Nær ár frá Kúbuferð

Ég fór allt í einu að hugsa að það er nær ár frá því að ég dvaldi í Havana á Kúbu mér til heilsubótar og ánægju. Rifjaði upp að þar var sólin miklu sterkari en hér á þessum árstíma. Bragðið sterkara, litirnir sterkari og Fídel upp um alla veggi, þó ósýnilegur væri á opinberum fundum og skjám. Ég bjó við höfnina hjá ungum manni sem ég átti langar samræður við á minni hálfhöltu spænsku um þjóðfélag, líf og störf. Hann var háskólanemi og blaðamaður og leigði út herbergi til að halda sér uppi.

Íslendingarnir í ferðinni voru alveg mát yfir að ég skyldi þora að búa svona hjá heimamanniWoundering.

Ég hef sjaldan verið eins örugg og þarna niður við höfnina þó skuggsælt væri víða á kvöldin og stundum einn eða tveir menn sem gengu og fylgdust vel með mér einni með sjálfri mér, smá vegspotta.

Pepe kynnti mig að sjálfsögðu fyrir allri götunni og um leið átti ég tugi vina sem fylgdust með mér og pössuðu upp á mig.  Hann vildi helst láta alla halda að ég væri framandleg ástkona hans (það var bara upphefð fyrir mig og hálf-fyndið, hann var einstaklega myndarlegur) - og svolítið sætt, en auðvitað var ég vestræn og rík í hans augumFootinMouth (ruppinn ég). Við vorum þó góðir félagar.

Eitt kvöld man ég eftir að maður gekk þannig á eftir mér að ég var viss um að ég væri féþúfa í höfði hans, en þegar ég beygði inn götuna mína áttaði hann sig á að ég var á kunnum slóðum, og sneri við.

19000001

Ég með listamanninum. 

Í útjaðri Havana býr stórkostlegur mósaík-listamaður að nafni Fuster. Ég vil endilega fá þennan mann í heimsókn til Íslands með verk sín. Hann er merkis-listamaður fyrir þær sakir að hann hefur gert fátæktarhverfi að yndisreit með mósaík-verkum sínum. Þegar ég fór að heimsækja hann tók hann mér afar hlýlega og leiddi mig upp um allt hús á vinnustofur sínar og um hverfið. Hann kynnti mig fyrir fólki sem að sat í stofunni hans (ég veit ekki hvað þau voru að gera, sjálfsagt bara í Siesta). Ég var mjög hrifin að kúbisma hans og fígúratívum verkum, í skúlptúrum, mósaík, flísum og málverkum þó nokkuð hafi borið á endurtekningum. Enda fjármagnar hann hverfisfegrunina algjörlega sjálfur, svo hann þarf að selja verk til þess. Ég varð vör við að hann var mjög dáður og flestir Havana-búar líta mjög upp til hans enda náttúrulega enginn venjulegur maður á ferð. Allstaðar voru kunningjar hans að dytta að verkum hans í hverfinu. Þetta var eins og að vera mættur í miðja hippanýlendu - frábært. Við spjölluðum saman um verkin hans og hverfið og hugmyndir hans um hvernig hægt er að glæða vonir fólks og auka hamingju þess með myndum og listaverkum í nánasta umhverfi.

Garður Fuster

Ég ætla að blogga um þessa skemmtilegu viðburði og margt annað sem ég varð fyrir í Havana á Kúbu fyrir um ári síðan til að hlýja mér í kuldanum hérna á ylhýra ástkæra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband