Hvað tekur nú við?

Ég er búin að vera að hlusta á beina útsendingu af fundinum og er glöð að geta fengið ósíaða miðlun og athugasemdir og varnir beint frá borgarfulltrúum. Það er gott að umboðsmaður alþingis bregst við svo fljótt, spurningin er hinsvegar hvort hann hefði gert það hefði málið farið hljóðlegar. Það er ekki víst.  Mér finnst þó stóra spurningin vera hvað tekur nú við fyrir utan lögsókn VG og Svandísar Svavarsdóttur gegn stjórnarfundi um REI (Reykjavik Invest Energy). Mér heyrist á öllu að meirihlutinn ætli að fá ráðgjöf færustu sérfræðinga um hvernig skuli að sölu/sameiningarferlinu staðið..eða hvort skuli að sölu staðið. Mikil er ábyrgð þeirra sérfræðinga. Hverjir eru þessir sérfræðingar. Verða það ef til vill helstu útrásarpáfar þjóðarinnar. Hvaða gildismat ætli muni liggja þar að baki. Við þurfum stjórnmálamenn til að gæta hagsmuna réttlægri borgara.

Og..Er skynsamlegt að selja mjólkurkýrina rétt áður en hún ber, spurði Margrét Sverrisdóttir. Það er spurningin!


mbl.is Umboðsmaður Alþingis óskar upplýsinga um REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það var greinilegt að borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hafði nýverið talað við formann sinn því að hann notaði landbúnaðarlíkingu, að fita lambið vel eða eitthvað í þeim dúr. En úr því að á að leita til færustu sérfræðinga núna - af hverju var það ekki gert strax, en það er eitt af því fáa sem virðist hafa verið svarað undanbragðalaust að ekki hafi verið leitað utanaðkomandi verðmats á REI. (Var það vegna þess hversu vel þeir treystu sér sjálfir, þessir drengir, eða vegna þess að það var alls enginn tími til þess?)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.10.2007 kl. 08:13

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er næstum viss um að það var bæði. Þeir treystu sér allvel til þess drengirnir og þeir máttu engan tíma missa héldu þeir svo enginn færi að lesa of vel, eða spá of mikið í hlutina. Ég held að í yfirtökum og samrunum í viðskiptalífinu sé svona daglegt brauð. Þeir kalla þetta intangible assets á ensku viðskiptamáli. ...En þá er auðvitað spurningin - eign hverra?

Anna Karlsdóttir, 11.10.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband