Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

samstarf í samkeppni milli smárra og meðalstórra fyrirtækja

Ég efa ekki að ráðstefnan rural clusters á Akureyri þessa dagana sé hin áhugaverðasta. Hugmyndir um jákvæð áhrif skapist vegna samstarfs milli fyrirtækja á sama eða hliðstæðum sviði á samkeppnisstöðu svæða er ekki alveg ný af nálinni en hefur verið að aukast frá því á áttunda/níunda áratug þegar að ríkisbúskapur dróst saman og afskipti hins opinbera af beinum rekstri fyrirtækja var smám saman leystur af hólmi af auknum markaðsbúskap. Íslensk stjórnvöld hafa komið af stað nýrri bylgju í byggðaþróun sem kallaður er vaxtarsamningur byggður m.a á þessari hugmyndafræði. Ég er ein af þeim sem horfi nokkuð gagnrýnum augum á hvernig miðlæg stjórnvöld í raun búa til gulrót í nafni nýsköpunarhvata án þess að því fylgi endilega nauðsynlegt áhættufjármagn sem þarf til að nýtt framtak fái að dafna. En...vei ef ég hef á röngu að standa. Ég held raunar að það sé gott að fókus færist að því burðarafli atvinnulífs og hagvaxtar á dreifbýlli svæðum sem felst í rekstri smárra og meðalstórra fyrirtækja í stað "one company town" allsherjarlausna. Evrópusambandið hefur undanfarin tíu ár að minnsta kosti haft þetta sem grunntón í sinni stefnu. Það sem þó ekki má gleyma í þessu er að með slíkum fókus breytist eðli samkeppninnar að einhverju marki. Svæðin verða samkeppnisaðilar innbyrðis og sín á milli. Evrópa svæðanna er raunin í dag, erum við að skapa Ísland svæðanna með fyrrnefndri byggðastefnu og teljum við slíkt æskilegt? Erum landshlutarnir ákjósanlegar einingar í slíku? Annað sem ég spyr sjálfa mig að er hvernig íslendingar muni standa sig og hvaða menningarlegu forsendur þeir hafa til að skapa velheppnaða klasa? Milli hreppanna í landinu er landlægur rígur, og íslendingar hafa hingað til ekki verið heimsmeistarar í opnu samstarfi. Þeir eru alltaf að plotta eitthvað bakvið næsta mann. Fullir tortryggni og heimóttaháttar. Ja, svei mér ef ég hef á röngu að standa hvað þetta varðar.

Viðskiptamenning sú sem þrífst í dag í fjármála- og fyrirtækjaheiminum hefur stundum verið kennd við fylkingar og hópa (sumir myndu kalla það mafíur)...en svei mér ef ég hef á röngu að standa.

Sú innræting sem þarf að eiga sér stað til að fólk verði "opinminntara" þarf sjálfsagt strax að byrja á grunnskólastarfi og innan fjölskyldunnar.

Ég vona að klasasamstarf á landsbyggðinni muni ganga vel og að stjórnvöld átti sig á að sigurvegarar slíks samstarf eru þar sem hvatinn að samstarfi er sjálfsprottinn og einlægur áhugi er fyrir slíku meðal leikmanna. Þeir sem vinna við að hvetja til slíks og samræma aðgerðir þurfa því fyrst og fremst að vera í hlutverki ljósmóðurinnar fremur en annað.

 


Fundur Althjoda hvalveidiradsins og vakning a Karabisku eyjunum

I Barbadian Advocate og fleiri Karabiskum dagblodum hafa undanfarna daga verid greinar um ad Karabisku londin hafi stadid vid bakid a graenlendingum og japonum um hvalveidikvota fyrir frumbyggja. Fram hefur komid ad a eyjunum St.Vincent og Grenadines krefjist frumbyggjar kvota til ad veida hval, en thad hefur verid sjalfsthurfta fordaemi fyrir thvi i menningu theirra um aldir. Fram kom ad aform seu uppi um ad stofna althjoda thingmannanefnd um malefni hvalveida thar sem ad nokkur annar poll verdi tekinn i haedina vardandi sjalfbaera nytingu hafssvaeda en althjoda hvalveidiradid hefur hingad til synt. Mer synist ad rokin fyrir menningarlegri serstodu, sjalfbaerri nytingu og sjalfsthurftum seu ad vaxa fiskur um hrygg i althjodlegri umraedu um hvalveidar.

Getur verið að höfundur greinar morgublaðsins sé uppspuni?

Síðastliðinn sunnudag birtist grein í morgunblaðinu með yfirskriftinni hættulegur femínismi sem ég las. Greinin var af mörgu athyglisverð, ekki síst fyrir þá heift sem þar skein í garð einhverra femínista elítu/femínistamafíu sem átti að blunda í HÍ en ekki var skilgreind frekar en óljóst vísað í kynjafræði. Talsvert var á þær skvísur og gæja borið, sem ég ætla ekki að fara telja upp. Höfundur hafði að auki sérstaklega horn í síðu rannsóknarstofnunar við Bifröst. Markmiðið með greininni var ekki alveg ljóst, en það var svolítið eins og höfundurinn ætti einhverra harma að hefna. Ekki var annað séð en að höfundur vildi leggja áherslu á að mafían (femínistarnir) væru að vinna gegn hagsmunum jafnréttis kynjanna í landinu með ýmiskonar rangfærslum. Máli sínu til stuðnings benti höfundur á að feministar vanræktu og litu niður til kvenna í kvennastéttum (heimavinnandi húsmæður, í kennarastétt og heilbrigðisþjónustu) og að verkakonur finndust ekki á radar þeirra. Þetta eru auðvitað rangfærslur sem afhjúpa vanþekkingu á ýmsum rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar, þar á meðal rannsóknum undirritaðrar.

Ég hef reyndar aldrei kallað sjálfa mig femínista en hef ekkert á móti konum sem velja að kalla sig femínista, það er kannski svipaður munur og í stað þess að klæðast bleiku að klæðast grænu og fjólubláu (báðir litir hafa verið symbol kvenfrelsisbaráttu). Tengslasjálfsmynd, ég og hinir osfrv. Sameiginlegt baráttumál er jafnræði og jafnrétti. Óþarfi er því að stinga fleyg á milli, eins og um svart og hvítt sé að ræða.

Við lifum í lýðræðissamfélagi þar sem skoðanaskipti eru leyfð - það er aðal málið. Sumir eiga erfitt með að una öðrum því, en þetta er nauðsynlegt skref í átt að opnu lýðræðissamfélagi þó stundum sé erfitt að kyngja því að fólk geti verið á öndverðum meiði. Megin inntak fræða sem kennd hafa verið við feminisma er svokölluð afbygging, þar sem afhjúpaðar eru forsendur t.d rótgróinna gilda, valdastofnana samfélagsins. Slíka nálgun er að finna í fjölmörgum fræðigreinum og er hreinlega ekkert nýtt. Ég hef ekki kynnst því að fræðimenn og konur sem leyfa sér að skoða samfélagsmálefni útfrá kynjuðum forsendum telji sig handhafa hins endanlega sannleika. Engir fræðimenn eða vísindamenn með skynsemina í lagi eru svo hrokafullir.

Í hádeginu var ég að ræða þessa grein við samstarfskonu mína sem sagði mér að hana grunaði að þessi grein væri skrifuð af einhverjum öðrum og raunar finnist þetta nafn ekki í þjóðskrá. Mér varð hverft við, getur verið að einhver óljós mynd af konu sé sett í grein, en annar standi að baki og skráður höfundur sé í raun bara tilbúinn frontur. Frontur til að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri á rætinn hátt og vega að trúverðugleika þeirra sem um er fjallað. Ég veit ekki, ef rétt er, er ég sárhneyksluð. Þetta hlýtur að vega að trúverðugleika blaðsins!


Gott fólk á ráðherrastóla, en svei strategíu strætó

Ég er í skýunum yfir kynjajafnræði í útnefningum ráðherra samfylkingarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er öflug kona sem á eftir að sýna hvað í henni býr. Ég er líka ánægð með að Össur er komin yfir byggðamál og ferðamál, þar fer maður sem þorir. Það skiptir jú öllu. Ferðamál eru málaflokkur sem óumflýjanlega skarast á mörg ráðuneyti en mér sýnist að þeir sem að málunum koma á ólíka vegu, Ingibjörg í utanríkismálum, Þorgerður í menntamálum, Össur í byggða- og ferðamálum, Björgvin í viðskiptamálum og Þórunn í umhverfismálum sé á höndum mjög hæfs og framsýns fólks. Vei þeim - ég bind vonir við þau öll.

En eitt finnst mér verst og það var að heyra af fundi strætó sem áformar að draga saman starfsemina yfir sumartímann. Að mínu mati endurspegla slíkar strategíur heimóttahátt. Hvað með ferðamennina vænu ákvarðanatökuaðilar, eruð þið ekki í sambandi? Það getur vel verið að skólafólk taki ekki strætó eins títt yfir sumarmánuðina, en á móti kemur að þetta er háönn í móttöku ferðamanna hingað til lands. Alveg er það dæmigert að mönnum yfirsjáist að aðgengi almenningsamgangna er lykilatriði í móttöku borgarferðamennsku.

Það er svo. Það eru alltaf plúsar og það eru mínusar.

 


Lífið á Austurlandi

Beitningakonur á Stöðvarfirði
Ég var í síðustu viku í felti á Austurlandi. Ég byrjaði á Djúpavogi og færði mig norður eftir fjörðum til Seyðisfjarðar. Ég var að taka viðtöl við konur í sjávarútvegi. Það er áhugavert að átta sig á þeim breytingum sem að miklar framkvæmdir á einu sviði hafa fyrir önnur. Nú hafa Austfirðingar ekki farið varhluta af breytingum í sjávarútvegi. Fyrirtæki sem hafa starfstöðvar á fleiri stöðum, en eiga engra fjölskyldutengdra hagsmuna að gæta, bera sjaldnast staðbundna hagsmuni íbúa fyrir brjósti þegar viðskiptalegar ákvarðanir eru teknar. ÚA lokaði á Seyðisfirði, svo þurfti áfallahjálp fyrir bæjarbúa, engar útskýringar nema loðnar gefnar íbúum og stærsti vinnustaður bæjarins lagður í rúst. Samherji lokaði í janúar í ár á Stöðvarfirði og þar er nú ein lítil vinnsla eftir með sex starfsmönnum. Þessar tvær flottu beitningakonur á Stöðvarfirði eru úr fyrrum starfsliði samherja - þær eiga ekki möguleika á að fá önnur láglaunastörf, tengd nýju framkvæmdunum vegna þess að þær eru háðar að geta hlaupið frá ef eitthvað kemur upp á heima við. Börnin!..En þær bjarga sér. Þær beita. Vaktavinna í álveri gefur ekki tilefni til sveigjanleika af þessu tagi. En því miður er að litlu að hverfa á Stöðvarfirði eins og er.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband