Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl

Mig langar að benda þeim á sem ekki ætla að læra vistakstur (sem er allra góðra gjalda vert) og þeim sem að hafa áhuga á fjölþættum samgöngukerfum í borg og eru ekki öfgafólk á móti eða með bílum heldur bara skynsamt jákvætt fólk sem sér fleiri kosti í stöðunni - að haldinn verður stofnfundur samtaka um bíllausan lífsstíl í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl 20 í kvöld í tilefni af Samgönguviku Evrópuborga. Markmið fundarins er að skapa vettvang fyrir hitting hressilegs fólks sem að hefur áhuga á ýmsu er varðar samgöngumál borgarinnar - strætó og almenningssamgöngur, aðstöðu hjólreiða-, göngu og hlaupafólks og borgarskipulag og mannlíf. Sjá af síðunni

www.billaus.is

Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er

Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.

Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.

Hópurinn er þverpólitískur, og leggur því meiri áherslu á að berjast fyrir réttindum þeirra er kjósa sér bíllausan lífsstíl fremur en sértækum og hugsanlega umdeilanlegum lausnum.

Hópurinn mun því berjast fyrir eftirfarandi atriðum: 

  • að borin sé virðing fyrir almannarými á borð við gangstéttir og torg, og að sektir fyrir ólöglega lögðum faratækjum séu sambærilegar á við það sem gerist í nágrannaborgum og að sektað sé allan tíma sólarhringsins,
  • að gætt þess verði að stofnæðar trufli sem minnst nærliggjandi byggð,
  • að draga úr niðurgreiðslum til handa bílandi á formi gjaldfrjálsra bílastæða við stofnanir, verslanir og fyrirtæki, óbeinnar gjaldtöku af umferðarmannvirkjum og hverju því sem dregur úr samkeppnishæfni annarra valkosta við einkabílinn,
  • að hvetja til þess að lagðir séu göngustígar og hjólabrautir með sambærilegum metnaði og götur fyrir bíla,
  • að umferðaræðar verði skipulagðar sem breiðstræti ekki síður en hraðbrautir þar sem við á,
  • að almenningssamgöngur fái sérakreinar á stofnæðum þar sem hætta er á biðraðamyndun og töfum,
  • að lögð verði enn meiri áhersla á skjólmyndun með trjágróðri en nú er.

Hópurinn mun einnig kynna kosti þess að lifa bíllausum lífsstíl fyrir þá sem ekki gera það í dag, hvaða áhrif það hefur á líf þess og nærumhverfi og hvetja fólk til að breyta um lífsstíl eftir fremsta megni.

Ég er í strætóhópnum af því að mér finnst áríðandi að standa vörð um almenningssamgöngukerfið í borginni fyrir sífellt fjölbreytilegra mannlíf sem rúmast hér.

Svo er líka svo gaman að hitta fólk í strætó, og geta setið og látið sig dreyma út um gluggann - fylgst með honum sem situr alltaf og flettir portúgölsku/Brasílísku orðabókinni dag eftir dag (ætli hann sé að fara til Brasilíu), ræða um japanska krimma við konuna sem var að byrja á bókinni, brosa fallega til vagnstjórans sem virtist eitthvað hnýpinn, og bjóða góðan daginn osfrv.

 


mbl.is Átak í vistakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband