Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mikilvæg greining danska ríkissjónvarpsins á stöðu Íslands

Ég datt af tilviljun ofan á umfjöllun fréttagreiningar/samfélagsrýni-þáttarins Horisont í danska ríkissjónvarpinu, stöð 1 (DR1) frá því í gærkvöldi.  Það var afbragðs greining en það sem er auðvitað forvitnilegast fyrir Íslendinga að heyra er greining Poul Thomsen, yfirmanns AGS (IMF) á stöðu Íslands og möguleikum og hvernig að hann rýndi í stöðuna þegar stjórnvöld hér á landi leituðu til sjóðsins.

Endilega kíkið á Horisont hér!


Hæfniviðmið í íslensku viðskiptalífi

Einhverra hluta vegna var ég alltaf á því að Jón Sigurðsson settur framkvæmdastjóri Stoða (áður FL Group) hefði verið einskonar strámaður. Í ljós kemur eftir nauðasamninga fyrirtækisins sem þekkt er að rak í þrot fyrir fjármálahrun að hann er einkar dýr starfsmaður fyrir illa statt fyrirtæki.

Ég er að spá í hvaða hæfniviðmið liggja til grundvallar launasamnings við hann? Það er einkar áhugavert að vita á hvaða forsendum einhver er launaður þegar að fyrirtæki skulda tugi, jafnvel hundruði milljarða?

Ég spyr sjálfa mig sérstaklega þeirrar spurningar á hvaða viðskiptaviti slíkir útreikningar og tilhögun byggi?

Ætli ég fái eitthvað svar við því ?

Eða benda menn ef til vill bara á lagatæknileg takmörk þess að rifta áður leynilegum launasamkomulagsatriðum?

Kannski byggist hið stórkostlega viðskiptavit á að gera samninga þannig úr garði að sá sem samningurinn um ræðir blæðir aldrei en þeir sem ekki hafa af tilvist hans vitað - fá að borga á endanum þó það verði síðar.

 


mbl.is Laun framkvæmdastjóra Stoða lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar alltaf bestir og fremstir eða sístir og verstir

Þjóðarsálin (ef hægt er að tala um að fólk eigi einhvern sameiginilegan takt og tón sem deilir sameiginlegu landssvæði) er eins og pendúll!

Annað hvort erum við fremst eða best eða flottust eða fallegust og annað í þeim dúr - eða allt er á hverfanda hveli, við erum algjörir sveppir, síst, verst og alveg ömurlegt. Hér veður uppi spilling á heimsmælikvarða, heimska á heimsmælikvarða, þröngsýni á heimsmælikvarða og þó lengi væri upp talið.

Þetta er náttúrulega svolítið broslegt og alveg efni í þátt a la "Little Britain".

Það er eitthvað svona Monty Python element í Íslendingum mörgum (úps, passa sig að alhæfa ekki!).

Þó það sé síður en svo broslegt hvernig mörgum fyrirtækjum hefur vegnað og hvað þau hafa skellt mikilli áþján á íslenska borgara mörg ár fram í tímann...verð ég að viðurkenna að mér finnst yfirlýsing

Lýðs Guðmundssonar hálf brosleg.

Hann er enn fastur í farinu um að vera annað hvort fremstur í sinni röð - eða hafa orðið verst úti.

lesið vandlega aftur og aftur eftirfarandi setningu:

"áfallið sem exista varð fyrir á einni nóttu var langmesta höggið sem bankahrunið olli einum aðila"

Hvaða gildismat liggur í þessari setningu?

Pælum í því.

 


mbl.is Fengum langmesta höggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

spennandi nýbreytni

Það er gaman að sjá að hægt er að hausta olíurepju undir Eyjafjöllunum. Ég mun fylgjast spennt með framvindunni. Man eftir að hafa keypt lífræna repjuolíu af Borgundarhólmsbændum sem var alveg sérlega ljúffeng í matargerð. Nú skylst mér á þessari frétt að tilraun eigi að gera til að nýta þá olíu sem fæst úr uppskerunni til eldsneytis á flotann, en fjölþættir notkunar og markaðsmöguleikar aðrir eru á þessari afurð. Það er ljóst.
mbl.is Þreskja repju á Þorvaldseyri og ætla að vinna olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verksmiðjuvæðing skóla - The Wall!

Ég tek heilshugar undir með Jóhanni Björnssyni heimspekingi og kennara við Réttarholtsskóla að það er eitthvað annarlegt við þá tímasóun að setja upp stimpilklukku fyrir kennara, eyða tíma í að útskýra gleði og gagnsemi slíks Taylorisma og annars skerða fjármagn til gagnlegra þátta skólastarfs sem í raun hafa nemandann og hag hans að leiðarljósi (samanber niðurskurð á ákveðnum greinum vegna fjárskorts osfrv.).

Ég lenti í því að eiga leið um stjórnsýsluskrifstofu Háskóla Íslands í byrjun sumars þar sem ég kenni og þá tjáði þar starfskona mér að réttast væri að setja upp stimpilklukku á kennara skólans. Þetta var bara svona frjálsleg tjáning hennar en mig rak í rogastanz verð ég að viðurkenna. 

Já, sagði ég, ég er nú ekki viss um að HÍ kæmi vel útúr því allavega ef að taka ætti mið af stimpilklukkunni í launum. Hún leit niður á skrifborðið og áttaði sig greinilega eitthvað frekar illa á starfsskyldum, viðveru og undirbúningi ásamt ýmsu öðru. Hafði greinilega raunar takmarkaða innsýn í skólastarf, enda auðvitað einungis ráðin til að ráða í tölur en ekki analysera eðli starfsemi.

Svona erum við takmörkuð manneskjurnar - skiljum ekki hvort annað - en reynum að setja okkur á háan hest gagnvart þeim sem við skiljum ekki þegar færi gefst!

Móðir mín gegndi ljósmóðurstörfum í 50 ár, langamma mín eitthvað svipað. Ég man sem barn eftir því að hafa svarið þess eið að aldrei skyldi ég koma mér í þá aðstöðu að þurfa að vinna slíka krefjandi vaktavinnu. Ég saknaði svo eðlilegs fjölskyldu-rythma þegar hún var fjarri dögum,kvöldum, nóttum og helgum saman.

Ég las með ógeði gamlar dagbækur formóður minnar sem þurfti að staldra stundum við á aðra viku á öðrum bæjum vegna fæðandi kvenna - las um andvana börn og jafnvel úldin sem komu úr kviðum kvenna, farsóttir og vandkvæði við að lífga börnin við sem dró á langinn viðveru hennar með ókunnu fólki sem fékk hana til að vanrækja fjölskyldu sína en bjarga öðrum.

Og nú er ég stödd þannig í lífinu að síðastliðinn áratug hef ég helgað lífi mínu meira eða minna kennslu sem krefst endalauss undirbúnings, eilífs naggs og ótrúlegs yfirvinnuálags. Ég gæti skrifað marga kvæðabálka um líf kennarans..en skýrasta mynd þess er ef til vill viðbrögð sona minna sem hafa svarið þess eið að fara aldrei í háskóla í lífinu því það sé ávísun á vinnuþrælkun af alvarlegri gráðu og lítillar uppskeru annars en vanskilnings og lítilla launa.

Kannski er ég bara svona lélég fyrirmynd - það er hugsanlegt. En þegar ég dreg undanfarin áratug saman eru fáar helgar þar sem ég hef ekki eitthvað setið yfir vinnunni, fá kvöld sem ég hef átt þess kost að fara að sofa fyrir miðnætti vegna vinnuálags.

Ætli skólayfirvöld væru tilbúin til að borga fyrir slíka "devotion". Ég er ekki sannfærð.

Ég þarf ekki að vaka á nóttunni - ekki að taka við andvana börnum - en oft koma upp erfið persónuleg mál sem þarf að taka á þó maður sé óneitanlega mismunandi upplagður,eins og gengur.

Í kennarastarfinu koma upp ýmis mál sem þarf að fjalla um utan þröngt skilgreindra fyrirlestra - eða spurningatíma sem ákvarðaður og viðurkenndur er af kjaranefndum þessa lands eða segjum kassa-skilgreinendum Menntamálaráðuneytis.

Man í svipinn eftir að hafa verið niðurhringd af nemanda á öllum tímum sólarhrings vegna vanlíðunar á sálinni. Man í svipinn eftir að hafa verið vakin um miðja nótt af grátandi nemanda sem að taldi sig misskilda.

Man í svipinn eftir að hafa þurft að halda fundi með nemendum sem að áttu í vandræðum vegna fyrirlagðrar hópasamvinnu sem ekki var að fúnkera miðað við væntingar.

og svo mætti lengi halda áfram að telja það sem telst utan formlegrar viðveru vegna kennslu....Til dæmis þegar að skilgreind stjórnun (12% af vinnutíma) dregst á langinn vegna mikillar umsýslu á umsóknum, undanþágum,staðfestingum á fyrirhuguðu námsferli og svo mætti lengi halda áfram að telja.

Það koma upp mál stjörnunemenda sem hafa greinst með krabbamein - hvernig tekur maður á því? Horfir maður á stimpilklukkuna og segir - æ, ég er búin með mína tíma..hann getur róið sinn sjó!?

Minni á myndina the WALL - hún var býsna góð og sýndi hvernig að verksmiðjuvæðing skólanna hefur áhrif á afurðirnar - nemendurnar! 

Viljum við slíkt samfélag.

Ekki ég

Vilt þú það?

 

 

 


mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurtrú á árin sjö - And there shall arise after them seven years of famine

Hinn magnaði symbolismi biblíumálsins hefur tekið yfirhöndina í viðskiptum og samningum þessa dagana.

Sjö ár er orðið viðkvæðið í frestun á borgunum - og bæði Íslendingar í ICESAVE samningunum fá sjö ára gálgafrest til að byrja borganir til Bretlands og Hollands -  en það fær líka hið nýstofnaða MAGMA Energy ef gengið verður að samningum við OR um eignahald á HS orku.

Áhyggjur Sigrúnar Elsu Smáradóttur vegna fyrirliggjandi samningsdraga sem gera ráð fyrir að væntanlegir kaupaðilar (MAGMA energy) borgi einungis 6.2 milljarða en öðrum peningagreiðslum sé skotið langt inn í framtíðina (töfraárin sjö) er því nokkuð eðlileg í ljósi reynslunnar af íslenskri viðskiptasnilld á vegum hins semi-opinbera og hins einkarekna.

  Alveg er ótrúlegt að efnishyggjufólkið leiti svona náðar hjá hinu andlega almætti. Skírskotun í fullkomnun og fullkomnunáráttu hins guðlega máttar!!!!

after seven years ..Jakob

...Samkvæmt guðspekingnum Ed.F.Vallowe.....hefur talan sjö heilagleika - status. .......

Það tók Guð sjö daga að skapa heiminn - Guð sá fyrir sér sjö daga í vikunni -  það eru sjö nótur í nótnaskalanum..og svo mætti lengi telja.

Það tók Salomón sjö ár að byggja hofið og eftir það hélt hann hátíð í sjö daga - alveg í sjöunda himni.

f6388af4a486b6e69b12c8dfb8df7a1c Þetta er allt töluvert umhugsunarvert í ljósi þess að erfitt er að sjá fyrir hver verður staðan eftir sjö ár. Verða íslendingar farnir af landi brott eða farnir að sjá fyrir endann á erfiðleikatímum?

Munu borgarar þessa lands enn búa við viðunandi kostnað við hitaveitu heima hjá sér eða verða mánaðargjöldin orðin hluti af áhyggjuefnum heimilismanna í tengslum við heimilisbókhaldið.

 

Mun flóra íslenskra fyrirtækja á ýmsum sviðum enn verða blómleg að sjö árum liðnum eða verðum við ef til vill orðin fangar haftahugarfarsins í allri starfsemi......

Ég skil sveitastjórnarfólk vel sem hefur áhyggjur af því að missa áhrifin á hvernig forgangsraðað er í orkumálum á þeirra heimasvæði við breytt eignarhald. Það eru óteljandi dæmi um erlendis frá hvernig einkavæðing orkufyrirtækja sem að standa að "infrastruktur"/orkuveitunni en einnig að þjónustu til notenda hefur leitt af sér vandamál fyrir almenning í rýrari þjónustu og dýrari - en aðlaðandi arð fyrir "detached" stjórnendur stórfyrirtækja sem reglulega fara í frí til Rivieranna einhvers staðar en láta sig lítt varða hvaða áhrif ákvarðanataka þeirra hefur á svæði og fólk þar sem fyrirtæki þeirra sækja auð sinn (í mannafl og auðlindir).

Óþol íslendinga á að vera vitni af slíku er skiljanlegt í ljósi samtímasögunnar.

Ég skil líka viðskipta-aðilana - nú er það úthrópað orðið um allan heim að jarðvarmi og jarðboranir séu að verða aðal "competitive edge" í orkumálageiranum og því vilja fleiri skapa sér stöðu á þeim markaði en áður. Samkeppnin um að vera framarlega í þekkingu, ráðgjöf, orkunýtingu, tækniþróun og orkuveitu er orðin meiri á þessu sviði. Þess vegna vilja menn fjárfesta á þessum vettvangi og við Íslendingar erum í þeirri stöðu að þurfa á innflæði fjármagns að halda í formi BEF/FDI. Margt bendir þó til að mjög fá fyrirtæki sjái það sem aðlaðandi kost um þessar mundir.

Svo er það hvaða stefnu tæki nýr eignahaldsaðili um áframhaldandi boranir - myndu þeir standa fyrir íhaldsamri og varfærinni stefnu eða djarfri og ásóknargjarnri stefnu í borunum? 

Það eru reyndar fjölmörg dæmi um hörmulegar afleiðingar aðeins of fífldjarfra viðskiptamanna með dollara eða evrur í augunum - sem bara bora í kapphlaupinu um hugsanlegan gróða - án þess að hugsa um hagsmuni almennings eða langtíma umhverfisáhrif af framkvæmdunum...Darmstadt í Þýskalandi er t.d eitt nýtt hneykslisdæmi af þessu tagi.

Mér finnst afar athyglisvert í þessu öllu saman að ekki hefur verið farið í saumana á þessu unga fyrirtæki MAGMA energy sem var stofnað 2008 og hefur sem slíkt ekki sannað sig að neinu leyti.  Í raun væri hægt að vera tortryggin á að fyrirtækið væri enn eitt af þessum wunder fyrirtækjum sem síðan hrynur eins og spilaborg og skilur eftir sig sviðna jörð. Fyrirtækið hefur ekki töluna sjö á bakvið sig.

Ef betur er að gáð er stjórn fyrirtækisins skipuð mönnum sem að miklu leyti eru með reynslu úr Silfurnáms geiranum. Það er ekki alveg lík starfsemi,,,eða hvað?

Ég myndi sem ákvarðanatökuaðili í máli þessu - nú eða jafnvel sem blaðamaður hafa áhuga á að vita hver væri orðstír stjórnenda fyrirtækisins - hver reynslan væri af þeim sem stjórnendum af öðrum vettvangi annars staðar og hvernig málum þeirra væri háttað í tengslum við fjárhagslega burði.

Ross Beaty sem bæði er stjórnarformaður og forstjóri fyrirtækisins sem er með höfuðstöðvar í Vancouver var forstjóri Pan American Silver Corporation. Annar stjórnarmeðlimur, David Cornhill var áður í stjórn Gas fyrirtækisins - eignahaldssfélagi Altagas. Robert Pirooz hefur bakgrunn úr silfurfyrirtækinu fyrrnefnd. Donalc Shumka hefur bakgrunn úr skógariðnaði sem óneitanlega er önnur Ella en jarðvarmi. Paul Sweeney er úr orkumálageiranum en hann leiddi Plutonic Power corporation.

Stöðvarstjóri MAGMA energy í Bandaríkjunum sem er staðsett í Reno í Nevada fylki er forseti the Geothermal resources council/alþjóðalegt jarðvarma auðlindaráð. 

Helstu aðrir stjórnendur/leiðandi starfsmenn hafa jarðfræði sérfræðiþekkingu eða á sviði jarðverkfræði.

Ekki skal ég segja hvort að MAGMA er fulltrúi Gissurs Gullrass - en ætla má að ný ævintýri ráðamanna þess á vettvangi jarðvarma fyrirtækjareksturs - séu spunninn úr hugmyndum um að nýir landvinningar á þessu sviði muni færa þeim auð og fullkomnun....sem vonandi  verður ekki á kostnað þeirra sem lifa með auðlindunum og dyntum þeirra "paa godt og ondt".

 

 


mbl.is Afar óhagstætt tilboð fyrir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Economist miðlar Icesave málinu af vanþekkingu

Eftir að hafa lesið grein Economist átta ég mig á yfirborðsmennsku blaðamennskunnar þar á bæ - og verð auðvitað svolítið örg af því ég hélt að þar á bæ væri grafið í mál. En átta mig líka á að þetta er bara lítil frétt sem ekki er nein djúp-umfjöllun.

Það er alltaf gagnlegt að lesa kommentin og þau eru fjölmörg. Þar fara fram skoðanaskipti sem vert er að kynna sér. Mæli með því

Fannst komment manns með sænskuhljómandi nafn mjög athyglisvert og tek undir orð hans um að skrýtið sé að Íslenskum, Hollenskum og Breskum yfirvöldum yfirsjáist að starfsemi bankanna (innlán til þeirra) voru á skattsvæði þeirra tveggja síðarnefndu. Þeir prettuðu og saklausu innistæðueigendur sem lentu í vandræðum þegar að Landsbankinn gaf upp öndina eru sannarlega ekki öfundsverðir - en þeir settu peningana sína í fjármálastofnun (sem mjög óheppilega bar nafni ICESAVE!!!) sem var starfandi í þeirra landi og hefði þess vegna átt að vera á ábyrgð yfirvalda þar í landi (ég veit að lagatæknilega voru ambögur á því..en samt..)

"The difference between the IceSave Accounts and an account in Landsbanki in Iceland is that the UK and the Dutch Governments collected taxes on the IceSave accounts, not the Icelandic Government. The Icelandic Government has guaranteed all accounts that paid taxes in Iceland, whether owned by Icelanders or foreigners. The UK and Dutch Governments collected the taxes on the IceSave accounts without complaint. But the Icelandic taxpayer should bear the cost when things went wrong.
The Icelandic Government fullfilled all the rules and regulations as requiered by the EU, more than many of the contries with full membership. There is nothing in the EU directives that stipulates that the Deposit Guarantee Fund should come with a guarantee from the Icelandic Government. On the contrary the the European Court of Justice has ruled otherwise in a comparable case. The UK and Ducth Governments refused to take the dispute to a court of law and the UK Government applied the Anti Terrorist Law to a small friendly nation, a member of NATO and the European Economic Zone, frose all its foreign assets, and tried to blackmail it into submission." /SvenSvensson

 

Hvaða réttlæti er það að skattborgarar annars staðar, í þessu tilfelli á Íslandi eigi að bæta þeim upp missinn. 

Þó ég sé sannfærð um að semja verði..til að komast áfram í stafrófinu..þá er ég samt döpur fyrir hönd barnanna minna og tek undir orð Kristrúnar Heimisdóttur - við hefðum þurft að vera meira proaktiv gagnvart alþjóðastofnunum í málinu til að gera málstað okkar sýnilegri.


mbl.is Fjallað um Icesave-deiluna á vef Economist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að rækta salatið sjálf!

Þetta er ýkt dæmi um þá takmörkuðu innsýn sem neytendur hafa í framleiðsluna en heimta bara að vörurnar líti sem best út og sumir hverjir vilja bara hafa sem ókennilegastar.

Mjög lítið af eitruðu illgresi hafnar á matardisknum ef maður ræktar grænmetið sjálfur - því þá er maður þess megnugur að vita hvað þar vex.

En ef maður tekur upp poka úr kælinum verður maður bara að reiða sig á innihaldslýsingar nema maður sé "svolítið paranoid" og vilji efna- og formgreina innihald pokans.

svona er lífið í henni borgvæddu versu....svolítið flókið á stundumWink


mbl.is Hættulegt salat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondslegt á voru landi verður enn tíðarfar

Leyfi mér hér að birta kveðskap -Vormenn Íslands- eftir Jónas Friðrik Guðnason sem kom út í bókinni - Flóðhestar í glugga árið 1978.

Þetta á við nú sem aldrei fyrr!

Vormenn Íslands (brot)

Vondslegt á voru landi

verður enn tíðarfar

Magnaður margur fjandi

mannlífsins hér og hvar.

Þrælarnir prúðir þreyja, 

þegjandi síðast deyja. 

Hagnast svo höfðingjar.

 

Verðbólgin vella fljótin

víða, og gera tjón.

Væta þó varla fótinn

velalinn bisnessljón.

Eiga sitt allt á landi,

aðrir þá lenda í standi.

Heyra ei hálfa sjón.

 

Valdsmanna váleg iðja

verður á flesta grein.

Hver annan státnir styðja.

Stela og vinna mein.

Almúgans axlir hlaða

álögum, tapi og skaða

Fælast ei fjörráð nein.

 


Arfleifð Anders Fogh

Það er nokkuð nýtt að Danmörk sé milliliður í skattundanskotum þar sem landið hefur löngum þótt óhentugur staður fyrir fjármagsneigendur. Þeir hafa yfirleitt flúið með aðsetur sitt til Englands eða Ermasundseyjanna, nú jafnvel til Frakklands þar sem ríkisforræði hefur oft verið talið nokkuð. Ástæðuna má rekja til hárra fjármagnsskatta í landinu. Nú eru að verða níu ár síðan ég fluttist brottflutt frá landinu og ég sé að ýmislegt hefur gerst í millitíðinni. Ég álykta því að uppkomin staða sé afleiðing af stefnu úr stjórnartíð Anders Fogh Rasmussen - sem nú er nýr NATÓ framkvæmdastjóri. Humm - ekki gott fyrir orðstír hans....eða hvað?

Danmörk hefur breyst til hins verra síðari ár í tengslum við innrætingu á samábyrgð. Forhert einstaklingshyggja og tortryggni gagnvart náunganum er daglegt brauð þar í landi ólíkt því sem var fyrir rétt rúmum áratug. Það er ein afleiðing af umbreytingum samfélagsins í stjórnartíð Venstre.

Jafnvel þótt Asger Aamund, einn helsti business-víkingur dana haldi fram að danskt þjóðfélag sé á heljarþröm vegna þess að þar sé ekki raunveruleg atvinnu- og hagþróun held ég að í danskri þjóðarsál búi hugmyndir um jöfnuð í þjóðfélaginu með sameiginlegri ábyrgð og framlagi. Aamund heldur því fram, sérstaklega nú þegar að líftæknifyrirtæki nokkur sem hann er stjórnarformaður fyrir standa efnahagslega illa - að þjóðfélaginu sé haldið uppi á endalausum tilfærslum opinberra skattekna til hags fyrir atvinnulausa og sífellt stærri hóp opinberra starfsmanna og bákns. Með þessu er hann að segja að dönsk stjórnvöld þurfi að sýna meiri festu í að styðja við bakið á einkareknu atvinnulífi. Þegar vel gengur er hinsvegar uppi á honum tippið og hann básúnar að dönsk stjórnvöld þurfi að sýna meiri slaka í reglugerðum og eftirliti með viðskiptalífinu svo það geti nú almennilega blómstrað.

Það er svolítið gaman að fylgjast með pendúl-hreyfingum í boðskapi hagsmuna-aðila frá einni tíð til annarar. Þá er gott að borða fisk og viðhalda góðu minni.

Ég er viss um að eins og hver annar pólitískur refur mun Anders Fogh og eftirmenn hans örugglega hafa flóttaskýringar á reiðum höndum. Þeir voru örugglega einhvers staðar annars staðar, t.d að æfa lögreglukórinn.  Það verður gaman að fylgjast með því


mbl.is Danmörk milliliður í skattundanskotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband