Lífið á Austurlandi

Beitningakonur á Stöðvarfirði
Ég var í síðustu viku í felti á Austurlandi. Ég byrjaði á Djúpavogi og færði mig norður eftir fjörðum til Seyðisfjarðar. Ég var að taka viðtöl við konur í sjávarútvegi. Það er áhugavert að átta sig á þeim breytingum sem að miklar framkvæmdir á einu sviði hafa fyrir önnur. Nú hafa Austfirðingar ekki farið varhluta af breytingum í sjávarútvegi. Fyrirtæki sem hafa starfstöðvar á fleiri stöðum, en eiga engra fjölskyldutengdra hagsmuna að gæta, bera sjaldnast staðbundna hagsmuni íbúa fyrir brjósti þegar viðskiptalegar ákvarðanir eru teknar. ÚA lokaði á Seyðisfirði, svo þurfti áfallahjálp fyrir bæjarbúa, engar útskýringar nema loðnar gefnar íbúum og stærsti vinnustaður bæjarins lagður í rúst. Samherji lokaði í janúar í ár á Stöðvarfirði og þar er nú ein lítil vinnsla eftir með sex starfsmönnum. Þessar tvær flottu beitningakonur á Stöðvarfirði eru úr fyrrum starfsliði samherja - þær eiga ekki möguleika á að fá önnur láglaunastörf, tengd nýju framkvæmdunum vegna þess að þær eru háðar að geta hlaupið frá ef eitthvað kemur upp á heima við. Börnin!..En þær bjarga sér. Þær beita. Vaktavinna í álveri gefur ekki tilefni til sveigjanleika af þessu tagi. En því miður er að litlu að hverfa á Stöðvarfirði eins og er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband