Kæri Neytandi: Tengsl oregano-bónda við neytendur

Í framhaldi af markaðsferðinni minni á dómkirkjutorgið í Hróarskeldu hélt ég ferð minni áfram í Kvickly eina af matvörubúðum hérlendra. Ég stóðst ekki mátið að kaupa smá kryddjurt til að flikka upp á matinn með og til að prýða gluggasylluna heima hjá mér í turninum.

Kryddjurtin, Oregano var í leirpotti og hjúpuð plastumbúðum. Á þeim stóð (í lauslegri þýðingu):

"Kæri Neytandi.

Ég heiti Christen Olsen og er fjórða kynslóð kryddjurtabænda í fjölskyldunni. Fjölskyldan hefur í meira en öld fengist við að rækta grænmeti og kryddjurtir í Torslunde við Kaupmannahöfn. Ég byrjaði strax að fást við eigin kryddjurtarækt um átta ára aldur, þá í garðyrkjustöð foreldra minna. Siðan 1980 hef ég verið sjálfstæður bóndur og rekið eigin garðyrkjustöð en við ræktum margar ólíkar kryddjurtir sem eru vítamínríkar, steinefnaríkar og eru bæði ilmandi og bragðefnaríkar.

Við ræktum í leirpottum af því að það gefur rótunum betra súrefnis og vatnsjafnvægi og vegna þess að það bætir geymsluþol jurtarinnar en heldur einnig betur bragði og ilmi.

Skordýraeitur er bannfært í okkar ræktun. Við nýtum lífræna vernd þar sem náttúran hefur sinn eigin gang. Við nýtum t.d mikið af maríuhænum í gróðurhúsunum sem elska blaðlús."

Svona hélt þulan áfram.

Ég held að svona markaðsaðgerðir virki. Christen Olsen hefur þegar höfðað til mín og vitandi að hann gerði sér ómak við að koma plöntunni minni á legg, mun ég passa hana betur og njóta hennar í ýmsa góða rétti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Ekki vissi ég þetta með leirpottana.  Ekki að ég viti svo sem neitt um ræktun heldur. En mér líst vel á Christen og finn í huganum lyktina af oreganóinu : )

Guðrún Vala Elísdóttir, 7.4.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Hæ Vala

Ég vissi það ekki heldur. Maður er sem betur fer alltaf að læra eitthvað nýtt.

Anna Karlsdóttir, 8.4.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband