Litla stúlkan með eldspýturnar

Ja fussum svei, ja fussumsvei, mig furðar þetta rót - í hverju skoti skúm og ryk og skran og rusl og dót. Meira að segja litla stúlkan með eldspýturnar fékk nú að horfa inn um gluggann í ævintýri H.C. Andersen þar sem fólk reif í sig veigarnar á jólunum. Það er nú fokið í flest skjól þegar að ekki er einu sinni hægt að skoða töskur og láta sig dreyma. Reyndar á hún Sigrún Thorlacius vinkona mín eina flottustu kventösku norðan Alpafjalla (sem ég veit hún keypti í London), svo hún hefur bara verið að skoða. Ja, fussum svei.


mbl.is Rekin úr búð í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverður þessi Danafídus í íslenskum fjölmiðlum.

Hermann (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sammála - ætli við þjáumst ekki svolítið enn af einhverri nýlendu-minnimáttarkennd gagnvart þeim og þeir af gamalli gremju yfir sjálfstæði okkar. Veit ekki, hélt að það hefði rjátlað af okkur og þeim....en þeir eru enn í anda herraþjóð, allavega sumir hverjir.

Anna Karlsdóttir, 16.10.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband