17.9.2008 | 11:41
Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl
Mig langar að benda þeim á sem ekki ætla að læra vistakstur (sem er allra góðra gjalda vert) og þeim sem að hafa áhuga á fjölþættum samgöngukerfum í borg og eru ekki öfgafólk á móti eða með bílum heldur bara skynsamt jákvætt fólk sem sér fleiri kosti í stöðunni - að haldinn verður stofnfundur samtaka um bíllausan lífsstíl í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl 20 í kvöld í tilefni af Samgönguviku Evrópuborga. Markmið fundarins er að skapa vettvang fyrir hitting hressilegs fólks sem að hefur áhuga á ýmsu er varðar samgöngumál borgarinnar - strætó og almenningssamgöngur, aðstöðu hjólreiða-, göngu og hlaupafólks og borgarskipulag og mannlíf. Sjá af síðunni
Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er
Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.
Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.
Hópurinn er þverpólitískur, og leggur því meiri áherslu á að berjast fyrir réttindum þeirra er kjósa sér bíllausan lífsstíl fremur en sértækum og hugsanlega umdeilanlegum lausnum.
Hópurinn mun því berjast fyrir eftirfarandi atriðum:
Hópurinn mun einnig kynna kosti þess að lifa bíllausum lífsstíl fyrir þá sem ekki gera það í dag, hvaða áhrif það hefur á líf þess og nærumhverfi og hvetja fólk til að breyta um lífsstíl eftir fremsta megni.
Ég er í strætóhópnum af því að mér finnst áríðandi að standa vörð um almenningssamgöngukerfið í borginni fyrir sífellt fjölbreytilegra mannlíf sem rúmast hér.
Svo er líka svo gaman að hitta fólk í strætó, og geta setið og látið sig dreyma út um gluggann - fylgst með honum sem situr alltaf og flettir portúgölsku/Brasílísku orðabókinni dag eftir dag (ætli hann sé að fara til Brasilíu), ræða um japanska krimma við konuna sem var að byrja á bókinni, brosa fallega til vagnstjórans sem virtist eitthvað hnýpinn, og bjóða góðan daginn osfrv.
Átak í vistakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.