Í minningu Gíslínu Erlendsdóttur

Í gær fór ég í jarðarför Gíslínu Erlendsdóttur sem að lést fyrir aldur fram. Hún var nemandi okkar í ferðamálafræði og byrjaði að skrifa hjá mér bs.verkefni veturinn 2004/2005.  Það geislaði af henni áhuginn en líka æðruleysi. Ég vissi að hún átti við meltingarerfiðleika að stríða en síðar kom í ljós að um krabbamein var að ræða. Gíslína hafði að mestu alist upp á Dal á Snæfellsnesi og það var augljóst að það landsvæði átti hug hennar þó hún væri flutt á mölina. Hún hafði mikinn áhuga á heilsutengdri ferðamennsku og valdi að helga lokaverkefni sínu upplifun ferðamanna af ölkelduvatni í Lýsuhólslaug í staðarsveit. Það væri upplagt að ferðamálasamtök Snæfellsness og sveitarfélögin á Snæfellsnesi eða aðrir legðu út í nauðsynlegar endurbætur á aðstöðunni í minningu hennar. Hún útskrifaðist haustið 2005 en fékk því miður ekki mikinn tíma til að nýta góða krafta sína á sviði ferðamála. Athöfnin í gær var falleg í alla staði en það var erfitt að sjá á eftir góðri manneskju. Engin veit sína ævina fyrr en öll er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband