Ekki nýir draumar en hvað með eldsneytið?

Sú frétt að áform séu um að byggja stærri ísbrjót en nokkru sinni áður kemur ekki á óvart í því auðlindakapphlaupi sem nú á sér stað á Norðurslóðum. En fær mig til að velta fyrir mér á hvernig eldsneyti er áformað að fleytan sigli. Nokkuð hefur verið um bollaleggingar að hagkvæmast væri að kjarnorkuknýja svona skip. Ætli þetta skip verði það? Og hvað ætli fólki finnist um það?
mbl.is Stærsti ísbrjótur í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta skip verður kjarnorkuknúið,  annað væri fásinna.

Það er ekkert nýtt að ísbrjótar séu kjarnorkuknúnir,  Rússar hafa þegar 7 þannig skip, þar af 4 sem eru mjög norðarlega.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Jóhannes og takk fyrir innlitið. Það er einmitt málið - nú þegar eru margir ísbrjótar kjarnorkuknúnir en samt sem áður eru fáir sem það vita. Það hljómar svo ævintýralega flott að verið sé að byggja stærsta ísbrjót sögunnar en þegar litið er til eldsneytisnotkunar er undirliggjandi eitthvað sem margur myndi ekki segja hallelúja við. Sem betur fer hefur ekki enn (að því er við vitum) orðið stór-sjóslys í Norðurhöfum af ísbrjótum en við þurfum ekki annað en að líta til Suðurskautslandsins til tveggja sjóslysa (reyndar með skemmtiferðaskipum/leiðangurskipum). Leiðangursskipin sem fara á Norðurslóðir eru notuð í Suðurhöfum við Suðurskautslandið á hinum hluta ársins þegar þau sigla ekki í Norðurhöfum. Mér fannst bara einhvern veginn nauðsynlegt að koma þessu með kjarnorkuna á framfæri í öllu Wov-inu.

Anna Karlsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:36

3 identicon

Ekki gleyma þeim kjarnorku kafbátum sem hafa farist.

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:30

4 identicon

Ja það væri kanski ráð að lesa sig til um þetta verkefni áður en það er farið að blogga sig í hel ísbrjóturinn er diesel knúinnþ. Það er það eru diesel ljósavélar sem skila aflinu 81 MW sem gera ca 110.000 hestöfl . Þetta má fræðast um t.d á eftirfarandi vefslóð. http://www.eri-aurora-borealis.eu/en/about_aurora_borealis/technical_details/

Árni Þór (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir að upplýsa um það Árni Þór. Ég hef nú reyndar aldrei almennilega talið mig til þeirra sem blogga sig í hel, en ég þarf kannski að endurskoða það Áætlanir Rússa um ísbrjóta og skip sem eiga að geta siglt Norð-austur leiðina eru að kjarnorkuknúin skip, svo mikið veit ég þó. Aðrar þjóðir sem hagsmuna eiga að gæta og líta auðfarnari veg um Norð-austur leiðina hýru augu hafa ekki mótmælt því að neinu leyti.

Anna Karlsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:14

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hef aldrei heyrt um svona og veit ekki hvað það þýðir. finnst samt undarlegt að standa í svona isbrjóaframkvæmdum þegar allur ís er að bráðna. kannsi ætti að nota peningana í staðin fyrir til að finna neiðarplan fyrir blessuð dýrin á jöklaslóðum sem eru að missa þau svæði sem þau lifa á. en allt er svo öfugsnúið að mínu mati.

knús kæra anna

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband