Gott hjá Gísla!

Gaman að sjá Gísla, gamlan félaga úr stjórn námsmannafélagsins í Kaupmannahöfn (nú Stúdentafélagið) leggur sitt af mörkum í viðbragðsáætlunum vegna þessara hræðilegu náttúruhamfara í Myanmar.

Danskar sjónvarpsstöðvar greindu frá því í gærkvöldi að orkukexið sem sent var úr norðurhöfninni fyrir fjórum dögum síðan (á vegum unicef) en hafði verið gert upptækt af fulltrúum herforingastjórnarinnar við komuna til Rangoon, er nú loks frelsað úr geymslum lagersins á flugstöðinni.

Fyrsti rauða kross báturinn sigldi af stað með það en sökk á leiðinni vegna erfiðleika með að komast um flóðasvæðið. Allar þær hundruð þúsunda vatnshreinsandi taflna sem sendar voru héðan af kastrup velli í vikunni hafa enn ekki náð til fólksins (eftir því sem næst verður komist).

Það er vonandi að Gísla takist að lesa rétt úr stöðunni, manni skylst að mikið beri í milli opinberrra miðla og t.d búrmanskra flóttamanna sem vinna við fjölmiðla á vesturlöndum í frásögnum frá afleiðingum stormsins. Og þá er vert að nefna ef það hefur ekki komið fram heima að norræna ráðherranefndin og þarmeð íslensk stjórnvöld eiga þátt í að halda úti alternativri útvarps- og sjónvarpsstöð í gegnum gervihnött og hún miðlar dálítið öðrum fréttum en fulltrúar herforingjastjórnarinnar. Fréttastofan er staðsett í Osló og þar vinna um 15-20 X-búrmesar.

 


mbl.is Íslendingur stýrir stuðningi Microsoft við Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband