Þreytt á suðinu!

Ég er svo lifandi þreytt á suðinu að ég er að hugsa um að gera það sama og sonur minn næstu daga. Slökkva á öllum innlendum miðlum og orientera mig um heimsmálin annars staðar.

Kosningahamur samfélagsins er slíkur að mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Hatrammar dylgjur og skítkast frambjóðenda gegn hver öðrum og plott um að tala eitthvað og einhverja niður, gera lítið úr öðrum og þvíumlíkt vekja með mér ógeðstilfinningu.

Mér finnst sandkassinn óaðlaðandi - það hefur fullt af fólki kúkað í kassann.

Þegar að stjórnmál komast niður á slíkt plan er greinilegt að lítið er um málefnalegan grunn. Mér sýnist ýmsir spunameistarar virkir í því þessa dagana. Borgarafundurinn úr mínu kjördæmi gaf mér því miður litla von um að pólitíkin kæmist á hærra plan í nánustu framtíð...ekki af því að sumir frambjóðendur stóðu sig ekki ágætlega þar heldur var það heiftúðug stemmningin sem að dró úr mér mátt í áhorfinu. Hvað er í gangi!!!!!!!!!!!!

Er líklegt að við íslendingar náum samstöðu um endurreisn og bata í samfélaginu ef að samræður og samskipti endurspegla mannfyrirlitningu (ég er bestur syndrómið).

Má ég þá frekar biðja um hljóð!

Ég ætla samt ekki að skila auðu!!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er alveg rétt hjá þér Anna að kosningabaráttan hafi verið ósmekkleg og margir frambjóðendur gengið langt út yfir allt velsæmi. Nú liggur á að við náum samstöðu og að þjóðin sætti sig við lýðræðislegar niðurstöður kosningana á Laugardaginn. Svo er óskandi að endurreisnin verði sem fyrst og að þjóðin komi undir sig fótum í efnahagslífinu.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband