Tinna vel að starfinu komin

Jafnvel þó að vinkona mín Silja Bára hafi ekki fengið embættið fagna ég ráðningu Tinnu sem ég þekki vel úr menntaskóla. Hún er stólpamanneskja (og ég meina það jákvætt) og hefur staðið sig vel þar sem hún hefur starfað. Það er alltaf erfitt að velja þegar að mikið er um hæfileikafólk sem sækir um einu og sömu stöðuna. Mér fannst persónulega skemmtilegast að Stefán Pálsson formaður herstöðva-andstæðinga sótti um. Það hefði auðvitað verið frétt til næsta bæjar hefði hann hreppt starfið. Fyrir nöldrara er gott að muna að allir ættu að hafa rétt á að sanna sig í nýju starfi. Bíðum því með að dæma og leyfum nýjum starfsmanni að sanna sig á nýjum vettvangi.
mbl.is Skipuð forstjóri Varnarmálastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband