Félagslegar umbreytingar

Nú gengur Íslenskt samfélag, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu í gegnum umbreytingar í félagslegri stöðu fólks á milli. Staða margra mun riðlast. Munurinn gæti orðið sýnilegur milli  hverfa og bæjarhluta. Án þess að mála fjandann á vegginn er ekki ólíklegt að ákveðin rými höfuðborgarsvæðisins verði ver stödd en önnur á komandi misserum. Þetta er samfélagsvandi sem við þurfum að takast á við. Í landfræðinni er löng hefð fyrir rannsóknum í mismunandi borgarrýmum (og þannig séð, í búseturýmum almennt). Ein versta afleiðing í afkomu-mismun milli bæjarhluta (sem nú þegar er raunar til staðar og hefur verið allt hið yfirlýsta velmegunartímabil) eru glæpir og fíkn og glæpir sem afleiðing af því, sem komin eru til vegna örvæntingar fólks. Oft atvinnuleysis, örorku og afleiddra vandamála við að sjá fyrir sér og sínum.

Rannsóknir á björgum fólks milli hverfa á grundvelli afkomu sýna að aðferðir til að bjarga sér, hugarfar til sjálfsbjargar, möguleikar heimilanna til að tryggja sér lífsviðurværi og  framlag heimilanna til nærumhverfisins er mismunandi farið.

Nóbelsverðlaunahafinn Amartya Sen hefur fært rök fyrir því að efnislegt ójafnrétti (við köllum það á Íslandi mismun í afkomu fólks) þurfi að skoða úfyrir kassann tekjur eða tekjuspá og notagildi eða nytjar. Hann telur miklu mikilvægara að kortleggja "capabilities" persóna eða heimila. Það er, hvaða krafta (í óeiginlegum og eiginlegum skilningi) getur persónan eða heimilið boðið fram. Í þessu ljósi er ekki endilega víst að íbúar einbýlishúsahverfis með 200-400 fermetra heimilum sé að skila neinu verulegu til nærsamfélagsins. Þannig gæti braggahverfi eða smáíbúðahverfi, blokkarhverfi haft meiri félagsauð en auðmannahverfið. Framlag íbúa til að skapa gott samfélag og tryggt er þar með meira í braggahverfi fortíðarinnar en í auðmannahverfinu. Þetta þarf þó ekki endilega að vera svona. Hér er einungis dregið fram mjög andstæðufullt dæmi til að gera dæmið skýrara.

Raunar sýna rannsóknir að þrátt fyrir að lítið sé um peninga eru sum heimili og svæði betur í stakk búin að veita dýpri og víðtækari félagslegan stuðning og samheldni. Umhverfið nýtur góðs af þessu í formi trausts milli íbúa, öryggis og þarmeð aukinnar vellíðunar íbúanna. Ef ætti að snúa þetta upp á kapítaliska haghugsunardrætti má segja að virði fasteigna á markaði ætti að vera þess meira þar eð yndisaukagildi hverfis/götunnar/hússins væri hluti af verðmætamati þess.

Við erum svo vel sett hér á Íslandi að við búum ekki við félagslega fátækt í stórum mæli, almennt er menntastig hátt, við búum ekki við stöðugan vöruskort og möguleikar okkar til sjálfbjargar eru ótal margir miðað við á mörgum öðrum svæðum heims.  Hér eru allar forsendur til að halda vel á málum og nýta félagsauð þrátt fyrir peningaleysi til góðs fyrir sig og sína og nærumhverfið. Það er líka hagkerfi.

Hagur fólks í samfélagi og félagsleg umgjörð og andrúmsloft eru mikilvægar fléttur sem vert er að huga að á þessum tímum. Bjargi sér hver sem getur einstaklingshyggja (t.d við að falsa peningaseðla, eða flýja frá bensíndælunni) er skammgóður vermir í því sambandi.

Það er til dæmis hægt að nýta tímann til að efla samveru fólks í hagnýtingartilgangi. Það gæti til dæmis verið mjög góð hugmynd að virkja nágranna í að fegra umhverfið saman. Hver veit nema að ný vinasambönd yrðu til sem gleddu. Það gæti verið góð hugmynd að nýta tímann til að borða saman,og svo er það ódýrara ef að lagt er í einn pottrétt saman. Og svo er það líka skemmtilegra og öllum líður betur en ef þeir hefðu setið einir fyrir framan enn eina sápuna í sjónvarpinu eða falið sig bak við lokaðar dyr.

Það er mögulegt að skapa örhagkerfi innan sinnar götu eða hverfis með sameiginlegu framtaki. Og þó það hafi ekki birtingarmynd þess hagkerfis sem við tengjum augljóslegast við - hið kapítaliska þar sem að auðsöfnun (eða það sem á ensku heitir capital accumulation) þá hangir ýmislegt annað á spýtunni í hagkerfinu en seðlar einir saman.

 


mbl.is Feiknarleg hrina auðgunarbrota í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mjög góð grein hjá þér ! kannski verður þetta allt saman til að bæta mannleg samskipti, og þá er það það besta.

Ljósakveðjur frá Lejre

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband