Alveg fyrirtaks sumardrykkir

Þegar ég var stödd í vinnustofu Magga kunningja míns í gærkvöldi  mallaði hann fyrir mig einfaldan sumardrykk, sem ég mæli með.  Hann kreisti safa úr stórri engiferrót og blandaði við sódavatn. Þessi drykkur er hressandi sumardrykkur, og svo hlýtur hann að vera meinhollur. Engifer er bæði bakteríudrepandi, og gott fyrir fólk með magaverk, hvort sem það er af völdum streitu eða samgönguveiki (bílveiki eða sjóveiki).  Ég mæli líka með að pressa safa úr melónu og myntu - það er alveg óhemju hressandi sumarsafi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð frænka! Snilld að rekast á þig hér, er að grafa upp netföng á frænkur til að hóa saman í nefnd með haustinu. En nú er ég búin að smella þessum vef sem tengli á bloggið mitt ;) Kv. Aðalbjörg Jóhanna

Aðalbjörg Jóhanna (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband