Vei Ívanov og Páll Baldvin á hressingarhæli!

Ég fór á jólasýningu Þjóðleikhússins á verkinu Ívanov í leikgerð og leikstjórn Baltasar Kormáks.

Mér fannst snilld hvernig hægt var að snúa svona þunglyndislegu verki upp á skemmtilegt plan sem ekki var rýrt inntaki.

Dramb, tregi yfir persónulegum fórnum, eigingirni, illkvitni, sjálfsafneitun, taktleysi í mannlegum samskiptum og sjálfsvorkun eru blandaðar satíru sem féll mér vel í geð. Hið aumkunarverða í geði mannsins er gert skil á athyglisverðan hátt, sveipað háðung svo hægt sé að hlægja í stað þess að gráta.

Ég get ekki annað séð en að þetta sé hressileg nýbreytni á annars þunglamalegu verki.

Ég er ekki nógu vel menntuð til að leggja á það hreinræktaða listræna dóma eða hef ekki tök á að meta hversu vel eða illa var farið með upprunalegt handrit vs. mismunandi þýðingar verksins úr rússnesku.

Mér fannst tónlistin virka vel í verkinu og undirbyggja stemningu, mér fannst leikmyndin afbragðs-sniðug og mér fannst boðskapurinn og flétturnar í verkinu komast til skila (aur og auraleysi, status og stöðuhækkun, missir stöðu og vonleysi, eigingirni og afneitun og hvernig flóttahyggja siglir fólki að feigðarósi osfrv).

Að mínu viti var sýningin góð skemmtun og eftirþankaverð!

Er ekki bara kominn tími til að Páll Baldvin fari á gott hressingarhæli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband