24.11.2007 | 15:33
Aukin hætta á sjóslysum á heimskautasvæðunum vegna aukinnar umferðar þessar slóðir
Sjóslysið við Suðurskautslandið minnir okkur á að hættan á sjóslysum á heimskautasvæðunum (norðurheimskautssvæðinu meðtalið) hefur verið og mun halda áfram að aukast vegna aukinnar umferðar með vöru og ennfremur aukna forvitni ferðamanna sem þar fara um. Það hefur gripið um sig æði að komast á heimskautaslóðir í kjölfar aukinnar almenningsumræðu um loftslagsbreytingar. Auðlindanýting og umferð með olíu og aðrar auðlindir af norðurslóðum auka hættuna ennfrekar á sjóslysum, auk vöruflutninga með skipum, ekki síst ef að siglingaleiðirnar norðvestur fyrir og norðaustur fyrir fara að opnast hluta úr ári.
Samstarf siglingastofnunar, ratsjárstofnunar, landhelgisgæslunnar og veðurstofunnar við sérfræðinga háskólans hér er því verulega mikilvægt, bæði í þróun aðgerðaráætlana - sem mér reyndar skilst að sé vel á veg komin, en líka til ýmiskonar eftirlits og spálíkanagerðar.
Ég var á skemmtilegum fyrirlestri Ingibjargar Jónsdóttur samstarfskonu minnar úr landfræði um hafís við landið til forna og nú, við háskólann áðan. Vert er að kynna sér hennar verk betur.
Farþegar M/S Explorer fluttir til meginlandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.