Afhverju er svona erfitt að hugsa sig um?

Endurvinnsla og endurnýting, sala og kaup notaðra hluta eru vistvænni lífshættir en sóun, græðgisleg kaup á því sem maður hefur í raun ekki þörf fyrir og neyslubrjálæði. Í frétt þessari er útsjónarsemi íslendinga á breyttum tímum sett í samhengi við erfiðleika nú um jólin. Það er heilbrigð svörun við breytingum að breyta neysluvenjum....bara svo það sé á hreinu.

Það er verst að missa vinnuna og það er erfitt þegar atvinnuástandið er annars ekki beysið. Hinsvegar ættu engum að verða illt af að hugsa sig aðeins um í neyslunni, fá jarðsamband og verða vistvænni í lífsháttum. AP fréttastofublaðamaðurinn/konan og endurvinnslufréttastofa Mbl.is eru föst í hugsanavillu um að gildir neysluhlutir þurfi að vera glænýir uppúr kössunum og helst frá stórum innkaupakeðjum.

Ég er búin að kaupa eitthvað af jólagjöfum, legg áherslu á íslenskt í ár bæði landbúnaðarvörur, hönnun og endurnýtingu. Þannig að eitthvað af jólagjöfunum kemur úr Rauða Kross búðinni, eitthvað úr góða hirðinum, eitthvað beint frá býli og eitthvað úr Kirsuberjatrénu, þjóðminjasafnsbúðinni osfrv. Þetta er ekki í fyrsta skiptið og verður vonandi ekki í það síðasta.

.....OG ÉG FÆ EINFALDLEGA EKKI SÉÐ AÐ ÉG SÉ EITTHVAÐ ÓHAMINGJUSAMARI FYRIR VIKIÐ! 

Megi landsmenn njóta aðventunnar hvernig svo sem þeir verja henni.


mbl.is Breyttir tímar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband