Ný þjóðfélagsskipan með öðrum forgangsmálum - er það útópía?

solarselluriRom 

Ég las áhugaverða grein í dag í danska dagblaðinu Information um að í næstu viku myndi umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna birta skýrslu þar sem því er haldið fram að ný hagskipan með afturhvarfi frá einhæfri áherslu á auðmagnshyggju og spákaupmennsku gæti fært hagsæld að nýju. Þar sem endurdreifing fjármagns fókuseri á sjálfbæra atvinnusköpun og ný tækifæri til hagvaxtar.  Því er haldið fram að hægt væri að skapa um milljón störf í grænni framleiðslu. Það hljómar vel, en í dag eru mörg ljón í veginum fyrir því að mönnum takist að halda sjónar á því.

Á tímum hamfara í fjármálakerfi iðnríkjanna hafa fulltrúar þjóðanna ekki sparað orkuna í það að reyna að viðhalda og spyrna við hruni bankakerfisins. Þessar áhyggjur hafa gegnsýrt fréttaflutning, þjóðfélagsumræðu og andlegar kyrnur fólks undanfarnar vikur og ógna því að umræða um langtíma úrræði við loftslagsbreytingum og sjálfbærni áform fái tilhlýðilega athygli.

 Fjármálakreppan og hagræn niðursveifla á alþjóða vettvangi munu líklega gera alþjóðlegum samningum um metnaðarfulla loftslagssáttmála erfitt fyrir á áformuðum heimsfundi um loftslagsbreytingar í Kaupmannahöfn að ári. Leiðtogar ESB aðildarlandanna  settu málefni um loftslagsmál einmitt til hliðar á fundi þeirra í gærkvöldi af því að lönd eins og Pólland, Þýskaland og Ítalía eru svo á barmi örvæntingar efnahagslega. Frakkland sem leiðir ESB samstarfið í ár og embættismenn þeirra þurftu að gefa upp á bátinn að ná samkomulagi um skjal sem unnið hafði verið að um þessi mál.

Samkvæmt Information er Yvo de Boer sem gegnir stöðu yfirmanns Loftslagsstofnunar Sameinuðu Þjóðanna talsvert áhyggjufullur yfir að fjármagn heimsins verði fyrst og fremst notað til að halda núverandi banka- og fjármálakerfi fljótandi (þó ljóst sé að sjálft kerfið hafi byggt á ósjálfbærum forsendum; mín athugasemd) og að það muni hafa neikvæðar afleiðingar fyrir fátækt í heiminum.  Hann telur að slíkar aðgerðir muni geta gert stöðu hinna fátækustu af þeim fátækustu enn verri en nú er og þarmeð gert þróun í átt að jafnari kjörum milli suður og norðurs að engu. Vandinn er að flestar fjárfestingar hafa haft skammtímafókus en ekki langtíma markmið un endurfjárfestingar í sjálfbærri þróun og hinum raunverulegu verðmætum.

green-new-deal

Sú hugsanavilla tröllríður öllu að peningar séu allt eða eins og enskurinn segir "money makes the world go round". Náttúran býr til verðmæti, en peningar eru aðeins afleiða af henni. Vistkerfi, fjölbreytileiki náttúru og náttúruauðlindir eru uppsprettur ríkisdóms hvar sem er á jarðkúlunni. Nick Nuttall sem vinnur fyrir umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna spyr: Afhverju er orkustyrkjum að 300 milljarða dollurum enn haldið úti í Ameríku sem að fyrst og fremst nýtast jarðefniseldsneytis-öflun. Slíkir styrkir gleðja fyrst og fremst orkufyrirtæki í jarðefniseldnseytisöflun og vinnslu og verða því ekki til að gleðja eða hvetja til  nýsköpunar í annars konar orkutækni og er heldur ekki hvetjandi fyrir orkusparnað né heldur fyrir skynsamar aðgerðir í loftslagsmálum.

Fyrrnefndur Nuttall telur að ef að heimsþorpið/alþjóða samfélagið getur ekki sýnt frammistöðu sína í aðgerðum sem að koma í veg fyrir skort í tengslum við náttúru-auð er illt í efni. Í næstu viku mun í London verða kynnt skýrsla undir nafninu New Green Deal sem að setur á oddinn málefni þessi.

Það er auðvitað slæmt ef að lánafjármagnskreppa og bankakreppa verða einhverskonar fjarvistarsönnun fyrir að taka á hinum raunverulegu málum.

Svona ein nóta í lokin. Ég tel reyndar að við Íslendingar eigum góðar stoðir í orkunni og sérstaklega ef við berum gæfu til að beina sjónum okkar víða að orkuöflun - mér sýnist á öllu að við séum að fara í þann farveg...en geri ráð fyrir að þau mál verði áfram umdeild. Fjárfestingar í grænni orku eru okkur mikilvæg - við stöndum betur en margar aðrar þjóðir hvað það varðar (og þá ekki síst Bandaríkjamenn, Pólverjar, Þjóðverjar, Ítalir og margar fleiri stórþjóðir).

Sjá grein í fullri lengd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband