Lýðræðisþróun Evrópusambandsins

Nú er búið að lappa upp á stjórnaskrá Evrópusambandsins sem nú heitir Lissabon samningurinn og mun yfir sumar Evrópusambandsþjóðirnar ganga án þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkar fóru jú flatt á því að treysta eigin þjóð til að kjósa um málið (eins og sú þjóð hefur nú alltaf aðhyllst stóru skrefin í framþróun Evrópusamstarfsins).

Það er margt í lýðræðisþróun Evrópusambandsins sem ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvaða stórveldi menn vilja ganga inn í og á hvaða forsendum.

Með viðtöku Lissabon-sáttmálans munu stjórnarskrár aðildarlandanna verða undirorpnar sáttmálanum þegar að Evrópuráðið setur fram löggjöf fyrir aðildarlöndin. Þetta þýðir að löggjöf þarf fyrst og fremst að samræmast markmiðum í Lissabon sáttmálanum og getur verið á skjön við gildandi stjórnskrá landanna (en það er þá vandamál þeirra sjálfra).

Annað sem ætti að vekja fólk til umhugsunar um lýðræðisþróun á vegum Evrópusambandsins er að þrátt fyrir að til sé stofnun innan sambandsins, evrópusambands-Þingið, er það Evrópuráðsins eins að setja fram löggjöf eftir gildistöku Lissabon sáttmálans.

Þó að Evrópuráðið sé undir ráðherranefndinni þá stjórna og stella innandyra í ráðinu mis spilltir embættismenn.  Evrópuráðið er því mjög valdamikið og völdin eru í höndum fólks sem ekki er lýðræðislega kosið, hvað þá að það þurfi að standa reikningsskil gagnvart almenningi.

Forseti ráðsins yrði ekki kosin. Hann yrði skipaður, í gegnum valdaspil og refskákir sem færu fram bakvið loftþétt luktar dyr. Í þessu ljósi er lýðræðisþróun í Bandaríkjunum komin langt framar en í Evrópu.  Manni dettur í hug alræði!

Á meðan að allir sjónvarpskjáir heimsins endurvarpa forprófkjörum bandarískra forframbjóðenda til forsetaembættisins er lýðræðið í verðandi stórveldi Evrópusambandsins ekki meira en svo.

Þetta getur haft írónískar og pínlegar afleiðingar fyrir samskipti fulltrúa Evrópusambandsins við önnur lönd á alþjóðavettvangi. T.d er forseti sambandsins fer í opinbera heimsókn til Kína og ber fram opinberar yfirlýsingar um áhyggjur af mannréttindamálum. Kínverjar sjá í gegnum þessa holu vísifingurssveiflu.

Þeir spyrja á móti hvað forsetinn fékk mörg atkvæði þegar hann var kosinn og komst til valda yfir 25 löndum!!!! Honum verður svara vant, því hann fékk enginn. 

Það er margt sem þyrfti að breytast í ákvarðanatökuferlum sambandsins til að ég gæti fellt mig við aðild Íslands að sambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband