14.12.2007 | 23:24
Mælikvarði á velmegun?!
Vitringurinn í fjölskyldunni kom til mín fyrir nokkrum dögum og kvað bekkjarbróður sinn all-ríkan, fjölskyldu hans ríka og foreldra. Og hvernig mældir þú það vinur, spurði ég í forundran. Jú, þau eiga súkkulaði gosbrunn!!!!
Ja, það er spurning nú þegar að alda trampolín-innkaupa er liðinn og þau hvort eð er fokin út í veður og vind, hvort að það eru súkkulaði-gosbrunnar (sem auðvitað brýnasta nauðsyn hverrar fjölskyldu) er mælikvarði á velmegun vorra daga??
Ég bara velti þessu svona fyrir mér.
P.s ef einhver á aflögu gamalt fótanuddtæki, þigg ég það gjarnan. Var hvort eð er að sauma mér jólakjólinn úr gömlum gardínum!!
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kjólefni fékkst á Ísafirði á sínum tíma, kannski í kaupfélaginu. En fyrrverandi tengdamóðir mín og góð vinkona Elín Sigurðardóttir, keypti það og gaf mér til afnota þegar ég flutti með fjölskylduna heim til Íslands á sínum tíma. Þetta er skærgult/gylt og appelsínugult efni með blómum sem fellur afar vel í kjólefni....Þannig að þú varst hlægilega nærri því að geta rétt!
Anna Karlsdóttir, 15.12.2007 kl. 13:21
Ég meina gardínurnar
Anna Karlsdóttir, 15.12.2007 kl. 13:22
Mér líst nú ansi vel á súkkulaðigosbrunn! Vonandi dýrt og fínt súkkulaði því að kannski æti maður minna af því og nyti þess betur en þess mismunandi góða nammis sem flæðir yfir allt, allan ársins hring. Tekurðu þig vel út í jólakjólnum?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.12.2007 kl. 16:16
Hann er allavega nógu skræpóttur blessaður! En varðandi gosbrunninn, held ég að ekkert toppi dökkt súkkulaði sem maður bryður og bræðir með tungunni.
Anna Karlsdóttir, 17.12.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.