Friðarsúlan og hráslaginn.

Í dag er afmælisdagur bróður míns Hólmsteins og Himma og Sigurðar Reynis og Jóns bítils. Það á að kveikja á friðarsúlu Yoko Ono í kvöld út í Viðey og vona ég að viðstaddir verði nú ekki of kvefaðir í hráslaganum. Ég sá mynd í blöðunum af ljós-standinum og finnst hann ekki til prýði á Eynni en svo sem heldur ekki neitt óafturkræft umhverfisslys. Þetta er bara skemmtilegt, að sérvitringurinn Yoko skuli hafa valið Reykjavik. En það fær mann óneitanlega líka til að hugsa af hverju hún gerir þetta ekki bara í eigin nafni en þarf að klappa goðsögn Lennons með friðarsúlunni. Ég man ekki betur en að hún hafi verið ötull friðarsinni áður en hún hitti hann Jón sinn. Ljós-súlan verður óneitanlega svolítið fallos-tákn í þessu samhengi. En maður þekkir frægan mann, sem þekkir frægan mann, sem þekkir frægan mann sem ....osfrv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband