Sannfærð um að um millibilsástand sé að ræða!

Þó ég sé engin fjármálaspekingur (og svo langt frá því) er ég samt orðin vön að lesa í hagrænt landslag, og sé að miklu fleiri vísbendingar eru um að ólgan á hlutabréfa- og fjármálamörkuðum er millibilsástand sem ég vona svo sannarlega að stóru fjárfestarnir sem þeir smáu hér á Íslandi (ég er auðvitað ekki óhlutdræg þegar kemur að hagrænni landfræði) beri gæfu til þess að koma ekki of illa út úr ólgusjónum, það verður logn eftir stórviðrið. Þetta er liður í uppstokkun sem á sér stað í öllum greinum efnahagslífs og atvinnulífs eftir ákveðin tíma. Um aldamótin (fyrir örfáum árum) sáum við væntingavísitölu falla mjög hratt í hugbúnaðargeiranum. Hann náði að reisa sig við á nýjum forsendum eftir uppstokkun geirans víða um heim. Þetta er að gerast í fjármálageiranum í augnablikinu. En það mun rofa til...fyrr eða síðar.
mbl.is Markaðurinn að jafnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband