Vindurinn í þögninni!

Hann segir fíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,shhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh,fúúuuuuuuuuuuuuuuuuuuu inn um gluggana hjá mér.  Það er náðugt að sitja inni í hlýjunni þegar rokið beljar fyrir utan. Fór og keypti mér tvær ljóðabækur í tilefni dagsins.

Ætlaði að hreppa bókina eftir Kristínu Sóleyju Tómasdóttur sem ég hef miklar mætur á eftir að hafa lesið spaltana hennar og er viss um að hún er spennandi skáld. 

Náði að hreppa síðustu bók Gerðar Kristnýjar vinkonu minnar - Höggstaður -  í Eymundsson (haha rétt nappaði henni fyrir framan nefið á annari konu sem leit vonsvikin á mig!). Ég er líka viss um að ég er með góðan grip í höndunum þar. Afgreiðslustúlkan sagði við mig: "Þú veist að þú getur ekki skilað henni, því þetta er sýningareintak!". TIL HVERS ætti ég að skila henni, sagði ég þá. Ég held að aumingja starfsfólk bókabúðanna þurfi að fara komast í frí. Maður getur alveg keypt bækur fyrir sjálfan sig.

Greip síðan bókina hans Þórarins Eldjárns, Fjöllin verða að duga. Líst vel á hana. Ætla að hjúfra mig í stól og kveikja á kertum. Kósý!

Oj, þarna sprakk flugeldur! PÚFF - PANG! 

Fyrir akkúrat ári síðan lést frænka mín af slysförum, af völdum flugeldasprengingar. Hún var á hestbaki blessunin og datt af baki þegar hesturinn fældist, fékk högg beint á banakringluna. Búið - bless!

Eftir þetta setur að mér leiða í hvert skipti sem ég heyri hvellina. Ég veit ekki hvenær ég get aftur farið að líta flugelda réttum augum. En finnst í raun að banna ætti sprengingar fram að gamlársdag, jafnvel þó veðurspáin væri óhagstæð.

Bið ykkur vel að lifa, líka yfir áramótin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég var einmitt í gærkvöldi að hugsa um slys sem verða vegna þess að hestar fælast af völdum flugelda. Samhryggist þér.

Flugeldasýning þykir eitthvað ógurlega merkileg, t.d. lét bæjarstjórinn á Akureyri einhvern tíma skjóta upp flugeldum þegar síðasta skemmtiferðaskip sumarsins fór í burtu. Þær hafa orðið þó nokkrar sýningarnar sum árin hér á Akureyri, fyrir utan að fólk virðist skjóta upp þegar því sýnist og var byrjað á því fyrir jól þetta árið. Svo var opnaður banki í sumar og flugeldasýning. Má annars skjóta upp flugeldum nema á gamlársdag og þrettándanum?

Svo þú náðir Höggstað, en samt ekki á neinum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.12.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Hrifningin af ljósunum eða sjálfum sprengingunum gerir fólk barnalegt, það fær glampa í augun við að sjá dýrðina ljóma á himnum, ég skil það svosem vel. En þetta er eiginlega komið út yfir allan þjófabálk - það er alltaf verið að finna tilefni og nú síðustu daga, já jafnvel frá því fyrir jól (eins og þú segir) er verið að skjóta upp út um allan bæ allann daginn. Ég þekki ekki reglugerðir um flugeldasprengingar, en geri ráð fyrir að þær séu litlar eða fremur gisnar hér í villta vestrinu

Anna Karlsdóttir, 30.12.2007 kl. 22:36

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Já, ég fékk höggstað! Á þessum tímum dimmu og dásamlegs veðurs nenni ég ekki að finna höggstað á neinum!

Anna Karlsdóttir, 30.12.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband