Dagur að kveldi kominn

Þá eru 10 dagar í afmælið mitt. Hef nákvæmlega mjög lítið að segja annað en að ég var á ráðstefnunni krossgötur í kynjafræðum um helgina sem var ósköp skemmtilegt og gaman að hitta margt skemmtilegt fólk þar. Ég var lemstruð eftir að hafa lent í ákeyrslu á föstudagsmorgunin og er að blána á ýmsum stöðum, aum í hnjánum og hægri arm. Skellti mér því í sund í dag í seltjarnarneslaugina. Sund er frábært. Bæði til að hugsa og til að slaka á. Ég þarf hreinlega að vera duglegri að fara í sund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Anna Karlsdóttir, 15.11.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir að láta þig það varða. Ég er öll að koma til, farin að hjóla aftur - en rosalega er orðið dimmt á morgnana! Ég legg til að við tökum upp vetrar- og sumartíma, og lögboðið verði að fólk þurfi ekki að mæta í vinnuna/skólann í myrkri

Anna Karlsdóttir, 15.11.2007 kl. 10:46

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Gott að heyra að þú ert að hressast eftir slysið/óhappið. Hmm, þetta með hið lögboðna: gott að geta unnið heima í myrkrinu. En ég myndi ekki vilja lengja vinnutímann í björtu  Annars veit ég ekki alltaf hvernig lengri vinnudagur kæmist fyrir hjá manni

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.11.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband