Tvískinnungur Bandaríkjamanna og byltingin verður ekki í örbylgjuna látin

Það krumpast allt inn í mér við að lesa um hvernig ráðamenn Bandaríkjanna lifa i sjálfsblekkingu um persónufrelsi og lýðræði vs. viðskiptafrelsi. Þrátt fyrir að hafa hrundið af stað einni alvarlegustu fjármálakreppu heims frá á síðustu öld eða jafnvel fyrr eru ráðamenn þess ríkis greinilega ekki betur gefnir en þeir hljóma eins og rispaðar plötur. Umhugsuninni er greinilega ekki fyrir að fara þar i landi meðal sendifulltrúa. Það sem fæstir vita nema Kúbverjar sjálfir (sem eru talsvert upplýstari en bandarískur almenningur) er að viðskiptabann Bandaríkjanna gagnvart Kúbu er einungis í orði en ekki á borði. Það er vegna þess að í mörg ár hefur verið offramboð á kjúklingaframleiðslu í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Stjórnvöld sáu sér því leik á borði að flytja út umfram framleiðslu Kjúklinga til Kúbu og hafa gert í mörg ár, þó það sé ekki beinlínis opinber stefna.

Sem ferðamaður þar borðar maður því amerískan maískjúkling því innlent kjöt er af skornum skammti. Steingrímur J. sagði Shame on you mr. Brown. Kúbverjar hafa alla ástæðu og hafa haft lengi til að segja. Shame on you Bush regime, thou are not faithful. Mikið voðalega ætla ég að vona að þeir kjósi yfir sig betri forseta en þeir hafa búið við, blessaðir bandaríkjamennirnir.

En hugum nú að heimahögunum. Eins og fram kom í viðtali við Björk í Kastljósinu er neistahópurinn mjög virkur og umræða á póstlistanum lífleg. Þar er fólk sem virkilega brennur fyrir betri framtíð - mér finnst það ákaflega aðdáunarvert og því ber að hygla.

Fyrir nokkrum árum keypti ég athyglisverða bók í BNA (já, ég hefði frekar viljað kaupa hana annars staðar, en hún fékkst nú þar). Hún ber það athyglisverða nafn "The Revolution will not be microwaved - Inside America's Underground Food Movements". Þessi bók varð mér nokkur hugljómun þrátt fyrir að hafa lesið fleiri góðsígildi bækur um einhvers konar viðmiða breytingar gagnvart mat í fleiri ár.

Þar er einokun líftæknifyrirtækja á lífvísum í fræum og útsæði gerð góð skil, raunar svo góð skil að manni langar mest að geta útrýmt fyrirtækjum á borð við Monsanto og þess líka sem lögsækja bændur fyrir að nota ekki einkaleyfistengdar afurðir sínar en fylgja fremur almennri skynsemi og gróðursetja sitt eigið útsæði til að gefa líffræðilegum fjölbreytileika plantna séns. Það er ekkert grín - þessar alþjóðasamsteypur hafa verið að ganga af þessum bændum dauðum sem reyna að hafa sjálfstæðan þankagang. Ég get skrifað meira um þetta síðar - en þetta er auðvitað umhugsunarvert í tengslum við afleiðingar og áhrif alþjóða viðskiptafrelsis (frelsi hverra).

Þegar kemur að sjálfsbjargarviðleitni okkar sjálfra á víðsjárverðum tímum er sjálfstæður þankagangur mikilvægasta uppspretta að uppreisn (og þá á ég ekki við blóðuga byltingu). Ég hef oftlega hugsað af hverju einskis mannalandið þar sem aldrei voru reistir bílskúrar eins og ráðgert hafði verið í byggingaplönum á 6.áratugnum í mínu hverfi hefur aldrei verið lagt undir nytjagarða (lesist: kartöflugarða) til ánægju og yndisauka fyrir íbúa hverfisins. Ekki bara í því að öðlast þekkingu á ræktun og fá afurðir til að njóta, heldur líka til að efla samfélagið í hverfinu. New York búar eru löngu búnir að fatta verðmætin í slíku en við á Höfuðborgarsvæðinu útrýmdum okkar gamla kúltur fyrir golfvelli.

Gerum nú eitthvað skemmtilegt saman í kreppunni!

Á morgun ætla ég að vera skipulagðari í að segja frá öðruvísi hagkerfum. Ég varð bara eitthvað svo pirruð yfir þessu rugli á vettvangi SÞ. Það er mikilvægur vettvangur sem ætti að vera nýttur til þarfari umfjöllunar.

 


mbl.is SÞ vill aflétta viðskiptabanni á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband