greiningarstofnunin Zapera gerði hana. Tekin voru 1216 vitöl í Danmörku, 1223 í Noregi og 1210 í Svíþjóð og kom í ljós að Danir hafa áhyggjur af fitu í mat, Svíar af sætuefni en Norðmenn einbeita sér að saltinnihaldi.

Rannsóknin sýnir einnig að aðeins 37-48 prósent íbúa í Skandínavíu lesa að jafnaði innihaldslýsingar á umbúðum þeirra matvæla sem þeir kaupa. Þegar notkun á Skráargatinu hefst munu neytendur á einfaldan hátt geta séð hvaða vörur eru heilsusamlegar. Merkið krefst engrar undirstöðuþekkingar á næringarfræði og auðveldar aðgang íbúa að hollum matvælum. Þetta styður við markmið um heilbrigðara líferni, sem norrænu ríkin urðu sammála um í aðgerðaáætlun um matvæli og hreyfingu á árinu 2006.

Stjórnvöl í löndunum þremur hafa samþykkt nýjar reglur sem byggja á þeim sem gilda um notkun Skráargats-markisins í Svíþjóð. Í því starfi hafa stjórnvöld byggt á niðurstöðum samstarfs við Norrænu ráðherranefndina, m.a. með því að taka tillit til norrænu næringarráðanna. Tekið er tillit til þess mismunar sem er á löndunum og hefur samstarfið haft í för með sér umbætur bæði hvað varðar vöruhópa og viðmið. Verið er að fjalla um nýju viðmiðin í framkvæmdastjórn ESB og getur Skráargatið í fyrsta lagi tekið gildi sem norrænt næringarmerki í maí 2009.

Með því að sameinast um eitt næringarmerki munu löndin einnig koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir í viðskiptum milli landanna. Þegar vara er merkt Skráargatinu munu sameiginleg viðmið tryggja að samkomulag er í löndunum um sölu á vörunni. Þetta er til hægðarauka bæði fyrir framleiðslufyrirtæki og smásölum.

Enn sem komið er, eru það einungis Svíþjóð, Noregur og Danmörk sem taka þátt í verkefninu, en öll norrænu ríkin hafa samþykkt notkun þess. Finnsk stjórnvöld nota enn ekki merkið, en velta því fyrir sér hvort nota megi viðmið þess ásamt þeim sem þegar eru notuð í tengslum við Hjartamerkið sem er finnskt næringarmerki. Til lengra tíma litið er einnig mögulegt fyrir Ísland að taka þátt í samstarfinu þannig að það verði almennt notað á norrænum grundvelli.

Könnun um Skráargatið 2009: http://www.helsedirektoratet.no/vp/multimedia/archive/00096/Rapport_N_kkelhullme_96339a.pdf

Norrænu næringarráðin: http://www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr=2004:013


mbl.is Maður sem borðar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Áhugavert, Anna. Vona að skráargatið veri tekið upp hér á Íslandi vonum bráðar.

Næsta skrefið gæti verið að merkja stiga, gönguskó, hlifðarfatnaður, reiðhjól og strætó sem holla :-) 

Þá mætti merkja bíla sem óholla, á bílunum sjálfum akvegum eða kannski helst í skyldurönd á auglýsingum. 

Það er búið að merkja tóbak, það vantarað merkja áfengi ;-)    Það er bannað að auglýsa tóbak og áfengi, en á meðan má auglýsa bíla mætti setja kröfu um viðvörunarrönd. 

Morten Lange, 21.2.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Morten! Já það verður áhugavert að sjá hvað verður merkt hollustu í næsta skrefi. Vonandi eitthvað skynsamlegt t.d allt mögulegt sem tengist heilbrigðum lífsstíl, já t.d hjólreiðar;)

Anna Karlsdóttir, 23.2.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband