Mafíuaðferðir verktaka og smábærinn Reykjavík!

Þessi aðferð að hraða niðurníslu húsa með því að leigja ógæfufólki og eiturlyfjasölum hús í miðbænum er til skammar en hún er reyndar þekkt frá fleiri borgum en Reykjavík, því miður. Ég held því miður að Hörður hafi á réttu að standa. Ég þekki sjálf til tveggja tilfella þar sem þetta var einmitt málið. Að hrella nágranna og hrekja í burtu, gjaldfella eignir þeirra með vandræðum af völdum óstöðugra leigjenda sem jafnvel kveiktu í og annað....Ég veit til að lögregla kom mjög oft í vísítasíu í annað húsið vegna þess að þar var mjög áberandi eiturlyfjasala. En það var eins og að allt væri á bak og burt eða að lögreglan hefði ekki nægilegar heimildir til að gera skurk í málunum. Húsaeigandinn sem nótabene átti víst ekki alveg hreinan feril lét sem ekkert væri, ætli sjálfsagt bara að kaupa fleiri hús í grenndinni þegar að nágrannarnir færu hægt og sígandi að hypja sig.

Reykjavík er pínulítill smábær á mælikvarða annarra þjóða. Kannski fyrst og fremst þess vegna skilur maður ekki alveg svona. Reykjavík er borg sem er með brenglaða sjálfsmynd heldur sig stærri og stórborgaralegri en hún í rauninni er, geltir og er agressív eins og lítill skrauthundur. Reykjavík er með vaxtarverki á alvarlegu stigi og hefur tekið upp alla helstu ósiði stærri borga (þó hún eigi engan veginn fyrir því sem smábær).


mbl.is Flytja óreglufólk inn til að gera nágrönnum lífið leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Einkenni á að spilling á íslandi er farin að rista mun dýpra en áður, aðferðir í keim við óprúttnar viðskiptaaðferðir og spurning hversu mikið af viðskiptum eru heiðarleg. Kannski ekki að undra í þjóðfélagi þar sem græðginni er hampað. Þetta ástand mun versna þar til farið verður að spyrna á móti óheiðarleika og lygi. Sem er ekki í augsýn.

Ólafur Þórðarson, 11.1.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll veffari!

Ég held að þorri fólks sé heiðarlegur hér á landi en það leynast auðvitað misjafnir sauðir hér eins og víða. Ég trúi að við þessu verði spyrnt, ég neita að trúa að fólki sé sama. Kannski er ég ólæknandi í bjartsýninni. Ég veit allavega að þetta er áhyggjuefni meðal lögreglumanna.

Anna Karlsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband