Mér þykir leiðinlegt að Darling er mun skýrari en Árni

Ég er nokkuð vön að rýna í viðtöl enda starfa ég m.a við að beita viðtalstækni í eigin rannsóknum og ætti því að hafa nokkra æfingu í greiningu á slíku. Ef að þetta viðtal er rétt þýtt kemur fulltrúi okkar lands, Árni Matthiesen mun ver út úr því en fjármálaráðherra Bretlands. Ef ætti að þema viðtalið mundi það fjalla um ósk svara við spurningum  vs. vörn með þokukenndum svörum.

Því miður kemur Árni ekki nægilega vel út úr þessu, þó að breski fjármálaráðherrann sé endalaust að vísa í samtal sitt og viðskiptaráðherra Björgvin Sigurðsson (sem hann greinilega hafði eitthvað ruglað saman við fjármálaráðherrann).

Ég veit ekki hvort að svona plagg er hægt að nota sem ígildi sönnunargagna í réttarhöldum eða hvort að það hefur almennt nokkuð lagalegt gildi. Hitt er annað mál að samræðurnar einkennast annars vegar af spyrjanda sem hefur nokkuð markvissar spurningar og svaranda sem er mjög þokukenndur um hvað hann veit og sem dregur seiminn varðandi túlkanir á afleiðingum ákvarðana sem nýverið höfðu verið teknar af ríkisstjórn. Það er ekki gott. 

Að öðru leyti hef ég ekkert við þetta að athuga annað en segja að þetta samtal hefur örugglega ekki verið auðvelt, hvorki fyrir fjármálaráðherra Breta né fjármálaráðherra Íslendinga.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Transcript challenges UK position on Iceland  (www.ft.com)

By David Ibison in Reykjavik and George Parker in London

Published: October 23 2008 23:56 | Last updated: October 23 2008 23:56

function floatContent(){var paraNum = "3" paraNum = paraNum - 1;var tb = document.getElementById('floating-con');var nl = document.getElementById('floating-target');if(tb.getElementsByTagName("div").length> 0){if (nl.getElementsByTagName("p").length>= paraNum){nl.insertBefore(tb,nl.getElementsByTagName("p")[paraNum]);}else {if (nl.getElementsByTagName("p").length == 3){nl.insertBefore(tb,nl.getElementsByTagName("p")[2]);}else {nl.insertBefore(tb,nl.getElementsByTagName("p")[0]);}}}}

A transcript of a conversation between the UK chancellor, Alistair Darling, and his Icelandic counterpart appears to question the British government’s claim that Iceland had refused to compensate UK savers.

The transcript, obtained by the Financial Times, is of a telephone conversation at the height of the crisis on October 7 between Mr Darling and Árni Mathiesen, Icelandic finance minister.

In it they discuss whether or not the Icelandic government is in a position to compensate up to 300,000 British depositors in Icesave, the online arm of Landsbanki, the Icelandic bank.

At no point does the Icelandic finance minister state unequivocally that Iceland would not honour its obligations.

Instead, Mr Mathiesen says that Iceland plans to use its compensation scheme to try to meet obligations to British depositors.

This commits Iceland to paying €20,887 (£16,462) under directives agreed as part of its membership of the European Economic Area.

____________________________

Þarf nokkuð að segja meira?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er allt saman svo leiðinlegt , en takk fyrir fína færslu.

hafðu það fallegt

Kærleikur til þín frá Lejre

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir athugasemdirnar.  Ég skrifaði ekki um að það réttlætti gerðir Darling, en tók einungis afstöðu til þess að það kemur sjaldan vel út að geta ekki svarað. Hinsvegar er ég mjög fegin að sjá hvernig Bretarnir hafa túlkað samtalið og hugsanlega mun það verða okkur til happs í framhaldinu. Það sýður í fólki reiðin um þessar mundir en einmitt útskriftir af samtali eins og þessu veita almenningi innsýn sem er örugglega nauðsynleg til að fá umræðu niður á jörðina, en hún verður ansi loftug um þessar mundir.  

Ég er viss um að það eru líka bjartir tímar framundan - ef að fólk missir sig ekki og passar sig að halda geðheilsunni. Ég upplifi sjálf aukna gleði í samskiptum við fólk sem einhvern veginn er að verða skemmtilegra en það var. Það voru einhvern veginn svo margir sjálfhverfari, og samskipti fólks voru kaldari. Það voru einhvern veginn ég um mig frá mér til mín tímar bara fyrir tveimur mánuðum og fólk var leiðinlegra. 

Anna Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband