Færsluflokkur: Matur og drykkur

Kæri Neytandi: Tengsl oregano-bónda við neytendur

Í framhaldi af markaðsferðinni minni á dómkirkjutorgið í Hróarskeldu hélt ég ferð minni áfram í Kvickly eina af matvörubúðum hérlendra. Ég stóðst ekki mátið að kaupa smá kryddjurt til að flikka upp á matinn með og til að prýða gluggasylluna heima hjá mér í turninum.

Kryddjurtin, Oregano var í leirpotti og hjúpuð plastumbúðum. Á þeim stóð (í lauslegri þýðingu):

"Kæri Neytandi.

Ég heiti Christen Olsen og er fjórða kynslóð kryddjurtabænda í fjölskyldunni. Fjölskyldan hefur í meira en öld fengist við að rækta grænmeti og kryddjurtir í Torslunde við Kaupmannahöfn. Ég byrjaði strax að fást við eigin kryddjurtarækt um átta ára aldur, þá í garðyrkjustöð foreldra minna. Siðan 1980 hef ég verið sjálfstæður bóndur og rekið eigin garðyrkjustöð en við ræktum margar ólíkar kryddjurtir sem eru vítamínríkar, steinefnaríkar og eru bæði ilmandi og bragðefnaríkar.

Við ræktum í leirpottum af því að það gefur rótunum betra súrefnis og vatnsjafnvægi og vegna þess að það bætir geymsluþol jurtarinnar en heldur einnig betur bragði og ilmi.

Skordýraeitur er bannfært í okkar ræktun. Við nýtum lífræna vernd þar sem náttúran hefur sinn eigin gang. Við nýtum t.d mikið af maríuhænum í gróðurhúsunum sem elska blaðlús."

Svona hélt þulan áfram.

Ég held að svona markaðsaðgerðir virki. Christen Olsen hefur þegar höfðað til mín og vitandi að hann gerði sér ómak við að koma plöntunni minni á legg, mun ég passa hana betur og njóta hennar í ýmsa góða rétti. 


Enn einn saltfiskdagurinn

Eg atti yndislegan dag med fjolskyldunni hennar Tonju, eiginkonu Leonardo. Thau eru gydingar og halda adeins odru visi upp a fostudaginn langa en katholikkarnir. En vid bordudum saman enn einn saltfiskrettinn. Uhm, eg fae aldrei leid a honum. Nu var hann bakadur med lauk, kartoflum, rjoma og parma skinku. Ekki slaem blanda thad.

Eg flyg a morgun til Belo Horisonte en eftir paska fer eg til Rio de Janeiro. Thad eru allir her ad vara mig vid thvi thar geisar Dengue farsottar faraldur. Thusundir eru smitadir. Svo eg hef fengid fyrirmaeli um ad bera a mig lon og don.

Gledilega hatid. 


Af hverju ekki að styðja lífrænan búskap?

Jón Bjarnason alþingismaður og fyrrverandi skólastjóri Hólaskóla var einu sinni sem oftar með áhugaverða bloggfærslu um íslenskan landbúnað.

Á viðtalsferðum okkar  í sumar fyrir rannsóknarverkefnið Litróf landbúnaðarins

urðu ég, Magnfríður samstarfskona mín og Jórunn Íris fyrrverandi starfsmaður verkefnisins varar við að margir bændur voru byrjaðir að rækta meira fóður fyrir búfénað, helst byggrækt og svo auðvitað fóðurkálsrækt en tilhneigingin var klárlega til staðar að bændur væru að reyna að framleiða stærri hluta fóðursins sjálfir til að lágmarka þörfina fyrir það sem aðföng í reksturinn. 

Það kemur sér vel nú þegar að heimsmarkaðsverð á gróffóðri eykst svona rosalega.

Það kemur sér líka vel útfrá umhverfistengdum sjónarmiðum (færri sótspor vegna flutninga meiri hagræðing í rekstri). En þetta á auðvitað helst við á svæðum þar sem ræktunarskilyrði eru nægilega góð, þó sýni sig að hægt er að flytja þau landfræðilegu mörk talsvert eins og bóndinn á Mánárbakka sannaði.

Þeir bændur sem voru með hæst hlutfall eigin fóðurframleiðslu og óháðastir aðkeyptu gróffóðri voru bændur með lífrænan búskap.

Enn ein rökin fyrir því að styðja við slíka búskaparhætti. 

Annars má sjá greinar eftir okkur verkefnahópinn í þessu flotta riti 


Namminamm!

Ég hef undanfarin ár alltaf farið út að borða mér til mikillar ánægju undanfarin ár þegar FOOD and FUN hefur staðið yfir.

Fyrstu árin lagði ég áherslu á að smakka mat kvenkokka eða þeirra sem lögðu áherslu á staðbundin matvæli, helst lífræna framleiðslu eða eitthvað í þeim stíl.

Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Bærinn og veitingahús iða á meðan á þessum viðburði stendur.

Baldvin og Siggi Hall og allir aðrir sem hafa lagt hönd á plóg sem eru býsna margir eiga hrós skilið fyrir þennan viðburð sem glæðir Reykjavík lífi.

Nú bregður svo við að ég fer væntanlega ekki - enginn hefur gefið kost á sér að snæða með mér, og ég hef einfaldlega ekki pantað borð vegna eigin anna. ..........

OG ÞÓ

Ég fór í gær á skandinavískt hlaðborð og borðaði dýrindis gellur í norræna húsinu með samstarfsfólki. Namminamm, það var gott. Í norræna húsinu fer nefnilega fram matarhátíð í mörgum víddum sem heitir Mat och lust Festival - eða - Ný norræn matargerðarlist Festival 17-24.febrúar.

tn_CIMG0505

Þar er bæði hægt að njóta rétta gegnum munninn og eyrun! rosa skemmtilegt!

Ég fer þó tæpast á hina hefðbundnu food and fun þar eð ég var ekki búin að gera ráðstafanir, en er þó opin fyrir öllu ef einhver afpantar. Þá vitið þið það gott fólk.

Megi snæðingurinn verða góður.


mbl.is Búist við að 25 þúsund manns taki þátt í Food & Fun 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holdafar, matarmenning og ofát

Ég er búin að skemmta mér yfir greininni "Reading American Fat in France: Obesity and Food Culture" en hún birtist í nýjasta tölublaði samtakanna European Association for American Studies.

Skilgreining höfunda bókarinnar "Food Wars" á matarmenningu er sú að hún sé byggingarverk félagslega framleiddra gilda, viðhorfa, tengsla, bragðs og matarhefða sem birtast í matnum. Matarmenningu er líkt við regluverk sem stýri eðli og tengslum neytandans við mat.

Í franskri matarmenningu hefur því gjarnan verið haldið fram að áhersla sé á að viðhalda aga njótandans og vernda neytandann frá neikvæðum áhrifum ofáts. Þannig þykir agalega niðurlægjandi að detta í það í Frakklandi og verða of matargræðgislegur. Ameríkanar hafa á hinn bóginn dottið í það svo um munar. Þeir þurfa að leggja á sig að rifja upp tímann fyrir 1970 til að minnast tíma þar sem þeir og samborgarar þeirra voru ekki sífellt og endalaust að rífa í sig einhvern bita (snack).

Annað sem aðgreinir þá verulega er þekking og þjálfun í eldhúsinu; kunnátta í matargerð. Á meðan að Frakkinn gæti nefnt nokkra vel þekkta þjóðarrétti eins og cassoulet eða bæuf bourguignon myndi Ameríkaninn vísast detta fyrst í hug pizza, hamborgari eða tacos.

Þessi fötlun ameríkanana er víst ekki einungis félagsleg (fimm kíló af frönskum kosta minna en eplapoki), heldur einnig vegna fyrrnefndra tengsla við matinn. Eldamennska hefur þróast út í að vera frístundaiðkun sem fer fram um helgar eða á frídögum, fremur en endurtekin rútína eða lífstíll eins og að þvo af sér.

Mönnum hefur í gegnum tíðina verið holdafar hugleikið, bæði í Ameríku og Frakklandi. Þannig hafa síðustu tvær aldir verið matarspekingar sem að skrifuðu um ýmiskonar hvata og aðferðir til að halda í við kílóin.

Í bók sinni "Physiologie du Gout" frá byrjun nítjándu aldar talaði einn af gömlu eldhúsfeðrum Frakka, Brillat-Savarin um að þorri kvenna helgaði líf sitt baráttunni við að halda sér í réttum skömmtum (lesist holdum) - hvorki of mikið né of lítið. Um 1804 gaf franski læknirinn P.J Marie de Saint-Ursin út bókina "L'Ami des Femmes" tileinkaða Madame Bonaparte. Þar varaði læknirinn konur við að spikast, því það gæti bæði leitt til afmyndunar og leiða. Undir lok aldarinnar kom síðan út bókin "Lecons de Coquetterie et d'Hygiene Pratique" þar sem höfundurinn Mme de Gery, hélt staðfastlega fram að ofát væri ein af verstu fötlunum sem konur gætu orðið fyrir vegna þess að það rændi þeim sjarmanum.

Læsi maður þetta með kynjagleraugum er augljóst að ekki giltu sömu lífsreglur fyrir konur og menn. Hinsvegar var talsvert predikað  fyrir karlmönnum og varað við ofáti en með nokkuð öðrum formerkjum. Tengsl heilsu, t.d getuleysis og ofáts, ófrjósemi og ofáts voru varnaðarræðan til þeirra. Árið 1904 gaf Dr.Monin út rit sem hét Secrets de Santé et de Beauté þar sem hann færði fyrir því rök að heldri stétt Frakklands væri í hættu að útrýma sjálfri sér vegna ofáts og það sem verra var, að varða leiðina fyrir verkamannastéttina til valda. Ekki gott það! Læknirinn hafði áhyggjur af áunninni sýkursýki og öðrum áunnum meinsemdum sem Frakkar væru að koma sér upp.

Eins og sjá má hefur því verið skipulögð áróðurstarfsemi í Frakklandi um að innræta hófsemi í mat. Bæði sprottin af fagurfræðilegum vangaveltum (á við um konur) og heilsufarstengdum áhyggjuefnum (á við um menn).

Í Ameríku hafa megrunarkúrar verið vinsælir eftir að landinn hóf að rífa í sig mat í tíma og ótíma og helst á sem stystum tíma.

Allt frá því á nítjándu öld hafa amerískir stjórnmálamenn þó verið undir stækkunarglerinu vegna holdafars, t.d Roosevelt, William Taft og William Clinton. Ameríkanar hafa gjarnan talað óskaplega mikið um holdafar, vegið og metið sitt frægðarfólk á því.

Leikkonan Kirstie Alley er ein af þeim sem hefur fengið að finna til tevatnsins í meðförum ljósmyndara og fjölmiðla á holdafari sínu og svo virðist sem ameríkanar séu um þessar mundir nánast með áráttuhugsun í tengslum við ofát.

Sjónvarpsefni, leikrit og endurminningar um fitu, ofát, spik og græðgi njóta mikilla vinsælda. T.d leikritið Fat Pig, endurminning Judith More undir nafninu Fat Girl og sjónvarpsþáttur fyrrnefndrar Alley Fat Actress.

Eins og segir í greininni. "Being fat in America, with all the shame, rage and misery it engenders, is emerging as the central focus of a new body of fictional an non-fictional works.

Mótsagnakenndar leiðbeiningar og sífelldir megrunarkúrar hafa auk þess augljóslega ruglað ameríkana í rýminu og truflað tengsl þeirra við mat sem eðlilega uppsprettu næringar og nautnar.

Matarstríð

Að lokum ætla ég að láta fylgja hér skemmtilegar tilvitnanir úr þessari grein.

"The act of consuming food has become charged with an unbearable tension because the consumer is trapped by mixed messages. 

The American paradox is notably unhealthy people obsessed with the idea of eating healthily.

If marketers can create guilt in a population saturate with fat, they can use obesity to sell both health and unhealth (Richard Klein 1994)

Og svo að lokum

Hverjum öðrum en ameríkönum dettur í hug að flækja umræðu um hnattræna hlýnun inn í umræðu um ofát?... þó samanburðurinn hér sé athyglisverður

Is it any wonder, as the New York Times pointed out in a recent article on the link between obesity and global warming, that the bad news about obesity makes overweight people want to eat more? 

Paradoxically, guilt and fear about eating lead consumers to make even unhealthier choices, an to eat alone for fear of being judged.

Semsagt að því ofstækisfullari sem að umræðan um ofát verður þess meiri hætta er á að fólk sem er í vandræðum með holdafarið eða telur sig eiga í vandræðum með holdafar sitt fari að fela gjörninginn að matast. Uppsprettu bulimiu (átröskunar). Humm!

Niðurstaða greinarinnar er að Frakkland hafi nú þegar öll hjálpartæki tiltæk til að berjast gegn ofáti, en það séu sterk matarmenning sem hvetur til jákvæðrar upplifunar af mat og ánægjunnar að matast, betri opinbert heilbrigðiskerfi en ameríkanar, færri sjónvarpsstöðvar með auglýsingar og færri sjónvarpsauglýsingar, minni heilsu-átaks markaðssetningu og engar markaðsaðgerðir í skólum.

Mér fannst þetta athyglisvert. Því ef eitthvað er, erum við nær ameríkönum en frökkum hvað suma þessa þátta varðar.


Hvernig á að fela grænmeti í gómsætum mat svo börnin borði matinn?

Ég tel mig engan snilling á þessu sviði en er búin að vera spá í þetta ansi lengi og praktisera svona öðruhvoru. Kjötsósa og spagettí er sívinsæll matur, en grænmetið í sósunni síður. Ég nota blender til að mauka sósuna og þannig verður hún einsleit og gómsæt en að minnsta kosti með um 50-70% grænmetisinnihaldi. Gulrætur, laukur, spínat, sellerírót, broccolí og fleira sem annars ekki er eftirsótt rennur niður eins og ekkert sé. ´

Ég kaupi stundum að gamni amerískt tímarit sem heitir Real Simple - Life made easier. Sem birtingarmynd á sundurliðun markaðarins í því stóra landi Bandaríkjunum er hægt að fá Family life afbrigði tímaritsins. Í því síðasta voru nokkur góð tips um mat sem er hollur en samt barnvænn.´

Ég er farin að hata að fara á veitingastaði og átta mig á að barnamatseðillinn ef einhver er, er alltaf sá sami og ótrúlegur óhollur. Hvaða innrætingu er verið að innbyrða börnum.


Raddleysi í rigningunni!

Röddin í mér hvarf og eftir sit ég hjáróma með kurr sem brýtur sér leið um barkann og hefur sig til flugs út í hvolfið sem dimmraddað urg. ÆÆ! Rakinn í loftinu og haustið hefur heltekið raddböndin. Ég fæ mér echinea, c-vítamín, olífulaufstöflur en ekkert virkar. Ég djúsa gulrætur, rófur og haug af engifer, en allt kemur fyrir ekki. Leggst upp í rúm og fer í þagnarbindindi þangað til að mín hljómþýða íðilfagra rödd er endurheimt.Crying


Afturför í sláturgerð! Vambaleysi sláturhússtjóranna.

Blaðið er með umfjöllun um sláturgerðarfólk sem heldur hefðinni á lofti og tekur slátur á hverju hausti. Raunar kom í ljós þegar betur var að gáð að enginn viðmælendanna hafði tekið slátur síðast en tvö gerðu það reglulega. Ég elska slátur af dekkri gerðinni, þ.e blóðmör og er alveg sama um kaloríurnar sem fylgja fitukögglunum, þetta er örugglega mun hollara en gegnum-unnar pepperonipylsur kjötvinnslanna.

Því miður hefur orðið talsverð afturför eftir að yngri kynslóð framkvæmdastjóra tók við sífellt fækkandi sláturhúsum landsins. Þó ekki ætli ég að rekja þessar breytingar er ég á því að það hafi verið til mikillar miska fyrir bændur í landinu og dýravelferð sláturdýra. ...En nóg um það. Það eru VAMBIRNAR. Þær eru úr óætu plasti nútildags og fást ekki öðruvísi. Ég veit að Hildur nágrannakona mín á Hvanneyri forðum daga vissi orðið um eitt sláturhús á landinu sem eftir var sem hægt var að semja við um ekta vambir. Það er auðvitað búið að loka því.

Slátur er engan veginn það sama án lífrænna vamba. Ég þekki engan sem étur plast og hef aldrei orðið þess áskynja að það bæti bragð matarins.  Ég ætla að kenna framkvæmda- og verkstjórum sláturhúsanna um þessa leiðinlegu afturför....og þó þeir sjálfsagt væli um að erfitt sé að fá fólk í svo mannaflafrek störf, þá er þetta einungis spurning um forgangsröð í ákvarðanatöku og spurning um djúpstæðari skilning á því hvað er bragðgóður og heilsusamlegur hefðarmatur.


Hræringur og kúalubbi, uhm!

Nú er tíminn til að njóta gæða náttúrunnar og borða það sem móinn hefur upp á að bjóða. Elías sonur minn langaði að feta í fótspor langafa síns og borða hræring (ósætt skyr og kaldur hafragrautur hrærður saman - megahollt!) - svo það fékk hann og borðaði með bestu lyst. Við fórum upp á ásinn á melrakkasléttunni og tíndum fullt af kúalubbum, slatta af blóðbergi og talsvert af krækiberjum, aðalbláberjum og venjulegum bláberjum. UHM! Þvílík dýrð! Þetta eru bestu dagar lífs míns, þegar ég geri svona. Ég vel það mun frekar en að éta ora fiskibollur úr dós, sem frænka mín húsmæðrakennarinn bauð upp á. Steiktir sveppir með svörtum pipar og smá skvettu af sítrónusafa ofan á brauð er himneskt!

Alveg fyrirtaks sumardrykkir

Þegar ég var stödd í vinnustofu Magga kunningja míns í gærkvöldi  mallaði hann fyrir mig einfaldan sumardrykk, sem ég mæli með.  Hann kreisti safa úr stórri engiferrót og blandaði við sódavatn. Þessi drykkur er hressandi sumardrykkur, og svo hlýtur hann að vera meinhollur. Engifer er bæði bakteríudrepandi, og gott fyrir fólk með magaverk, hvort sem það er af völdum streitu eða samgönguveiki (bílveiki eða sjóveiki).  Ég mæli líka með að pressa safa úr melónu og myntu - það er alveg óhemju hressandi sumarsafi.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband