Það þarf líka að fylgjast vel með hverjir sitja í stjórn lífeyrissjóða

Sem dóttir manns sem að vinnur enn 72 ára að aldri vegna þess að lífeyrissjóðurinn sem að hann var í fór á hausinn fyrir um 20 árum síðan (vegna fjárglæfrastarfsemi þeirra sem ráku sjóðinn), sem neyddi hann til að horfast í augu við að þurfa að vinna þangað til hann hrykki upp af, og sem dóttir manns sem að enn á ný horfir upp á lífeyrissparnað sinn hugsanlega hverfa sem honum hefur þó tekist að safna upp síðan síðasta lífeyrissjóði sem hann var í, var keyrt í kaf - finnst mér vera komin tími til að stjórnvöld sýni að þau hafi eitthvert bein í nefinu til að banna sjúkan nepotisma og hagsmunabrölt.

Sem dóttir manns sem að hafði átt í hlutafélögum frá vordögum lýðveldisins en sem var tilkynnt fyrir nokkrum misserum að nú ætti hann hlut í einhverju öðru sem hann aldrei bað um eða fékk yfirhöfuð nokkuð um að segja, en sem nú á ekkert sé ég hvernig Laizzes faire stefna stjórnvalda hefur leikið blásaklaust fólk sem að í blindri trú hélt að hagsmuna þess væri gætt af þess tilbærum fulltrúum sem hefðu sómatilfinningu og siðferðiskennd í lagi.

Sem dóttir foreldra sem hafa unnið fyrir sér síðan þau voru smábörn og eru enn að á áttræðisaldri er mér misboðið hvernig að þetta land hefur svikið þau og prettað. 

Sem betur fer skilgreina þau sig ekki í peningum og hafa aldrei gert og þau vita líka að maður tekur ekki slíkt með sér í gröfina. Þess vegna halda þau ágætri geðheilsu.

Mér er hinsvegar sem dóttur þeirra brugðið og hef af því verulegar áhyggjur að þau fái að njóta sómasamlegrar elli. 

Ég hvet þess vegna alla til að fylgjast vel með hverjir verða kjörnir í stjórnir bæði bankasjóða og lífeyrissjóða á næstu árum þar eð það er því miður séns á að tækifærissinnar nýti sér öngþveitið til að skara að eigin köku, fremur en gæta hagsmuna almennings eins og þeim var falið.


mbl.is Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Lífeyrissjóðirnir eru flæktir í þá svikamyllu sem nú hefur hvolft þjóðfélaginu. Hvað segja forráðamenn lífeyrissjóðanna þegar rætt er um að afnema einhverja mestu þrælabúðir Íslandssögunnar, verðtrygginguna?

Þeir segja að það sé ekki hægt að afnema hana vegna þess að þá tapi lífeyrissjóðir svo miklu á síðum keðjubréfum (hlutabréfum og skuldabréfum.) Er eitthvað betra að hálfdrepa allt fólk á aldrinum 25-65 ára með þrælavinnu og skuldafangelsi til að þeir sem eldri eru hafi það gott?

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að tryggja að í stjórnum lífeyrissjóðanna verði fulltrúar svo að við sem nú erum á vinnufærum aldri höfum möguleika til að hægja á í vinnu þegar að við förum að eldast og að við höfum að einhverju að hverfa.

Anna Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:04

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef það þarf að skipta í stjórnunum verður að setja þar fólk sem fjárfestir ekki í hlutabréfum. Það er glórulaust að spila rússneska rúllettu með afkomu aldraðra og ótrúlegt að lífeyrissjóðirnir hafi fengið að komast upp með það. Nýju stjórarnir verða líka að vera tilbúnir að afnema verðtrygginguna.

Það verður bara að hafa það ef greiðslur og inneignir skerðast. Hagnaður lífeyrissjóðanna af fjárfestingu í þeim klósettpappír sem nú er að sýna sig hafa verið verðlausan var aldrei alvöru hagnaður. Það verður að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.

Koma má til móts við aldraða á annan hátt en með því að murka lífið úr vinnandi fólki, því fólki sem á að standa undir verðmætasköpuninni og velferðinni.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er svona svipað og hefur verið í ameríku þar sem fólk á áttræðis aldri vinnur í nokkrum vinnu. ósköp átakanlegt og ég skil vel tilfinningar þínar..

Kærleiksríkar kveðjur til þín !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband