Gott framtak hjá íbúum - koma svo, gera eitthvað skemmtilegt!

Það er gott að móbilisera sig á uppbyggilegan hátt á menningarnótt. Ég var einmitt að leggja lokahönd á að mála bakið á syni mínum sem vildi slagorðin " Ég brenni fitu - ekki olíu" - en við erum að fara að hjóla berbakt mæðginin núna klukkan þrjú.

Það er kannski spurningin um  að koma við á Haðarstígnum?

Nánar hér:

Kl. 15:00 á Menningarnótt í Reykjavík munu glaðir hjólakappar hittast á miðju Miklatúni og rúlla þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn.

Allir eru velkomnir, látið orðið berast til vina og vandamanna!

Það verður gríðarleg stemning í hópnum. Tónaflóð mun fylgja okkur á leiðinni (eldhress hjólalög) og við hvetjum fólk til að hjóla með bökin ber og skrifa á þau skemmtileg hjólaslagorð eða skrifa slagorð á boli. Svo er um að gera að mæta í búningum eða skrautlegum fötum.
Mætum endilega á fjölskrúðugum farartækjum (þeir sem eiga), t.d. liggihjóli, tvímenningshjóli, körfuhjóli, hjóli með aftanívagn, með tengihjól o.s.frv.

Leiðin sem við hjólum verður nokkurnvegin svona:
Miklatún - Flókagata - Langahlíð - Miklabraut - Snorrabraut - Bergþórugata - Barónsstígur - Eiríksgata - Njarðargata - Sóleyjargata - Skothúsvegur - Tjarnargata - Vonarstræti - Fríkirkjuvegur - Skothúsvegur - Suðurgata - Sturlugata - Sæmundargata - Hringbraut - Sóleyjargata - Hljómskálagarðurinn.

Við hjólum á götunum, förum að öllu með gát og erum á eigin ábyrgð.

 

 

 


mbl.is Íbúarnir tyrfa Haðarstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir síðast. Við skemmtum okkur sko konunglega í hjólalestina Berbakt um bæinn !

Myndir komnar á FB :-) 

Morten Lange, 27.8.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk sömuleiðis. Sá þig annars á Robert Costanza í gær en náði ekki að heilsa þér þar sem margt var um manninn. Frábært - kíki á þær

Anna Karlsdóttir, 27.8.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband