Ofurtrú á árin sjö - And there shall arise after them seven years of famine

Hinn magnaði symbolismi biblíumálsins hefur tekið yfirhöndina í viðskiptum og samningum þessa dagana.

Sjö ár er orðið viðkvæðið í frestun á borgunum - og bæði Íslendingar í ICESAVE samningunum fá sjö ára gálgafrest til að byrja borganir til Bretlands og Hollands -  en það fær líka hið nýstofnaða MAGMA Energy ef gengið verður að samningum við OR um eignahald á HS orku.

Áhyggjur Sigrúnar Elsu Smáradóttur vegna fyrirliggjandi samningsdraga sem gera ráð fyrir að væntanlegir kaupaðilar (MAGMA energy) borgi einungis 6.2 milljarða en öðrum peningagreiðslum sé skotið langt inn í framtíðina (töfraárin sjö) er því nokkuð eðlileg í ljósi reynslunnar af íslenskri viðskiptasnilld á vegum hins semi-opinbera og hins einkarekna.

  Alveg er ótrúlegt að efnishyggjufólkið leiti svona náðar hjá hinu andlega almætti. Skírskotun í fullkomnun og fullkomnunáráttu hins guðlega máttar!!!!

after seven years ..Jakob

...Samkvæmt guðspekingnum Ed.F.Vallowe.....hefur talan sjö heilagleika - status. .......

Það tók Guð sjö daga að skapa heiminn - Guð sá fyrir sér sjö daga í vikunni -  það eru sjö nótur í nótnaskalanum..og svo mætti lengi telja.

Það tók Salomón sjö ár að byggja hofið og eftir það hélt hann hátíð í sjö daga - alveg í sjöunda himni.

f6388af4a486b6e69b12c8dfb8df7a1c Þetta er allt töluvert umhugsunarvert í ljósi þess að erfitt er að sjá fyrir hver verður staðan eftir sjö ár. Verða íslendingar farnir af landi brott eða farnir að sjá fyrir endann á erfiðleikatímum?

Munu borgarar þessa lands enn búa við viðunandi kostnað við hitaveitu heima hjá sér eða verða mánaðargjöldin orðin hluti af áhyggjuefnum heimilismanna í tengslum við heimilisbókhaldið.

 

Mun flóra íslenskra fyrirtækja á ýmsum sviðum enn verða blómleg að sjö árum liðnum eða verðum við ef til vill orðin fangar haftahugarfarsins í allri starfsemi......

Ég skil sveitastjórnarfólk vel sem hefur áhyggjur af því að missa áhrifin á hvernig forgangsraðað er í orkumálum á þeirra heimasvæði við breytt eignarhald. Það eru óteljandi dæmi um erlendis frá hvernig einkavæðing orkufyrirtækja sem að standa að "infrastruktur"/orkuveitunni en einnig að þjónustu til notenda hefur leitt af sér vandamál fyrir almenning í rýrari þjónustu og dýrari - en aðlaðandi arð fyrir "detached" stjórnendur stórfyrirtækja sem reglulega fara í frí til Rivieranna einhvers staðar en láta sig lítt varða hvaða áhrif ákvarðanataka þeirra hefur á svæði og fólk þar sem fyrirtæki þeirra sækja auð sinn (í mannafl og auðlindir).

Óþol íslendinga á að vera vitni af slíku er skiljanlegt í ljósi samtímasögunnar.

Ég skil líka viðskipta-aðilana - nú er það úthrópað orðið um allan heim að jarðvarmi og jarðboranir séu að verða aðal "competitive edge" í orkumálageiranum og því vilja fleiri skapa sér stöðu á þeim markaði en áður. Samkeppnin um að vera framarlega í þekkingu, ráðgjöf, orkunýtingu, tækniþróun og orkuveitu er orðin meiri á þessu sviði. Þess vegna vilja menn fjárfesta á þessum vettvangi og við Íslendingar erum í þeirri stöðu að þurfa á innflæði fjármagns að halda í formi BEF/FDI. Margt bendir þó til að mjög fá fyrirtæki sjái það sem aðlaðandi kost um þessar mundir.

Svo er það hvaða stefnu tæki nýr eignahaldsaðili um áframhaldandi boranir - myndu þeir standa fyrir íhaldsamri og varfærinni stefnu eða djarfri og ásóknargjarnri stefnu í borunum? 

Það eru reyndar fjölmörg dæmi um hörmulegar afleiðingar aðeins of fífldjarfra viðskiptamanna með dollara eða evrur í augunum - sem bara bora í kapphlaupinu um hugsanlegan gróða - án þess að hugsa um hagsmuni almennings eða langtíma umhverfisáhrif af framkvæmdunum...Darmstadt í Þýskalandi er t.d eitt nýtt hneykslisdæmi af þessu tagi.

Mér finnst afar athyglisvert í þessu öllu saman að ekki hefur verið farið í saumana á þessu unga fyrirtæki MAGMA energy sem var stofnað 2008 og hefur sem slíkt ekki sannað sig að neinu leyti.  Í raun væri hægt að vera tortryggin á að fyrirtækið væri enn eitt af þessum wunder fyrirtækjum sem síðan hrynur eins og spilaborg og skilur eftir sig sviðna jörð. Fyrirtækið hefur ekki töluna sjö á bakvið sig.

Ef betur er að gáð er stjórn fyrirtækisins skipuð mönnum sem að miklu leyti eru með reynslu úr Silfurnáms geiranum. Það er ekki alveg lík starfsemi,,,eða hvað?

Ég myndi sem ákvarðanatökuaðili í máli þessu - nú eða jafnvel sem blaðamaður hafa áhuga á að vita hver væri orðstír stjórnenda fyrirtækisins - hver reynslan væri af þeim sem stjórnendum af öðrum vettvangi annars staðar og hvernig málum þeirra væri háttað í tengslum við fjárhagslega burði.

Ross Beaty sem bæði er stjórnarformaður og forstjóri fyrirtækisins sem er með höfuðstöðvar í Vancouver var forstjóri Pan American Silver Corporation. Annar stjórnarmeðlimur, David Cornhill var áður í stjórn Gas fyrirtækisins - eignahaldssfélagi Altagas. Robert Pirooz hefur bakgrunn úr silfurfyrirtækinu fyrrnefnd. Donalc Shumka hefur bakgrunn úr skógariðnaði sem óneitanlega er önnur Ella en jarðvarmi. Paul Sweeney er úr orkumálageiranum en hann leiddi Plutonic Power corporation.

Stöðvarstjóri MAGMA energy í Bandaríkjunum sem er staðsett í Reno í Nevada fylki er forseti the Geothermal resources council/alþjóðalegt jarðvarma auðlindaráð. 

Helstu aðrir stjórnendur/leiðandi starfsmenn hafa jarðfræði sérfræðiþekkingu eða á sviði jarðverkfræði.

Ekki skal ég segja hvort að MAGMA er fulltrúi Gissurs Gullrass - en ætla má að ný ævintýri ráðamanna þess á vettvangi jarðvarma fyrirtækjareksturs - séu spunninn úr hugmyndum um að nýir landvinningar á þessu sviði muni færa þeim auð og fullkomnun....sem vonandi  verður ekki á kostnað þeirra sem lifa með auðlindunum og dyntum þeirra "paa godt og ondt".

 

 


mbl.is Afar óhagstætt tilboð fyrir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband