Fjölmenning eina leiðin framávið!

Fyrir sex árum síðan urðu uppþot í Bradford í Jórvíkurskíri á Englandi sem skildu hluta borgarinnar eftir í rústum. Þessi uppþot fóru kannski ekki eins hátt og uppþotin í úthverfum Parísarborgar árið 2005 en spruttu uppúr svipuðum aðstæðum þar sem félagslegar andstæður innflytjenda og dapurlegar framtíðarhorfur urðu farvegur fyrir árásarhneigð og uppreisnaranda.  Birtingarmynd sífellt vaxandi tortryggni milli múslima og ekki-múslima. Í sumar þegar ég var í Leeds rak upp á fjörur mínar fyrsta tölublað tímaritsins The Suburb, skrifað af múslimum sem búa í Bradford, Burnley, Oldham og Leeds. Í blaðinu gætir margra grasa. Þar er umfjöllun um hvernig Múhammeð boðar víðsýni, skilning og auðmýkt gagnvart öðrum menningarheimum. Þar er einnig grein um frelsishugtakið í kóraninum ásamt mjög forvitnilegri grein um umhverfismálahreyfingar meðal múslíma í samtímanum. Mér fannst verulega gaman að lesa flestar greinar þessa tímarits. En það fékk mig líka til að hugsa að ég hef eiginlega aldrei lesið tímaritsgreinar skrifaðar af múslimum á vesturlöndum um Íslam ef frá er talið félagsfræðilegt efni eftir Naser Khader.

Það er umhugsunarvert. Kannski birtingarmynd þess að efni með íslömskum gildum á ekki upp á pallborð ritstjóra fjölmiðla nema í gegnum þéttmöskvaðar síur nútildags. Ég er sannfærð um að fjölmenning er eina leiðin framávið í vestrænum borgarsamfélögum í dag og því fagna ég að innflytjendur sýni það framtak sem tímaritið the suburb er dæmi um. Það efldi minn skilning á að ein heitasta óskin sem múslímar og aðrir eiga sameiginlega er friðsamleg samvera.

Læt að endingu fylgja boðorð úr síðustu ræðu spámannsins Muhammat frá Hajj

"People, remember all mankind is from Adam and Eve. An Arab has no superiority over a non-Arab nor does a non-Arab have any superiority over an Arab. Also, a white has not superiority over a black nor does a black have any superiority over a white - except by piety and good action. Nothing shall be legitimate to a Muslim which belongs to a fellow Muslim unless it was given freely and willingly. Do not therefore do injustice to yourselves. Remember one day you will meet Allah and answer your deeds. So beware: do not stray from the path of righteousness after I am gone."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband