Góð byrjun en það erfiðasta eftir!

Frábært. Til hamingju með þetta. Þetta er sögulegt að allar aðildarþjóðir Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjamenn og kínverjar með, skuli hafa samþykkt Bali-vegvísinn. Þetta er þó einungis góð byrjun. Bali-vegvísirinn eins og hann er kallaður er einungis samkomulag um að samningaviðræður um aðgerðir í loftslagsmálum milli þjóða eigi að eiga sér stað og unnið verði í því. Það er því einungis hálfur sigur. Það erfiðasta er eftir, og verður í raun mun mikilvægara að fylgjast með þeirri framvindu. Það er að skipta byrðum milli ríkja.

 baðtúrinn sem brást

Fulltrúar yfirvalda sem munu standa í þeim viðræðum og samningaumleitunum eru ekki öfundsverðir. Þetta er svona svipuð staða og við lok síðustu heimstyrjaldar, að allir voru sammála um að leggja niður vopnin og ljúka stríðsátökum í Evrópu, en síðan var erfiðara að verða sammála um í hvaða áttir samfélagsuppbygging í kjölfar stríðs ætti að fara. Það leiddi meðal annars til byggingar Berlínarmúrsins.

Mig langar ekki til að vera svartsýn nú þegar þessum áfanga er náð. En....gerum okkur grein fyrir að það erfiðasta er eftir.Asíubúum fjölgar, ísbjörnum fækkar


mbl.is ,,Sögulegt samkomulag”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband