23.10.2008 | 14:34
Óvilhalla rannsóknarnefnd að utan fremur en hvítþvottabók
Þorvaldur Gylfason skrifaði mjög góða grein í fréttablað dagsins og hann og Ólafur virðast sammála um að afar mikilvægt sé að gerð verði úttekt á orsakasamhengi framvindu íslenskra efnahagsmála fram að og í kjölfar hruns fjármála- og bankakerfisins hér á landi. Ég er fyllilega sammála þessu og tel að svíki Íslensk stjórnvöld íslenskan almenning um það, gæti komið hér til grimmilegs byltingarástands sem enginn kærði sig um. Ég vona að stjórnvöld átti sig á þessu. Hvítbókar áform forsætisráðherra eru einfaldlega ekki að sannfæra þjóðina um að allt verði sett upp á borðið fyrir þjóðina í þeirri tiltekt og enduruppbyggingu sem stendur hér fyrir dyrum!
Annars sá ég grein í dagblaðinu Nei, þar sem því er haldið fram að starfsmenn utanríkisráðuneytis vinni nú í því að bægja frá þeirri hættu að erlendis muni menn í framtíðinni tengja hrapaleg mistök í hagstjórn við hugtök tengd Íslandi. Sjá hér að neðan beina tilvitnun
"Fulltrúar Utanríkisráðuneytisins hafa áhyggjur af því að hugtök á við Iceland disease, Iceland syndrome og Icelandization festi rætur í enskri tungu, sem orð yfir allskonar kreppuvitleysu ef ekki er gripið til samræmdra aðgerða til að sporna við því.
Við gúglun kemur orðið Icelandization upp 42 sinnum, meðal annars í meðförum sagnfræðingsins Erics Hobsbawm, sem fjallar um hvað einsleit samfélög og skýrt afmarkaðar þjóðir séu sjaldgæf: Even in Iceland, with its 300,000 inhabitants, such uniformity is only maintained by a ruthless policy of Icelandization, including forcing every immigrant to take an ancient Icelandic name."
A ruthless policy of Icelandization. Nei."
Ég veit auðvitað ekki hvort að þessi frétt er rangfærsla en hef þetta að segja:
"a ruthless policy of Icelandization" vísar til hreintungustefnu Íslendinga (Frakkar hafa stundað hana líka) og ekki til hagstjórnar eða efnahagsmála. Þó hreintungustefnan hafi alltaf verið umdeild og umræðan tilfinningahlaðin er hún allt annars eðlis en hrun bankastarfsemi og nær gjaldþrot heillar þjóðar. Ef eitthvað - er hægt að líkja því við að flestir Íslendingar hefðu á tveimur vikum gleymt móðurmáli sínu og væru nú mállausir. Hvernig væri að tala um spaða þegar umfjöllunin fjallar um spaða. Ég held að utanríkisráðuneytið geti í raun lítið gert í því að breyta hugtakinu Iceland Syndrome eins og málum er komið - einungis sagan mun skera úr því hvort að Iceland syndrome leitar í hagfræði- og hagsögubækur framtíðar á erlendum vettvangi hvort sem okkur líkar betur eða ver.
Vill óháða erlenda úttekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.