Ferðamálamarkaðssetning sem geispar golunni!

Einar Gústavsson hefur lengi verið mjög öflugur í markaðsmálum á Íslandi sem áfangastað. Ég hélt annars að hann hefði verið að draga sig í hlé og Ólafur Hand að taka við. Ekki margt sem bendir til þess samkvæmt fréttinni.

Einar stóð meðal annars fyrir því að gera mjög vandað og flott markaðsátak í Norður Ameríku fyrir nokkrum árum þar sem hálfri milljón vídeó-diska var dreift um álfuna til að vekja athygli á ferða-auðlindum Íslands af ýmsum toga.

Mér finnst þessi íslandskynning í tengslum við myndina The Bucket list einnig mjög frumleg, en velti fyrir mér slagorðunum "A must see destination before you kick the bucket", sem í lauslegri þýðingu myndi vera "Alveg nauðsynlegur áfangastaður áður en þú hrekkur upp af eða geispar golunni". Hvurslags eiginlega er þetta á nú að fara að draga fleiri ameríska gamlingja á grafarbakkanum hingað, eða hvað meina þeir félagar eiginlega?Wink


mbl.is Íslandskynning í tengslum við frumsýningu The Bucket List
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband